
Stuðningsmenn Manchester United eru spenntir fyrir Benjamin Sesko en allt er að þróast í þá átt að slóvenski sóknarmaðurinn sé á leiðinni á Old Trafford. Hér er slúðurpakki dagsins.
Manchester United hefur hafnað fimm tilboðum frá félögum í ensku úrvalsdeildinni og ítölsku A-deildinni í enska varnarmanninn Harry Maguire (32). (Mail)
Benjamin Sesko (22), sóknarmaður RB Leipzig, nálgast Manchester United en hann hefur ákveðið að velja Rauðu djöflana frekar en Newcastle. (Mirror)
Aston Villa býst við tilboði frá Manchester United í enska framherjann Ollie Watkins (29) ef United nær ekki að klára samkomulag um Sesko. (TeamTalk)
Newcastle gæti reynt við Nicolas Jackson (24) frá Chelsea ef félagið missir af slóvenska framherjanum Sesko. (The Athletic)
Aston Villa er búið að ná samkomulagi við Nice um kaup á sóknarmanninum Evann Guessand (24) fyrir 26 milljónir punda en verðið gæti farið upp í 30 milljónir eftir ákvæðum. Guessand skoraði 12 mörk á síðasta tímabili og var valinn besti leikmaður Nice. (BBC)
Juventus er opið fyrir að selja enska varnarmanninn Lloyd Kelly (26) og horfir til pólska varnarmannsins Jakub Kiwior (25) hjá Arsenal sem mögulegan staðgengil. (Gazzetta dello Sport)
Sunderland hefur áhuga á að fá Dominic Calvert-Lewin (28), fyrrum framherja Everton. Calvert-Lewin er félagslaus og vill bíða og sjá hvort fleiri úrvalsdeildarfélög sýni áhuga. (Talksport)
West Ham hefur enn áhuga á Jacob Ramsey (24) hjá Aston Villa, en enski miðjumaðurinn hefur ekki tekið ákvörðun um framtíð sína til lengri tíma. (Mail)
Liverpool er að skoða nokkra unga miðverði í Evrópu, þar á meðal Giovanni Leoni (18) hjá Parma á Ítalíu. (Times)
Newcastle hyggst hafa samband við AC Milan vegna áhuga á þýska varnarmanninum Malick Thiaw (23). (Fabrizio Romano)
Nottingham Forest mun eiga fund með umboðsmanni brasilíska miðjumannsins Douglas Luiz (27) hjá Juventus til að reyna að klára samning. (Football Italia)
Danski miðjumaðurinn Mads Bidstrup (24), sem leikur hjá RB Salzburg, er efstur á lista Nottingham Forest yfir leikmenn sem félagið vill fá. (Florian Plettenberg)
Brandon Williams (24), fyrrverandi vinstri bakvörður Manchester United, er eftirsóttur af nokkrum félögum í Championship-deildinni, þar á meðal Hull City. Henn hefur verið án félags í 12 mánuði. (Mail)
Derby County nálgast undirskrift Bobby Clark (20), fyrrverandi miðjumanns Liverpool, sem mun ganga til liðs við Hrútana á lánssamningi frá RB Salzburg fyrir næsta tímabil. (Sky Sports)
Tottenham vill auka sóknarvalkosti sína og hefur Rafael Leao (26) hjá AC Milan og Rodrygo (24) hjá Real Madrid á óskalistanum. (GiveMeSport)
Athugasemdir