Isak til Liverpool og Sesko til Newcastle - Aston Villa segir nei við United - Bayern ætlar sér að fá Díaz
Zalgiris
1
1
Valur
Romualdas Jansonas '58 1-0
1-1 Tryggvi Hrafn Haraldsson '87
24.07.2025  -  16:00
Darius and Girenas Stadium
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
Dómari: Jamie Robinson (Norður Írland)
Maður leiksins: Frederik Schram
Byrjunarlið:
55. Tomas Svedkauskas (m)
3. Anton Tolordava
7. Amine Benchaib
8. Vilius Armanavi?ius
9. Temur Chogadze ('61)
10. Gratas Sirgedas
19. Romualdas Jansonas ('77)
21. Haymenn Bah-Traore
23. Aldayr Hernandez
37. Nosa Edokpolor
70. Fabien Ourega

Varamenn:
22. Deividas Mikelionis (m)
35. Jurgis Miksiunas (m)
2. Tautvydas Burdzilauskas
5. Dejan Kerkez
6. Damjan Pavlovic
11. Fedor Cernych ('61)
14. Divine Naah
20. Rokas Lekiatas
28. Ernestas Burdzilauskas ('77)
30. Nidas Vosylius
48. Tomas Stelmokas
66. Eduardas Jurjonas
79. Valdas Paulauskas

Liðsstjórn:
Eivinas Cerniauskas (Þ)

Gul spjöld:
Anton Tolordava ('44)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Gott jafntefli í Kaunas fyrir Valsmenn.

Skoruðu með sínu eina skoti sem hitti á markið og geta vel við unað.

Framundan seinni leikurinn á N1 vellinum eftir viku þar sem Valsmenn eru í fínum séns að fara áfram.
93. mín
Virðist vera að fjara út
Er nóg á tanknum í eitt drama augnablik?
90. mín
Uppbótartíminn er að lágmarki fimm mínútur
89. mín
Aron með skot af löngu færi sem siglir hættulaust fram hjá.
87. mín MARK!
Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
Stoðsending: Adam Ægir Pálsson
ÞARNA!
Adam Ægir með frábæra fyrirgjöf inn á teiginn frá hægri. Boltinn í svæðið milli varnar og markmanns þar sem Tryggvi er mættur og skallar boltann í netið.

Varnarlínan sat eftir og Svedkauskas hikaði á línunni og grípur í tómt.
86. mín
Valsmenn fá hornspyrnu
Væri ljúft að skora hér.
84. mín
Frederik bjargar Val!
Orri Hrafn á ekkert í baráttuna við Benchaib og heimamenn komast í 2 á 1 stöðu. Benchaib finnur samherja í teignum sem er réttstæður og einn gegn Frederik sem er fljótur út og ver með tilþrifum.
81. mín
Inn:Aron Jóhannsson (Valur) Út:Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
81. mín
Inn:Orri Hrafn Kjartansson (Valur) Út:Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
80. mín Gult spjald: Tómas Bent Magnússon (Valur)
Brýtur á Haymenn Bah-Traore sem engist um af sársauka á vellinum.

78. mín
Hólmar Örn stálheppinn. Verður undir í baráttunni við Benchaib en fær aukaspyrnu. Virkaði voðalega lítið.
77. mín
Inn:Ernestas Burdzilauskas (Zalgiris) Út:Romualdas Jansonas (Zalgiris)
Markaskorarinn fer af velli.
76. mín
Valsmenn með aukaspyrnu á vallarhelmingi heimamanna. Tryggvi spyrnir inn á teiginn en Valsmenn dæmdir brotlegir.
73. mín
Inn:Adam Ægir Pálsson (Valur) Út:Patrick Pedersen (Valur)
Patrick að kveinka sér í læri og víkur hér.
73. mín
Inn:Lúkas Logi Heimisson (Valur) Út:Albin Skoglund (Valur)
69. mín
Zalgiris að stýra umferðinn Amine Benchaib að komast í fína stöðu i teignum en Tómas Bent kemur í veg fyrir að hann finni samherja í færi í teignum.
64. mín
Jónatan Ingi að komast í góða stöðu eftir snögga sókn Vals. Tekur skotið með vinstri frá D-boganum en setur boltann vel framhjá.
61. mín
Inn:Fedor Cernych (Zalgiris) Út:Temur Chogadze (Zalgiris)
100 landsleikir að koma á völlinn
58. mín MARK!
Romualdas Jansonas (Zalgiris)
Stoðsending: Fabien Ourega
Hefði ég átt að sleppa því að hrósa þeim?
Spila sig vel í gegnum vörn Vals. Ourega með eitt það versta skot sem ég hef séð sem endar sem fínasta sending á kollinn á Jansonas sem skallar boltann í boga yfir Frederik sem var kominn af línunni.
57. mín
Kannski full kritískur á þetta Zalgiris lið í hálfleik. Þeir eru hörkulið og eru að sýna það hér í upphafi síðari hálfleiks. En á sama tíma finnst manni Valsmenn eiga töluvert mikið inni.
53. mín
Amine Benchaib eigingjarn eftir hraða sókn og lætur vaða. Með liðsfélaga í mun betri stöðu.
52. mín
Heimamenn vinna horn. Þeirra sjötta í leiknum.

Smá hætta eftir hornið en Valsmenn koma boltanum frá að lokum.
49. mín
Heimamenn að ógna. Boltinn fyrir frá hægri inn að markteig. Valsmenn koma boltanum í horn.

Tolordava nær skallanum eftir hornið en boltinn framhjá marki Vals,
46. mín
Síðari hálfleikur hafinn
Valsmenn sparka okkur af stað á ný.
45. mín
Hálfleikur
Markalaust hér í hálfleik. Kalla eftir ögn meira "agression" frá Val í síðari hálfleik. Þeir eiga að vera með betra lið.

En þessi fyrri hálfleikur var hreint út sagt hundleiðinlegur á að horfa. Kaunas liðið átt sín skot af löngu færi og eitt hættulegt færi. Valsmenn á sama tíma lítið horft á markið hreinlega. Útivöllur í Evrópu og allt það en Valur á einfaldlega að vera miklu betra lið en þetta Zalgiris lið.
45. mín
+1 Amine Benchaib með bjartsýna tilraun. Lætur vaða vel fyrir utan og árangurinn eftir því.
45. mín
Fabien Ourega í hörkufæri í teig Vals. Orri nær að teygja fótinn fyrir skot hans. Heimamenn fá horn.
44. mín Gult spjald: Anton Tolordava (Zalgiris)
40. mín
Temur Chogadze með skot af vítateig sem Frederik ver.
36. mín
Bjarni Mark með annað klaufalegt brot út við endalínu.

Verður að passa sig á spjaldi.
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
34. mín
Hröð sókn heimamanna
Spila sig vel upp völinn og endar sóknin með skoti frá frakkanum Fabien Ourega. Tekur hann á lofti og setur boltann vel yfir.
29. mín
Temur Chogadze með hörkuskot úr spyrnunni en Frederik vel á verði og ver.
28. mín Gult spjald: Bjarni Mark Duffield (Valur)
Heimamenn fá aukaspyrnu á hættulegum stað. Bjarni Mark klaufalegur og brýtur á Temur Chogadze
21. mín
Valsmenn fá sína fyrstu hornspyrnu.
18. mín
Tómas Bent bjargar Valsmönnum eftir að heimamenn sundurtæta vörn þeirra við vítateiginn. Zalgiris fær horn

Aldayr Hernandez fyrstur á boltann eftir hornð en skallar yfir.
15. mín
Fyrir áhugasama þá glittir í svið fyrir aftan annað markið. Það á sér sínar skýringar en Robbie Williams er með tónleika á vellinum eftir viku.

Ég man þegar sá kauði fór í hörkufýlu í höllinni um árið.
13. mín
Fabien Ourega með skot að marki eftir laglegan samleik heimamanna. Skotið þó vel yfir og olli Frederik engu hugarangri.
12. mín
Mjög rólegt yfir leiknum þessa stundina. Valsmenn halda boltanum mikið til en gera afar lítið við hann fyrir því.
6. mín
Tómas Bent með skot að marki eftir ágæta sókn Vals. Hittir þó ekki á markið.
1. mín
Tók heimamenn svona sjö sekúndur að vinna horn. Svona sjötíu fóru í að taka það. Skilaði þeim svo engu öðru en bolta í fang Frederiks.
1. mín
Leikur hafinn
Heimamenn sparka þessum leik af stað.
Fyrir leik
Valsmenn kunna að skora mörk Valsliðið verið á eldi undanfarið og eru afar beinskeyttir sóknarlega. Mörk í lofti, yfir 2.5 og bæði lið skora er 2.38 í stuðul hjá okkar mönnum í Epic.
Fyrir leik
Dómarinn
Jamie Robinson frá Norður Írlandi er með flautuna í Kaunas.Andrew Nethery og Adam Jeffrey eru honum til aðstoðar. Fjórði dómari er svo Steven Gregg en allir eru þeir frá Norður Írlandi einnig.
Fyrir leik
Byrjunarlið Vals komið í hús
Tufa er lítið að hreufa við sigurliði frá leiknum gegn Víkingum á dögunum. Hann gerir þó eina breytingu en Sigðurður Egill Lárusson kemur inn í lið Vals í stað Markus Lund Nakkim sem fær sér sæti á bekknum,


Mynd: Sverrir Örn Einarsson

Fyrir leik
Staðan á leikmannahópnum Aron Jóhannsson er kominn inn í leikmannahóp Vals eftir löng meiðsli, en Birkir Heimisson og Marius Lundemo eru áfram frá vegna meiðsla ásamt þeim Ögmundi Kristinssyni og Herði Inga Gunnarssyni. Túfa fór yfir stöðuna á leikmannahópnum í viðtali við Fótbolta.net og ræddi meðal annars um Markus Nakkim og Patrick Pedersen. Auk þess ræddi hann um félagaskiptagluggann.

   23.07.2025 18:00
Pedersen miklu betri í dag en fyrir tveimur vikum - Aron í hópnum

   24.07.2025 12:00
„Ef það er maður sem styrkir okkur, þá skoðum við það 100%"
Fyrir leik
Fóru í þremur hópum Valsmenn flugu út eldsnemma á mánudagsmorgninum, fóru þrjár mismunandi leiðir og voru komnir til Kaunas, næststærstu borgar Litáens, um kvöldið. Millilent var í Amsterdam, Helsinki og Frankfurt. „Allir hóparnir fóru af stað á mjög svipuðum tíma og lentu á mjög svipuðum tíma," segir Túfa, þjálfari Vals.

Frægt körfuboltalið og núna á fótboltaliðið að vinna titilinn
„Þetta er betra lið en Flora Tallinn sem við mættum í síðustu umferð, enda erum við komnir umferð lengra. Körfuboltaliðið hérna er eitt það frægasta í Evrópu, íþróttasagan hér er aðallega tengd körfuboltanum," segir Túfa um mótherjana.

„Það er búið að setja mikið fjármagn í fótboltaliðið og stefnan er að reyna vinna titilinn í heimalandinu. Liðið er með gott forskot á toppnum í deildinni og búið að vinna flesta leiki. Það eru rúmlega tíu erlendir leikmenn í hópnum, leikmenn sem hafa verið á mjög háu getustigi. Þetta verður hörkuverkefni."

„Þeir eru með sérstakan leikstíl, spila 4-2-3-1 í grunninn en eru að ýta bakvörðunum rosalega hátt upp og reyna yfirmanna miðsvæðið með 5-6 mönnum, allir koma mjög innarlega á völlinn. Það er ekki beint neitt íslenskt lið til að bera saman við. Þeir skora fullt af mörkum í sínum leikjum."

„Þeir eru miklu betri í ár heldur en öll árin á undan. Maður finnur alltaf einhverjar leiðir til að afla upplýsinga, það eru alltaf einhverjir Serbar, þjálfarar eða leikmenn, sem hafa verið í landinu. Ég hef talað við serbneskan þjálfara, fengum líka upplýsingar frá velska liðinu sem þeir mættu síðast, og við höfum horft á fullt af leikjum. Þeir hafa til þessa aldrei sett eins mikið fjármagn í liðið, sjá tækifæri í því að vinna loksins titilinn. Liðið sem vann í fyrra, Zalgiris í Vilnius, er núna 18 stigum á eftir, það segir kannski sitt."

„Þeir spiluðu á mánudagskvöld og ég fór og horfði á þá. Þeir mættu botnliðinu og þjálfarinn hvíldi stóran hluta byrjunarliðsins í þeim leik. Ég sá því ekki nákvæmlega hvernig liðið spilar, en sá umhverfið, völlinn og allt þetta, sem er líka gott. Við verðum að eiga tvo mjög góða leiki til að eiga möguleika á því að fara áfram."

„Þetta er geggjaður völlur, grasvöllur, 15 þúsund manna leikvangur. Hann er frekar nýr og minnir á skemmtilega velli úti í Evrópu. Það er mikil spenningur held ég fyrir strákana að fara á æfingu og sjá völlinn og umhverfið fyrir morgundaginn."


Margir leikir á stuttum tíma
Valur hefur unnið átta leiki í röð í öllum keppnum, hvernig metur Túfa stöðuna á sínu liði eftir Víkingsleikinn?

„Svipað eins og eftir alla hina leikina. Við vildum fara út snemma á mánudeginum til að nota þann dag til að ferðast og þriðjudaginn í endurheimt. Það er búið að vera mikið leikjaálag, held það sé ekkert lið í Evrópu sem hefur spilað jafnmarga leiki og við eftir síðasta landsleikjahlé. Við höfum allt til alls hérna, öflugt sjúkrateymi og eigum að geta undirbúið okkur vel fyrir morgundaginn."

Væru ekki til í að breyta þessu
Valur spilar á morgun sinn tíunda leik á 40 dögum. Leikjatörnin hófst 14. júní og hafa mest liðið fimm dagar á milli leikja. Það að spila svona marga leiki á stuttum tíma, er þetta bæði skemmtilegt og erfitt?

„Þetta tekur á, það tekur á leikmenn að ná eins góðri endurheimt, gera allt sem þeir geta til að vera klárir í að spila á þriggja daga fresti, leik eftir leik. Þetta reynir líka á þjálfarateymið, þetta er mjög stuttur tími í undirbúning fyrir hvern leik, stuttur tími til að horfa á, klippa og hitt og þetta. Það er ekki búinn að vera mikill svefn síðasta mánuðinn. Sama með sjúkrateymið, þetta reynir á okkur alla."

„Hópurinn okkar, klúbburinn og allir sem koma að félaginu vilja vera í þessari stöðu sem við erum í núna. Það að vera kominn á þennan stað, á toppinn í deildinni, í bikarúrslit og vonandi svo enn lengra í Evrópu, það sýnir að þú ert að gera góða hluti. Menn eru í fótbolta til að ná árangri. Við værum ekki til í að breyta þessu. Vonandi verður þetta svona allan júlí og svo ágúst líka, þá verðum við mjög ánægðir,"
segir Túfa.


   23.07.2025 16:50
Túfa: Ekkert lið í Evrópu hefur spilað jafnmarga leiki og við
Fyrir leik
Valsarar í Litáen Velkomin með okkur til Kaunas í Litáen þar sem heimamenn í Zalgiris taka á móti Val í fyrri viðureign liðanna í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Leikið er á Darius and Girenas leikvangnum sem er stærsti völlur landsins.

Í öllum veðbönkum sem Fótbolti.net skoðaði er Zalgiris talið aðeins sigurstranglegra en Valur. Epicbet er sem dæmi með stuðulinn 2,33 á heimasigur en 2,95 á sigur Vals.

Leikurinn er sýndur í beinni útsendingu hjá vinum okkar á Sýn Sport og er notast við þá útsendingu í þessari textalýsingu
Byrjunarlið:
18. Frederik Schram (m)
2. Tómas Bent Magnússon
6. Bjarni Mark Duffield
8. Jónatan Ingi Jónsson ('81)
9. Patrick Pedersen ('73)
10. Kristinn Freyr Sigurðsson ('81)
11. Sigurður Egill Lárusson
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
14. Albin Skoglund ('73)
15. Hólmar Örn Eyjólfsson (f)
20. Orri Sigurður Ómarsson
- Meðalaldur 30 ár

Varamenn:
25. Stefán Þór Ágústsson (m)
95. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
4. Markus Lund Nakkim
7. Aron Jóhannsson ('81)
17. Lúkas Logi Heimisson ('73)
19. Orri Hrafn Kjartansson ('81)
21. Jakob Franz Pálsson
23. Adam Ægir Pálsson ('73)
30. Mattías Kjeld
33. Andi Hoti
45. Þórður Sveinn Einarsson
97. Birkir Jakob Jónsson
- Meðalaldur 24 ár

Liðsstjórn:
Srdjan Tufegdzic (Þ)
Haukur Páll Sigurðsson
Kjartan Sturluson
Chris Brazell

Gul spjöld:
Bjarni Mark Duffield ('28)
Tómas Bent Magnússon ('80)

Rauð spjöld: