Í BEINNI
Forkeppni Meistaradeildarinnar
Egnatia

LL
1
0
0


Egnatia
1
0
Breiðablik

Ildi Gruda
'92
1-0
Regi Lushkja
'94

08.07.2025 - 19:00
Elbasan Arena
Forkeppni Meistaradeildarinnar
Dómari: Antoni Bandic (Bosnía)
Elbasan Arena
Forkeppni Meistaradeildarinnar
Dómari: Antoni Bandic (Bosnía)
Byrjunarlið:
98. Mario Dajsinani (m)
6. Albano Aleksi
7. Fernando Medeiros
10. Regi Lushkja
('76)



16. Edison Ndreca
('15)

17. Kastriot Selmani
19. Arbenit Xhemajli
28. Elion Sota
36. Serxho Ujka
('87)

44. Abdurramani Fangaj
99. Saliou Guindo
('45)

Varamenn:
1. Klajdi Kuka (m)
4. Zamig Aliyev
5. Anio Potsi
('15)

8. Daniel Wotlai
9. Soumaila Bakayoko
('45)

11. Léo Melo
('87)

18. Mohammed Yahaya
77. Ildi Gruda
('76)



88. Flamur Ruci
Liðsstjórn:
Edlir Tetova (Þ)
Gul spjöld:
Regi Lushkja ('60)
Ildi Gruda ('92)
Rauð spjöld:
Regi Lushkja ('94)
Leik lokið!
Grátlegur endir
Leikplan Breiðablik gékk upp í 92 mínútur í dag. Niðurstaðan 1-0 sigur Egnatia en heimaleikurinn er eftir og hann fer fram í Kópavogi eftir viku.
Takk í kvöld.
Takk í kvöld.
94. mín
Rautt spjald: Regi Lushkja (Egnatia)

Þvlílík vitleysa
Regi hleypur inn á af bekknum og fagnar markinu sem gerir það að verkum að hann verður í leikbanni í síðari leiknum.
Það fengu einhverjir fleiri gult í þessu bulli en ég á engan séns að greina þessa Albani.
Það fengu einhverjir fleiri gult í þessu bulli en ég á engan séns að greina þessa Albani.
92. mín
MARK!

Ildi Gruda (Egnatia)
Þetta var algjör óþarfi
Heimamenn keyra upp eftir þetta fær hjá Blikum og skyndilega sleppur Gruda í gegn og Viktor Örn virðist alveg búin á því og nær ekki að halda í Gruda sem setur boltann framhjá Antoni Ara
ALGJÖR ÓÞARFI!!
ALGJÖR ÓÞARFI!!
91. mín
KRISTÓFER INGI VÁ
Óli Valur fær boltann og á sendingu inn á Kristófer sem rétt missir af honum.
90. mín
Egnatia fær hornspyrnu
Léo Melo með gott skot á nær sem Anton Ari ver.
Fjórar mínútur í uppbótartíma hér í Albaníu.
Fjórar mínútur í uppbótartíma hér í Albaníu.
88. mín
Blikar fá hornspyrnu
Höskuldur með hornspyrnuna en heimamenn koma boltanum í burtu.
Nokkuð ljóst að Aleksi fyrirliði Egnatia fær ekki jólakort frá kónginum á flautunni í ár.
— Hilmar Jökull (@HilmarJokull) July 8, 2025
Frábær dómari, en það er ekki nógu gott fyrir þennan trúð á miðjunni hjá Egnatia.
84. mín
Anton Logi alveg gjöraamlega búin inni á vellinum. Búin að vinna gríðarlega vel hér í kvöld.
82. mín
Gult spjald: Halldór Árnason (Breiðablik)

Halldór Árnason og bekkur Blika er spjaldaður
81. mín
Gult spjald: Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik)

Viktor Örn tekur þetta á sig. Gruda var á leiðinni framhjá Viktori en Viktor tekur hann niður og fer í bókina.
75. mín
Blikar verða að halda einbeitingu
Sóknarþungi núna í heimamönnum en þeir hafa verið að gera sig líklegri og líklegri hér síðustu mínútur.
73. mín
BLIKAR HEPPNIR ÞARNA!
Anio Potsi hafsentinn orðinn hættulegasti leikmaður heimamanna.
Fær boltann fyrir utan teig og á skot sem fer í slánna. Egnatia halda boltanum og aftur fær Anio boltann og á skot sem Anton Ari kýlir afturfyrir.
Jaahérna hér.
Fær boltann fyrir utan teig og á skot sem fer í slánna. Egnatia halda boltanum og aftur fær Anio boltann og á skot sem Anton Ari kýlir afturfyrir.
Jaahérna hér.
70. mín
Búið að vera mjög leiðinlegur leikur en Blikum er skítsama um það enda eiga þeir heimaleikinn eftir. Egnatia menn meira með boltann en komast ekkert og eru orðnir vel pirraðir.
61. mín
Bakayoko að gera sig leiðinlega líklegan
Fær boltann frá Regi Lushkja og á skot framhjá.
60. mín
Tobias Thomsen með skot sem fer beint á Mario í marki heimamanna.
Fín tilraun frá Tobias.
Fín tilraun frá Tobias.
58. mín
VÁÁÁ VIKTOR ÖRN
Tobias fær boltann og finnur Kristinn Steindórs og Blikar tapa boltanum. Egnatia keyrir upp hægra megin. Regi Lushkja fær boltann og á frábæran bolta inn á hættusvæðið á Bakyoko en Viktor Örn með frábæran varnarleik.
52. mín
Bakayoko fær boltann inn fyrir en nær engu valdi á boltanum og Blikar koma boltanum í burtu.
49. mín
Bakayoko fær boltann inn á teignum en skot hans fer framhjá. Viktor Örn gerði vel að trufla Bakayoko þarna.
46. mín
VIKTOR KARL!
Kristinn Steindórs fær boltann og rennir boltanum inn á teiginn á Viktor Karl sem á skot sem fer í varnarmann.
45. mín
Hálfleikur
Markalaust í hálfleik
Antoni Bandic frá Bosníu flautar til hálfleiks. Tíðindarlitlum fyrri hálfleik lokið en Blikar hafa átt besta færi leiksins hingað til.
Tökum okkur korter og komum svo með síðari hálfleikinn í beinni frá Albaníu.
Tökum okkur korter og komum svo með síðari hálfleikinn í beinni frá Albaníu.
45. mín
Breiðablik fær hornspyrnu
Boltinn alla leið til baka á Mario í marki Egnatia og hann hittir boltann ekki í spyrnu sinni upp völlinn. Þessi hefði geta endað í netinu.
Hefði verið rosalegt.
Hefði verið rosalegt.
41. mín
Blikum líður vel með þessa stöðu
Blikarnir eru ekkert að stressa sig og eru að spila þennan leik mjög vel og eru að loka á allt sem Egnatia er að reyna að gera og heimamenn eru orðnir pirraðir.
Jafntefli inn í síðari leikinn sem fer fram á Kópavogsvelli væri frábært fyrir Blika.
Jafntefli inn í síðari leikinn sem fer fram á Kópavogsvelli væri frábært fyrir Blika.

Er kominn tími á pizzu?
Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
33. mín
Kristinn Steindórsson fær boltann og þræðir Aron Bjarna í gegn, Aron lyftir boltanum fyrir og heimamenn skalla boltann afturfyrir en flaggið á loft og engin hornspyrna.
29. mín
Anton Ari stendur á lappir
Frábærar fréttir fyrir Blika.
Leikurinn er kominn aftur í gang.
Leikurinn er kominn aftur í gang.
27. mín
Anton Ari er sestur í grasið
Það boðar ekki gott en vonandi er allt í lagi með Anton Ara.
25. mín
ARON BJARNA!!!
Frábær sókn hjá Blikum!!
Viktor Karl fær boltann út til hægri og kemur með frábæran bolta inn á Aron Bjarnason sem tekur gott hlaup inn á nær en Mario með frábæra markvörslu.
Besta færi leiksins.
Viktor Karl fær boltann út til hægri og kemur með frábæran bolta inn á Aron Bjarnason sem tekur gott hlaup inn á nær en Mario með frábæra markvörslu.
Besta færi leiksins.
24. mín
Egnatia fær hornspyrnu
Regi Lushkja tekur spyrnuna inn á teig Blika sem Viktor Örn skallar í burtu áður en Antoni Bandic dæmir brot á teignum en brotið var á Höskuldi.
18. mín
ANTON ARI!!
Serxho fær boltann við teig Blika, Abdurramani tekur utan á hlaup og fær boltann. Abdurrmani kemur boltanum inn á Regi Lushkja sem á skot sem fer í varnarmann og boltinn berst svo til Kastriot sem nær ekki að koma boltanum framhjá Antoni Ara.
13. mín
Hér sýnist mér Edison Ndreca vera alveg búinn
Fær sér sæti aftur á vellinum og núna hljóta heimamenn að vera fara undirbúa skiptingu.
12. mín
Breiðablik fær hornspyrnu
Aron Bjarna fær boltann út til vinstri og vinnur hornspyrnu sem ekkert verður úr.
7. mín
Edison Ndreca sest í grasið og virðist þurfa fara af velli. Fékk eitthvað aftan í læri þegar hann vann hornspyrnuna áðan fyrir heimamenn þegar hann reyndi að koma sér framfyrir Valgeir.
4. mín
Kristinn Steindórs fær boltann og ætlar að finna Tobias inn á teignum en fyrirgjöfin beint í hendurnar á Mario Dajsinani í marki Egnatia.
2. mín
Regi Lushkja fær boltann fyrir utan teig og rennur í skotinu og boltinn framhjá markinu.
Fyrir leik
Liðin ganga til leiks
Antoni Bandic frá Albaníu leiðir liðin til leiks. Það styttist í upphafsflautið.
Áfram Breiðablik!
Áfram Breiðablik!
Fyrir leik
Leikurinn er sýndur beint á Sýn Sport
Gummi Ben lýsir leiknum og hann er klár.
Egnatia vs Breiðablik????#ChampionsLeague pic.twitter.com/jlCrX0qauI
— Gummi Ben ????? (@GummiBen) July 8, 2025
Fyrir leik
Breiðablik er á kunnuglegum slóðum í Austur-Evrópu og það er mikil Evrópu reynsla í leikmannahópnum.
Epic er að bjóða stuðulinn 4,6 á sigur Blika og X2 (tvöfaldur séns á jafntefli eða Breiðabliks sigur) á stuðlinum 2,00.
Í leikmannaveðmálum á Epic í þessum leik má draga fram stuðulinn 3,00 á að Valgeir Valgeirsson fái spjald og stuðulinn 2,75 á mark frá danska dínamítinu Tobias Thomsen.
Epic er að bjóða stuðulinn 4,6 á sigur Blika og X2 (tvöfaldur séns á jafntefli eða Breiðabliks sigur) á stuðlinum 2,00.
Í leikmannaveðmálum á Epic í þessum leik má draga fram stuðulinn 3,00 á að Valgeir Valgeirsson fái spjald og stuðulinn 2,75 á mark frá danska dínamítinu Tobias Thomsen.
Fyrir leik
Fjórar breytingar á liði Breiðabliks
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, gerir fjórar breytingar á sínu liði frá 2-2 jafnteflinu gegn Aftureldingu í Bestu deildinni á fimmtudag.
Fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson kemur til baka í liðið eftir leikbann og sömu sögu er að segja af Antoni Loga Lúðvíkssyni. Kristinn Jónsson byrjar sinn fyrsta leik á tímabilinu og Aron Bjarnason byrjar á kantinum. Arnór Gauti Jónsson tekur sér sæti á bekknum og það gera líka þeir Ágúst Orri Þorsteinsson og Óli Valur Ómarsson. Andri Rafn Yeoman er líka á bekknum en hann meiddist í síðasta leik gegn Aftureldingu.
Fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson kemur til baka í liðið eftir leikbann og sömu sögu er að segja af Antoni Loga Lúðvíkssyni. Kristinn Jónsson byrjar sinn fyrsta leik á tímabilinu og Aron Bjarnason byrjar á kantinum. Arnór Gauti Jónsson tekur sér sæti á bekknum og það gera líka þeir Ágúst Orri Þorsteinsson og Óli Valur Ómarsson. Andri Rafn Yeoman er líka á bekknum en hann meiddist í síðasta leik gegn Aftureldingu.

Fyrir leik
Mikið í húfi fyrir Breiðablik
Markmið Breiðabliks er að komast áfram úr þessu einvígi gegn Egnatia, en hversu mikilvægt er þetta? Þetta eru stærstu leikir sumarsins, eða hvað?
„Ég sé þetta þannig að akkúrat núna og næstu daga þá eru þessir tveir leikir það sem öll einbeiting er á. Fram að þessu hefur öll einbeiting verið á deildinni sem er ekki síður mikilvæg. Það er mjög hættulegt að fara inn í tímabil þar sem nokkrir leikir [fjöldinn fer eftir árangrinum] eru mikilvægari en hinir 27 eða 30 plús með bikar. Við getum ekki sett þetta þannig upp, en þetta eru mikilvægir leikir og við vitum hvaða þýðingu það hefur að vinna þessa fyrstu umferð í meistaraleiðinni í Meistaradeildinni, með því tryggir liðið sér umspilsleiki í Sambandsdeildinni og það eru allir meðvitaðir um það. Mjög mikilvægt, en fyrir fimm dögum var mikilvægasti leikur sumarsins leikurinn gegn Aftureldingu, þannig þarf að líta á þetta."
„Þetta er skemmtilegt og reynsla og mikið í húfi, það er klárt mál."
„Ég sé þetta þannig að akkúrat núna og næstu daga þá eru þessir tveir leikir það sem öll einbeiting er á. Fram að þessu hefur öll einbeiting verið á deildinni sem er ekki síður mikilvæg. Það er mjög hættulegt að fara inn í tímabil þar sem nokkrir leikir [fjöldinn fer eftir árangrinum] eru mikilvægari en hinir 27 eða 30 plús með bikar. Við getum ekki sett þetta þannig upp, en þetta eru mikilvægir leikir og við vitum hvaða þýðingu það hefur að vinna þessa fyrstu umferð í meistaraleiðinni í Meistaradeildinni, með því tryggir liðið sér umspilsleiki í Sambandsdeildinni og það eru allir meðvitaðir um það. Mjög mikilvægt, en fyrir fimm dögum var mikilvægasti leikur sumarsins leikurinn gegn Aftureldingu, þannig þarf að líta á þetta."
„Þetta er skemmtilegt og reynsla og mikið í húfi, það er klárt mál."

Fyrir leik
Staðan á leikmannahópnum hjá Breiðablik
Andri Rafn Yeoman verður ekki með í leiknum vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leiknum gegn Aftureldingu. Davíð Ingvarsson er að glíma við meiðsli en verður á skýrslu á morgun og þá er Damir Muminovic ekki kominn með leikheimild.
„Davíð er farinn að skokka og er með okkur hérna úti, það er styrktarþjálfari með okkur hérna, læknir og tveir sjúkraþjálfarar með okkur og hann því í góðum höndum. Af því hann er með okkur hérna úti verður hann skráður í hópinn svo hann geti setið með okkur á bekknum, en staðan er því miður ekki þannig að hann verði klár á næstu dögum. Aðrir eru bara klárir, auðvitað á misjöfnum stað, en klárir."
Kristófer Ingi Kristinsson, Aron Bjarnason og Kristinn Jónsson hafa verið í hlutverki varamanna í síðustu leikjum. Hvernig er staðan á þeim?
„Það fer svolítið eftir því hvað þeir treysta sér til að spila hverju sinni. Kiddi Jóns er búinn að koma tvisvar inn á og verið virkilega góður. Hann er ekki klár í 90 mínútur en getur spilað meira en hann hefur gert í síðustu leikjum. Aron spilaði 90 gegn Víkingi í sama ástandi og hann er núna. Það eru því allir klárir, þannig lagað."
„Davíð er farinn að skokka og er með okkur hérna úti, það er styrktarþjálfari með okkur hérna, læknir og tveir sjúkraþjálfarar með okkur og hann því í góðum höndum. Af því hann er með okkur hérna úti verður hann skráður í hópinn svo hann geti setið með okkur á bekknum, en staðan er því miður ekki þannig að hann verði klár á næstu dögum. Aðrir eru bara klárir, auðvitað á misjöfnum stað, en klárir."
Kristófer Ingi Kristinsson, Aron Bjarnason og Kristinn Jónsson hafa verið í hlutverki varamanna í síðustu leikjum. Hvernig er staðan á þeim?
„Það fer svolítið eftir því hvað þeir treysta sér til að spila hverju sinni. Kiddi Jóns er búinn að koma tvisvar inn á og verið virkilega góður. Hann er ekki klár í 90 mínútur en getur spilað meira en hann hefur gert í síðustu leikjum. Aron spilaði 90 gegn Víkingi í sama ástandi og hann er núna. Það eru því allir klárir, þannig lagað."

Fyrir leik
Hættu að vera túristar og fóru að ná árangri
Sæbjörn Steinke tók magnað viðtal við Halldór Árnason í aðdraganda leiksins.
„Við komum á laugardagskvöldið, menn fengu klukkutíma til að rölta aðeins í sjóinn og svona í gær, taka þetta aðeins inn og fara í göngutúr. En frá því hefur verið 100% fókus á verkefnið og allt sem dregur úr mönnum orku og hefur mögulega á einhvern hátt neikvæðan hátt á frammistöðu er sett til hliðar. Það er fórnarkostnaður þess að ná árangri."
„Breiðablik er það félag sem breytti landslaginu úr því að Íslendingar voru túristar í Evrópukeppni í það að fara og ná árangri; brutum múra sem margir mátu fram að því óbrjótanlega. Við höfum sett pressu á okkar sjálfa að hegða okkur mjög fagmannlega í þessum ferðum og ná árangri í þessum leikjum. Það er það eina sem kemst að hjá okkur."
Breiðablik flaug fyrst til Kaupmannahafnar og svo til Tírana í Albaníu. „Þetta var eins gott og það getur verið miðað við svona langt ferðalag. Þetta var auðvitað langt, en nokkuð þægilegt, vorum komnir fyrir miðnætti á laugardagskvöld þannig menn hafa náð góðum nætursvefni alla dagana."
Þegar Fótbolti.net ræddi við Dóra fyrr í dag voru 32-33°C hiti en hitinn á morgun, klukkan 21:00 að staðartíma, á að vera um 25°C. „Við æfðum í miklum hita hádeginu í gær sem var ágætt fyrir okkur, aðeins að venjast þessu. Hitinn annað kvöld verður bærilegur og eitthvað sem við höfum upplifað áður, oft verið verra. Við höfum spilað á óupplýstum völlum um miðjan dag, þá var talsvert heitara. Það eru einhverjar veðurspár að hóta smá rigningu, en það er eiginlega of gott til að vera satt," sagði Dóri á léttu nótunum.
„Við komum á laugardagskvöldið, menn fengu klukkutíma til að rölta aðeins í sjóinn og svona í gær, taka þetta aðeins inn og fara í göngutúr. En frá því hefur verið 100% fókus á verkefnið og allt sem dregur úr mönnum orku og hefur mögulega á einhvern hátt neikvæðan hátt á frammistöðu er sett til hliðar. Það er fórnarkostnaður þess að ná árangri."
„Breiðablik er það félag sem breytti landslaginu úr því að Íslendingar voru túristar í Evrópukeppni í það að fara og ná árangri; brutum múra sem margir mátu fram að því óbrjótanlega. Við höfum sett pressu á okkar sjálfa að hegða okkur mjög fagmannlega í þessum ferðum og ná árangri í þessum leikjum. Það er það eina sem kemst að hjá okkur."
Breiðablik flaug fyrst til Kaupmannahafnar og svo til Tírana í Albaníu. „Þetta var eins gott og það getur verið miðað við svona langt ferðalag. Þetta var auðvitað langt, en nokkuð þægilegt, vorum komnir fyrir miðnætti á laugardagskvöld þannig menn hafa náð góðum nætursvefni alla dagana."
Þegar Fótbolti.net ræddi við Dóra fyrr í dag voru 32-33°C hiti en hitinn á morgun, klukkan 21:00 að staðartíma, á að vera um 25°C. „Við æfðum í miklum hita hádeginu í gær sem var ágætt fyrir okkur, aðeins að venjast þessu. Hitinn annað kvöld verður bærilegur og eitthvað sem við höfum upplifað áður, oft verið verra. Við höfum spilað á óupplýstum völlum um miðjan dag, þá var talsvert heitara. Það eru einhverjar veðurspár að hóta smá rigningu, en það er eiginlega of gott til að vera satt," sagði Dóri á léttu nótunum.

Fyrir leik
Fyrri viðureign liðanna
Þetta er fyrri leikurinn í viðureigninni en sú síðari fer fram á Kópavogsvelli eftir viku.
Sigurliðið úr einvígínu mætir pólsku meisturunum í Lech Poznan í næstu umferð og tapliðið mætir tapliðinu úr einvígi Ludogorets og Dinamo Minsk í 2. umferð forkeppninnar í Sambandsdeildinni.
Sigurliðið úr einvígínu mætir pólsku meisturunum í Lech Poznan í næstu umferð og tapliðið mætir tapliðinu úr einvígi Ludogorets og Dinamo Minsk í 2. umferð forkeppninnar í Sambandsdeildinni.

Fyrir leik
Dómarinn kemur frá Bosníu
Antoni Bandic dæmir leikinn hér í kvöld og honum til aðstoðar verða þeir Amir Kadic og Nebojša Žugi?.
Fjórði dómari er Antonio Tomi.
Fjórði dómari er Antonio Tomi.

Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Ásgeir Helgi Orrason
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
10. Kristinn Steindórsson
('62)

11. Aron Bjarnason
('62)

13. Anton Logi Lúðvíksson
('85)

17. Valgeir Valgeirsson

19. Kristinn Jónsson
('45)

21. Viktor Örn Margeirsson

77. Tobias Thomsen
('71)
- Meðalaldur 29 ár

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
6. Arnór Gauti Jónsson
('45)

9. Óli Valur Ómarsson
('62)

15. Ágúst Orri Þorsteinsson
('62)

18. Davíð Ingvarsson
23. Kristófer Ingi Kristinsson
('71)

24. Viktor Elmar Gautason
28. Birkir Þorsteinsson
29. Gabríel Snær Hallsson
('85)

30. Andri Rafn Yeoman
33. Gylfi Berg Snæhólm
- Meðalaldur 23 ár
Liðsstjórn:
Halldór Árnason (Þ)

Arnór Sveinn Aðalsteinsson
Særún Jónsdóttir
Haraldur Björnsson
Eiður Benedikt Eiríksson
Helgi Jónas Guðfinnsson
Brynjar Dagur Sighvatsson
Dagur Elís Gíslason
Gul spjöld:
Viktor Örn Margeirsson ('81)
Halldór Árnason ('82)
Valgeir Valgeirsson ('96)
Rauð spjöld: