
Patrick Pedersen skoraði sigurmarkið gegn Víkingi og er nú einu metri frá markameti Tryggva Guðmundssonar í efstu deild.
Aron Jóhannsson er kominn inn í leikmannahóp Vals eftir löng meiðsli, en Birkir Heimisson og Marius Lundemo eru áfram frá vegna meiðsla ásamt þeim Ögmundi Kristinssyni og Herði Inga Gunnarssyni.
Framundan hjá Val er fyrri leikurinn gegn Kauno Zalgiris í 2. umferð forkeppninnar í Sambandsdeildinni. Leikurinn hefst klukkan 16:00 og fer fram í Kaunas, næst stærstu borg Litháens.
Fótbolti.net ræddi við Srdjan Tufegdzic, Túfa, þjálfara Vals, um stöðuna á hópnum.
Framundan hjá Val er fyrri leikurinn gegn Kauno Zalgiris í 2. umferð forkeppninnar í Sambandsdeildinni. Leikurinn hefst klukkan 16:00 og fer fram í Kaunas, næst stærstu borg Litháens.
Fótbolti.net ræddi við Srdjan Tufegdzic, Túfa, þjálfara Vals, um stöðuna á hópnum.
„„Það kom bakslag hjá Birki í síðustu viku, Marius er að nálgast þetta og ætti að geta byrjað að æfa á fullu með liðinu þegar við komum heim. Aron er byrjaður að æfa með liðinu sem er jákvætt. Aron er í hópnum, það kemur í ljós hvort hann spili á morgun, hann er búinn að vera frá í um sjö vikur og það tekur alltaf tíma að komast til baka, sérstaklega þegar það eru engar alvöru æfingavikur, stutt á milli leikja," segir Túfa.
„Í síðustu viku, þegar við vorum í burtu, þá voru séræfingar, þjálfarar og sjúkraþjálfarar að vinna með meiddu leikmönnunum. Við þurfum að vera svolítið pragmatískir, finna öðruvísi leiðir fyrir leikmenn sem spila minna og þá sem eru meiddir svo þeir haldist í góðu standi og hjálpa þeim að vera klárir þegar liðið þarf á þeim að halda."
Vonar að Nakkim geti spilað
Mðvörðurinn Markus Nakkim virtist stífna upp í lokin á móti Víkingi. Hvernig lítur hann út?
„Hann fékk krampa í lok leiksins á móti Víkingi. Það kemur betur í laus á æfingunni á eftir hvernig hann lítur út. Ég vona að hann verði klár á morgun."
Patrick miklu betri í dag en fyrir tveimur vikum
En hvernig er með Patrick Pedersen, manni finnst eins og hann hafi verið tæpur í smá tíma, hvernig metur þú stöðuna?
„Hann er búinn að vera með smá verki í smá tíma. Það hefur ekki hjálpað honum að við höfum spilað á þriggja daga fresti. Við hvíldum hann í síðasta leik á móti Flora og alveg í kringum þann leik. Þegar ég skoða tölurnar hans í leiknum gegn Víkingi þá er ekki hægt að segja að hann hafi verið eitthvað meiddur, þetta voru rosalega háar tölur, hann spilar 90 mínútur og skoraði sigurmarkið á lokamínútunni. Hann er miklu betri í dag en hann var fyrir tveimur vikum síðan."
„Það eru allir með einhverja verki, þreyta hér og þar. En strákarnir eiga hrós skilið, þegar dómarinn flautar leikinn á þá eru allir í botni. Það er það sem skiptir máli," segir Túfa.
Athugasemdir