Veggur í viðræðum Man Utd um Mbeumo - Chelsea vill Rogers - Ekitike og Isak sápuóperan heldur áfram
Afturelding
1
1
Fram
Aron Jóhannsson '56 1-0
1-1 Róbert Hauksson '73
17.07.2025  -  19:15
Malbikstöðin að Varmá
Besta-deild karla
Aðstæður: Logn og ágætlega hlýtt, kjöraðstæður
Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason
Maður leiksins: Aron Jóhannsson
Byrjunarlið:
1. Jökull Andrésson (m)
2. Gunnar Bergmann Sigmarsson ('76)
3. Axel Óskar Andrésson
6. Aron Elí Sævarsson (f)
7. Aron Jóhannsson
8. Aron Jónsson ('93)
10. Elmar Kári Enesson Cogic ('86)
16. Bjartur Bjarmi Barkarson
20. Benjamin Stokke
30. Oliver Sigurjónsson
77. Hrannar Snær Magnússon
- Meðalaldur 26 ár

Varamenn:
12. Arnar Daði Jóhannesson (m)
4. Bjarni Páll Linnet Runólfsson
9. Andri Freyr Jónasson
19. Sævar Atli Hugason
21. Þórður Gunnar Hafþórsson ('86)
23. Sigurpáll Melberg Pálsson ('93)
25. Georg Bjarnason ('76)
27. Enes Þór Enesson Cogic
79. Róbert Agnar Daðason
- Meðalaldur 23 ár

Liðsstjórn:
Magnús Már Einarsson (Þ)
Baldvin Jón Hallgrímsson
Þorgeir Leó Gunnarsson
Heiðar Númi Hrafnsson
Enes Cogic
Alma Rún Kristmannsdóttir
Gunnar Ingi Garðarsson
Þórður Ingason

Gul spjöld:
Aron Jóhannsson ('43)
Gunnar Bergmann Sigmarsson ('60)
Elmar Kári Enesson Cogic ('69)
Þórður Gunnar Hafþórsson ('87)

Rauð spjöld:
@Breiiiiiiiiiii Sölvi Haraldsson
Skýrslan: Það er stutt á milli í þessu
Hvað réði úrslitum?
Þetta var kaflaskiptur leikur og bæði lið hefðu getað unnið leikinn en heilt yfir var jafntefli bara frekar sanngjarnt. Framarar fengu færi undir restina en Afturelding var líklegri aðilinn fram að sínu marki heilt yfir.
Bestu leikmenn
1. Aron Jóhannsson
Var allt í öllu í sóknarleik Aftureldingar í dag. Skoraði eina markið þeirra og skapaði fleiri færi. Hann fékk svosem líka fleiri færi sem hann skapaði sjálfur. Alvöru gæði í þessum leikmanni sem skoraði á móti sínum gömlu félögum.
2. Fred Saraiva
Var frábær eins og svo oft áður. Lagði upp mark Róberts með glæsibrag og stýrði spili Framara á miðsvæðinu. Skapaði fullt af færum og var erfiður viðureignar fyrir Aftureldingu.
Atvikið
Færið sem Freyr Sigurðsson fær í lokin. Er með miklu meiri tíma en hann heldur. Leit út eins og hann hélt að hann væri með mann í bakinu enda skaut hann allt of snemma og bombaði yfir. Get líka nefnt innkastið sem Haraldur tekur í aðdraganda marki Framara. Hann tekur boltann af Fred sem er við það að taka innkastið, kastar inn á, fær hann aftur, finnur Fred sem leggur upp svo markið á Róbert. Mæli með að fólk skoði þetta innkast, vonandi verður það rætt í Innkastinu.
Hvað þýða úrslitin?
Framarar eru áfram í 4. sætinu og eru núna 5 stigum á eftir Breiðablik sem er í 3. sæti. Afturelding er í 7. sætinu með 19 stig, jafnmörg stig og Vestri sem er í 6. sætinu en með verri markatölu.
Vondur dagur
Freyr Sigurðsson fékk afbragðsfæri til þess að vinna leikinn í lokin en skaut allt of snemma. Freyr kom inn með mikinn krafti og hleypti líf í sóknarleik Fram en þarna átti ungi Hornfirðingurinn að skora að mínu mati. Það sást þarna hvað er stutt á milli í fótbolta.
Dómarinn - 9
Heilt yfir frábærlega dæmdur leikur hjá Gunnari í dag. Helmingurinn af teyminu hét Gunnar í kvöld sem getur varla klikkað.
Byrjunarlið:
22. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
3. Þorri Stefán Þorbjörnsson
5. Kyle McLagan ('45)
8. Haraldur Einar Ásgrímsson
9. Róbert Hauksson ('86)
10. Fred Saraiva ('86)
12. Simon Tibbling
19. Kennie Chopart (f)
23. Már Ægisson
26. Sigurjón Rúnarsson
29. Vuk Oskar Dimitrijevic ('45)
- Meðalaldur 27 ár

Varamenn:
1. Bjarki Arnaldarson (m)
6. Tryggvi Snær Geirsson ('86)
7. Guðmundur Magnússon ('86)
11. Magnús Þórðarson
15. Jakob Byström ('45)
16. Israel Garcia
25. Freyr Sigurðsson ('45)
33. Kajus Pauzuolis
36. Þorsteinn Örn Kjartansson
- Meðalaldur 23 ár

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Helgi Sigurðsson
Magnús Þorsteinsson
Einar Haraldsson
Gareth Thomas Owen
Friðgeir Bergsteinsson
Kirian Elvira Acosta

Gul spjöld:
Haraldur Einar Ásgrímsson ('80)

Rauð spjöld: