Tilboðum í Maguire hafnað - Sesko velur Old Trafford - Villa búið að ná samkomulagi um Guessand
Besta-deild karla
Fram
LL 1
1
Stjarnan
Besta-deild karla
Afturelding
LL 1
1
Vestri
Afturelding
1
1
Vestri
0-1 Jeppe Pedersen '14
Benjamin Stokke '77 , víti 1-1
06.08.2025  -  18:00
Malbikstöðin að Varmá
Besta-deild karla
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 787
Byrjunarlið:
1. Jökull Andrésson (m)
2. Gunnar Bergmann Sigmarsson
6. Aron Elí Sævarsson (f)
7. Aron Jóhannsson ('84)
8. Aron Jónsson
10. Elmar Kári Enesson Cogic ('84)
16. Bjartur Bjarmi Barkarson ('61)
20. Benjamin Stokke
25. Georg Bjarnason ('84)
30. Oliver Sigurjónsson
77. Hrannar Snær Magnússon
- Meðalaldur 26 ár

Varamenn:
12. Arnar Daði Jóhannesson (m)
4. Bjarni Páll Linnet Runólfsson
11. Arnór Gauti Ragnarsson ('84)
19. Sævar Atli Hugason ('84)
21. Þórður Gunnar Hafþórsson ('84)
23. Sigurpáll Melberg Pálsson
27. Enes Þór Enesson Cogic
28. Aketchi Luc-Martin Kassi ('61)
79. Róbert Agnar Daðason
- Meðalaldur 24 ár

Liðsstjórn:
Magnús Már Einarsson (Þ)
Baldvin Jón Hallgrímsson
Þorgeir Leó Gunnarsson
Heiðar Númi Hrafnsson
Enes Cogic
Gunnar Ingi Garðarsson
Garðar Guðnason
Þórður Ingason

Gul spjöld:
Bjartur Bjarmi Barkarson ('25)
Oliver Sigurjónsson ('28)
Hrannar Snær Magnússon ('51)
Elmar Kári Enesson Cogic ('79)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Frábærar loka mínútur hér í Mosó, þó það hafi ekki komið neitt sigurmark. Jafntefli niðurstaðan, Afturelding töluvert betri í seinni hálfleik, en Vestri betri í fyrri.
98. mín
Inn:Guðmundur Páll Einarsson (Vestri) Út:Ágúst Eðvald Hlynsson (Vestri)
97. mín
Vestri næstum búnir að stela þessu! Guðmundur Arnar prjónar sig í gegn og nær góðu skoti sem Jökull ver. Boltinn dettur í teignum og Vestra menn næstum komnir í boltann en heimamenn rétt svo ná að hreinsa.
92. mín
Kassi með skot fyrir utan teig, beint á Smit.
91. mín
Dauðafæri! Arnór Gauti með langt innkast og boltinn dettur beint fyrir Gunnar Bergmann. Hann er ekki nógu fljótur að hugsa og hittir ekki boltann þannig að Smit nær að grípa þennan.
91. mín
Sjö mínútur í uppbótartíma!
90. mín
Kassi reynir skotið á lofti fyrir utan teig, ekki alveg nógu vel heppnað og framhjá.
88. mín
BJARGAÐ Á LÍNU!! Frábært spil hjá Aftureldingu. Kasi kemur með hælspyrnuna á Hrannar sem keyrir inn á völl og tekur skotið, en í varnarmann. Boltinn þá upp í loft og endar hjá Arnóri Gauta sem á skot rétt hjá markinu en Eiður Aron nær að stoppa þetta á línunni!
86. mín
Aron Elí með góðan bolta inn í teig. Arnór Gauti tekur góðan skalla sem leggur boltann beint fyrir Stokke en skotið hans í varnarmann og framhjá.
84. mín
Inn:Emmanuel Duah (Vestri) Út:Diego Montiel (Vestri)
84. mín
Inn:Þórður Gunnar Hafþórsson (Afturelding) Út:Georg Bjarnason (Afturelding)
84. mín
Inn:Sævar Atli Hugason (Afturelding) Út:Elmar Kári Enesson Cogic (Afturelding)
84. mín
Inn:Arnór Gauti Ragnarsson (Afturelding) Út:Aron Jóhannsson (Afturelding)
83. mín
Jökull er staðinn á lappir og virðist ætla að halda áfram leik.
81. mín Gult spjald: Vladimir Tufegdzic (Vestri)
Þetta leit illa út Bolti inn fyrir sem Túfa er að elta. Jökull er á undan honum en Túfa fer með fótinn í hausinn á Jökli. Hann fann greinilega fyrir þessu, því hann liggur alveg killiflatur eftir þetta.
80. mín
DAUÐAFÆRI!! Stórkostleg sending inn fyrir hjá Oliver og Hrannar er einn gegn markmanni. Hann fer hins vegar hrikalega með færið, reynir að lyfta boltanum yfir Smit en boltinn fer framhjá.
79. mín Gult spjald: Elmar Kári Enesson Cogic (Afturelding)
Ætlar að reyna að fiska annað víti en Vilhjálmur fellur ekki í gildruna og skammar hann fyrir þennan leikaraskap.
77. mín Mark úr víti!
Benjamin Stokke (Afturelding)
Þeir jafna!! Þetta var tæpt, fast niður í vinstra hornið og Smit var í boltanum.
76. mín
AFTURELDING ER AÐ FÁ VÍTI! Hrannar tekur langt innkast sem er skallað frá, hann kemur svo í lausa boltann og Montiel tekur hann niður.
74. mín
Inn:Eiður Aron Sigurbjörnsson (Vestri) Út:Anton Kralj (Vestri)
74. mín
Inn:Guðmundur Arnar Svavarsson (Vestri) Út:Thibang Phete (Vestri)
72. mín
Phete liggur eftir eitthvað samstuð í horni sem Afturelding átti. Sjúkraþjálfaranum sagt að drífa sig að aðstoða hann. Veit ekki elveg hvað hefur átt sér stað, en Pheta stenur á lappir og virðist í lagi á endanum.
70. mín
Afturelding með horn og Elmar með fínan bolta inn í teig. Oliver nær skallanum en þessi fer yfir.
65. mín
Vestri fær horn og Montiel tekur. Góður bolti inn á teig og Túfa nær skallanum en beint á Jökul sem á ekki í vandræðum með að grípa þennan.
63. mín
Tæp rangstaða Vestramenn geysast upp í skyndisókn og Ágúst rennir boltanum inn fyrir á Fatai sem rennir boltanum á Túfa og hann skorar. Flaggið fer hins vegar á loft þar sem þeir tekla Fatai hafa verið rangstæðann. Þetta var tæpt, erfitt að segja til um hvort það hafi verið rétt.
61. mín
Inn:Aketchi Luc-Martin Kassi (Afturelding) Út:Bjartur Bjarmi Barkarson (Afturelding)
61. mín
Oliver fær boltann fyrir utan teig og tekur fast skot en framhjá.
55. mín
Heimamenn með hratt spil á milli sín og loka sending Elmar fer af varnarmanni og svo í átt að marki. Smit hins vegar vel vakandi og handsamar knöttinn.
53. mín
Flottur bolti inn í teig hjá Aroni Elí, beint á pönnuna á Elmari en skallinn hans yfir.
51. mín Gult spjald: Hrannar Snær Magnússon (Afturelding)
Of seinn í tæklinguna.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn!
45. mín
Hálfleikur
Vestri leiðir í hálfleik og það verðskulað að mínu mati. Afturelding verið miklu meira með boltann en gert voða lítið með hann. Vestra menn hafa aftur á móti verið mjög hættulegir í skyndisóknum.
45. mín
Ein mínúta í uppbótartíma.
44. mín
Afturelding búnir að halda í boltann í einhverjar mínútur en ekkert að gerast. Þá er Aron Jó orðinn þreyttur á þessu og tekur skot af löngu færi en hátt yfir.
37. mín
Fábærlega gert hjá Hrannari á kantinum, kemst framhjá Kralj og setur svo fastan bolta inn í teg. Hættulegur bolti en fer af varnarmanni Vestra og skoppar frá.
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
32. mín
Afturelding lengi með boltann og búnir að vera spila honum á milli sín. Þá koma þeir honum á Elmar sem keyrir á vörnina, nær að koma sér inn í teig en skotið hans yfir markið.
29. mín
Gustav Kjeldsen tekur spyrnuna en beint í vegginn.
28. mín Gult spjald: Oliver Sigurjónsson (Afturelding)
Vestramenn fá aukaspyrnu á hættulegum stað.
27. mín
SLÁIN!! Afturelding missir boltann á eigin vallarhelming og Montiel fær boltann. Hann tekur fast skot fyrir utan teig sem skellur af slánni!
25. mín Gult spjald: Bjartur Bjarmi Barkarson (Afturelding)
Stígur á Fatai
23. mín
Leikurinn hefur spilast mest megnis á vallarhelmingi Vestra, en gestirnir eru gríðarlega hættulegir í skyndisóknunum. Á sama tíma hafa Mosfellingar ekki verið að skapa sér nógu hættuleg færi miðað við hvað þeir eru mikið með boltann.
18. mín
Geðveikt spil! Vestra menn spila frábærlega á milli sín og ná að koma boltanum á Montiel sem er við það að sleppa í gegn. Hann tekur hins vegar eina þunga snertingu og Jökull nær þá að handsama boltann.
17. mín
Gott skallafæri! Afturelding fær horn og Oliver tekur. Góður bolti hjá honum inn í teig og Elmar Kári nær skallanum úr hættulegu færi en framhjá.
14. mín MARK!
Jeppe Pedersen (Vestri)
Stoðsending: Diego Montiel
Þvílík sending inn fyrir! Montiel með sturlaða sendingu inn fyrir vörn Aftureldingar og allt í einu er Jeppe sloppinn í gegn. Jökull kemur vel út á mótinu og Jeppe reynir að vippa yfir hann. Jökull er alveg með þann bolta en nær ekki að grípa hann og blakar honum aftur til Jeppe sem klárar svo í opið netið. Svakalega klaufalegt hjá heimamönnum!

Bróðir hans bætti markametið í gær og greinilegt að Jeppe vildi vera með í veislunni.
12. mín
Jökull í brasi! Montiel tók spyrnuna inn í teig og Jökull reynir að kýla boltann frá. Hann hittir boltann aðeins illa og hann skýst aftur fyrir hann. Hátt í loftið nálægt því að fara í eigið net.

Vestri fær í staðinn horn, og svo annað horn sem ekkert kemur úr.
11. mín
Georg kemst inn í sendingu á miðjum vellinum, og boltinn skýst af honum og aftur fyrir. Vestri fær þá horn.
6. mín
Afturelding fær aukaspyrnu við vinstri hornfánan og Oliver tekur spyrnuna. Hann lyftir boltanum á fjær en þessi fór aðeins of langt fyrir Elmar Kára sem bær bara smá snertingu á boltann og hann fer framhjá.
4. mín
Fyrsta færið! Góður bolti inn í teig frá vinstri og Elmar Kári er galopinn á fjær. Hann fer bara beint í skotið en hittir ekki boltann nógu vel og þessi fer framhjá.
1. mín
Leikur hafinn
Vilhjálmur flautar og leikurinn er kominn af stað!
Fyrir leik
Bæði lið hafa átt ágætis gengi að fagna og þá sérstaklega á heimavöllum sínum. Það verður eflaust lítil breyting á því og er Epic með stuðulinn 2.08 á sigur Aftureldingar hér í dag.
Fyrir leik
Afturelding ber sorgarbönd í dag til þess að minnast Vals Steingrímssonar sem féll frá á dögunum. Mínútu klapp fyrir leik til að minnast hans.
Fyrir leik
Byrjunarliðin Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar gerir tvær breytingar á sínu liði frá 4-1 tapinu við Stjörnuna. Axel Óskar Andrésson er í leikbanni eftir að hafa fengið rautt gegn Stjörnunni, og Þórður Gunnar Hafþórsson sest á bekkinn. Georg Bjarnason og Elmar Kári Enesson Cogic koma inn í liðið fyrir þá.

Davíð Smári Lamude þjálfari Vestra gerir einnig tvær breytingar á sínu liði. Thibang Phete og Gunnar Jónas Hauksson koma inn í liðið. Eiður Aron Sigurbjörnsson sest á bekkinn en Sergine Fall er ekki í hóp.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Skoraði strax í fyrsta leik með Vestra Ágúst Eðvald Hlynsson skoraði annað mark Vestra í sigrinum gegn ÍBV í síðustu umferð. Hann ræddi um ákvörðunina að fara í Vestra í viðtali í síðustu viku.
Fyrir leik
Selven mættur aftur Það verður einn nýr leikmaður sem gæti komið við sögu í kvöld, en hann hefur þó verið hjá Vestra áður.
Fyrir leik
Heimavöllurinn góður fyrir Aftureldingu Afturelding hefur náð í góð úrslit á heimavelli hingað til, en þeir hafa aðeins tapað einum leik í Mosfellsbæ. Það var gegn toppliðinu Val, annars hafa þeir unnið fjóra leiki og gert þrjú jafntefli.

Vestra menn hafa aftur á móti aðeins unnið tvo leiki á útivelli. Það er aðeins þrjú stig milli liðanna í deildinni, og heimavöllurinn gæti reynst mikilvægur í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Besta deildin heilsar! Komið þið sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Aftureldingar og Vestra, í 17. umferð Bestu deild karla.

Leikurinn verður spilaður á Malbikstöðinni að Varmá og hefst klukkan 18:00.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
12. Guy Smit (m)
2. Morten Ohlsen Hansen (f)
3. Anton Kralj ('74)
4. Fatai Gbadamosi
5. Thibang Phete ('74)
6. Gunnar Jónas Hauksson
7. Vladimir Tufegdzic
8. Ágúst Eðvald Hlynsson ('98)
10. Diego Montiel ('84)
28. Jeppe Pedersen
40. Gustav Kjeldsen
- Meðalaldur 28 ár

Varamenn:
1. Benjamin Schubert (m)
15. Guðmundur Arnar Svavarsson ('74)
17. Guðmundur Páll Einarsson ('98)
19. Emmanuel Duah ('84)
22. Elmar Atli Garðarsson
23. Silas Songani
32. Eiður Aron Sigurbjörnsson ('74)
- Meðalaldur 28 ár

Liðsstjórn:
Davíð Smári Lamude (Þ)
Jón Hálfdán Pétursson
Vladan Djogatovic
Vignir Snær Stefánsson
Ferran Montes I. Corominas
Jón Ólafur Ragnarsson
Arnór Borg Guðjohnsen

Gul spjöld:
Vladimir Tufegdzic ('81)

Rauð spjöld: