
Valur
2
1
Breiðablik

0-1
Damir Muminovic
'4
Bjarni Mark Duffield
'71
1-1
Orri Sigurður Ómarsson
'93
2-1
10.08.2025 - 19:15
N1-völlurinn Hlíðarenda
Besta-deild karla
Aðstæður: Bongo og smá gola
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 1376
Maður leiksins: Tryggvi Hrafn Haraldsson
N1-völlurinn Hlíðarenda
Besta-deild karla
Aðstæður: Bongo og smá gola
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 1376
Maður leiksins: Tryggvi Hrafn Haraldsson
Byrjunarlið:
18. Frederik Schram (m)
6. Bjarni Mark Duffield

7. Aron Jóhannsson
('67)

8. Jónatan Ingi Jónsson
('81)

9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson

11. Sigurður Egill Lárusson
('81)

12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
14. Albin Skoglund
('61)

15. Hólmar Örn Eyjólfsson (f)

20. Orri Sigurður Ómarsson
- Meðalaldur 31 ár

Varamenn:
25. Stefán Þór Ágústsson (m)
4. Markus Lund Nakkim
13. Kristján Oddur Kristjánsson
16. Stefán Gísli Stefánsson
17. Lúkas Logi Heimisson
('61)


21. Jakob Franz Pálsson
('81)

22. Marius Lundemo
('67)

23. Adam Ægir Pálsson
('81)

33. Andi Hoti
- Meðalaldur 24 ár
Liðsstjórn:
Srdjan Tufegdzic (Þ)
Haukur Páll Sigurðsson
Kjartan Sturluson
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Jóhann Emil Elíasson
Örn Erlingsson
Chris Brazell
Gul spjöld:
Kristinn Freyr Sigurðsson ('39)
Lúkas Logi Heimisson ('74)
Hólmar Örn Eyjólfsson ('79)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
VALSMENN SIGRA!
Vilhjálmur Alvar flautar til leiksloka. Valsmenn sneru taflinu við og hirtu stigin þrjú. Valsarar nú með fimm stiga forystu á toppi deildarinnar.
93. mín
MARK!

Orri Sigurður Ómarsson (Valur)
Stoðsending: Tryggvi Hrafn Haraldsson
Stoðsending: Tryggvi Hrafn Haraldsson
DRAMATÍSKARA VERÐUR ÞAÐ EKKI!
Valsmenn koma til baka og stela sigrinum!
Tryggvi tekur hornspyrnuna og Orri nær að koma hausnum í boltann og stýrir boltanum í netið.
Svipuð uppskrift og í fyrra markinu!
Tryggvi tekur hornspyrnuna og Orri nær að koma hausnum í boltann og stýrir boltanum í netið.
Svipuð uppskrift og í fyrra markinu!
88. mín
Þarna munaði litlu!
Valsmenn fá hornspyrnu, boltinn berst út í teiginn á Adam Ægi sem lætur vaða en boltinn í varnarmann. Því næst berst boltinn á Lundemo og skot hans í varnarmann Breiðabliks við marklínuna!
86. mín
Túfa kallar eftir meiri stuðning frá Völsurum í stúkunni og stuðningsmenn verða við þeirri beiðn.
79. mín
Gult spjald: Hólmar Örn Eyjólfsson (Valur)

Hólmar ekki hrifinn af því að Arnór Gauti fór utan í Frederik Schram og lyftir Blikanum upp og togar hann frá.
79. mín
Gult spjald: Arnór Gauti Jónsson (Breiðablik)

Fer í Frederik Schram þegar markvörðurinn hélt á boltanum, við litla hrifningu Valsmanna.
76. mín
Tryggvi Hrafn gerir vel, sendir varamanninn Ásgeir Helga á rassinn, og lætur vaða. Skotið þó kraftlítið og Anton Ari ver örugglega.
71. mín
MARK!

Bjarni Mark Duffield (Valur)
Stoðsending: Tryggvi Hrafn Haraldsson
Stoðsending: Tryggvi Hrafn Haraldsson
Bjarni MARK!
Tryggvi tekur hornspyrnuna, boltinn í pakkann og Bjarni Mark nær að setja hausinn í þetta og stýrir boltanum í netið!
70. mín
Höskuldur nærri því að setja hann í eigið net!
Valsmenn fá nú hornspyrnu, boltinn í pakkann og Höskuldur skallar boltann rétt yfir eigið mark og boltinn í aðra hornspyrnu.
59. mín
Valsmenn hafa sótt í sig veðrið, fá nú hornspyrnu. Anton Ari kýlir spyrnuna frá, boltinn á Jónatan Inga sem tekur skot en boltinn í varnarmann.
51. mín
Áhorfendatölur
1376 manns mættir á N1-völlinn, stúkan hér á Hlíðarenda tekur þó aðeins 1201 manns.
50. mín
Óli Valur með stórhættulega fyrirgjöf fyrir mark Valsmanna, en enginn Bliki mættur á hættusvæðið.
46. mín
Valsmenn fá hornspyrnu, boltinn dettur fyrir Albin Skoglund fyrir utan teig sem á skot í varnarmann.
45. mín
Ef Blikar eru þreyttir eftir langt ferðalag þá hljóta Valsmenn að hafa verið að klára 48 hringja bakgarð í morgun. Einfaldlega verið pakkað saman og hlaupið yfir í fyrri hálfleik.
— Rikki G (@RikkiGje) August 10, 2025
45. mín
Hálfleikur
Blikar leiða í hálfleik
+1
Vilhjálmur Alvar flautar til hálfleiks. Eftir mark Breiðabliks á fjórðu mínútu hefur leikurinn annars verið tíðindalítill.
Valsmenn ekki séð til sólar í þessum fyrri hálfleik. Hafa varla komist yfir miðju og hafa átt í stökustu vandræðum með að spila í gegnum háa pressu Breiðabliks.
Vilhjálmur Alvar flautar til hálfleiks. Eftir mark Breiðabliks á fjórðu mínútu hefur leikurinn annars verið tíðindalítill.
Valsmenn ekki séð til sólar í þessum fyrri hálfleik. Hafa varla komist yfir miðju og hafa átt í stökustu vandræðum með að spila í gegnum háa pressu Breiðabliks.
44. mín
Blikar fá aukaspyrnu í fyrirgjafastöðu, Höskuldur tekur, en spyrna hans yfir allan pakkann og aftur fyrir endalínu.
39. mín
Gult spjald: Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)

Kristinn Freyr fer harkalega í Óla Val og fær að líta fyrsta gula spjald leiksins. Dóra Árna var vægast sagt ekki skemmt yfir tæklingu Kristins.
38. mín
Blikar ógna!
Boltinn berst á Tobias Thomsen, sem lúrir einn á fjær. Hann tekur þrumuskot, en Frederik Schram ver frábærlega.
37. mín
Aftur fær Breiðablik horn, þeir taka það stutt. Höskuldur gefur fyrir en Orri Sigurður skallar frá.

Er kominn tími á pizzu?
Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
34. mín
Breiðablik fær hornspyrnu, Höskuldur tekur en beint á Frederik Schram sem handsamar boltann.
27. mín
Breiðablik fær aukaspyrnu í fyrirgjafastöðu, boltinn á fjær á Damir sem skallar í varnarmann.
Sóknin lifir enn. Boltinn berst á Óla Val sem tekur skot, en boltinn rétt framhjá marki Valsmanna.
Sóknin lifir enn. Boltinn berst á Óla Val sem tekur skot, en boltinn rétt framhjá marki Valsmanna.
15. mín
Óli Valur sker inn frá vinstri, tekur lúmskt skot í nærhornið en Frederik Schram sér við honum og ver örugglega.
10. mín
Valsmenn fá sína þriðju hornspyrnu í röð. Boltinn dettur fyrir Aron Jó sem tekur hælspyrnu í átt að marki, en Blikar koma boltanum frá.
9. mín
Albin Skoglund með skot sem fer í varnarmann og aftur fyrir endalínu, eftir frábæran undirbúning Aron Jó. Valsmenn fá horn!
4. mín
MARK!

Damir Muminovic (Breiðablik)
Stoðsending: Höskuldur Gunnlaugsson
Stoðsending: Höskuldur Gunnlaugsson
BLIKAR EKKI LENGI AÐ ÞESSU!
Höskuldur tekur hornið stutt, fær boltann aftur og gefur fyrir. Þar rís Damir Muminovic manna hæst og stangar boltann í netið.
Draumabyrjun Breiðabliks!
Draumabyrjun Breiðabliks!
1. mín
Leikur hafinn
Veislan er hafin!
Tobias Thomsen sparkar boltanum beint út af í upphafsspyrnu leiksins.
Valsmenn leika í sínum klassísku rauðu treyjum, en Blikar klæðast alsvörtum varabúning sínum.
Valsmenn leika í sínum klassísku rauðu treyjum, en Blikar klæðast alsvörtum varabúning sínum.
Fyrir leik
Biðin styttist!
Liðin ganga til vallar, stúkan svo gott sem full og sólin skín sínu fegursta, svona á þetta að vera!
Fyrir leik
Epic early win alert - Í þessum stórleik er Epic með Epic early win á bæði lið. Valur 2.00 og Breiðablik 2.90. Ef liðið kemst yfir þá er veðmálið unnið, óháð því hvernig leikurinn endar.
Fyrir leik
Byrjunarliðstíðindi
Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, gerir tvær breytingar frá 2-2 jafntefli við ÍA í síðustu umferð í Bestu-deildinni.
Inn í byrjunarliðið koma þeir Sigurður Egill Lárusson og Aron Jóhannsson í stað Andi Hoti og Jakobar Franz.
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, gerir þrjár breytingar frá 1-1 jafntefli gegn Zrinjski Mostar í forkeppni Evrópudeildarinnar síðastliðinn fimmtudag.
Leikmennirnir þrír sem koma inn eru þeir, Óli Valur Ómarsson, Gabríel Snær Hallsson og Arnór Gauti Jónsson.
Inn í byrjunarliðið koma þeir Sigurður Egill Lárusson og Aron Jóhannsson í stað Andi Hoti og Jakobar Franz.
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, gerir þrjár breytingar frá 1-1 jafntefli gegn Zrinjski Mostar í forkeppni Evrópudeildarinnar síðastliðinn fimmtudag.
Leikmennirnir þrír sem koma inn eru þeir, Óli Valur Ómarsson, Gabríel Snær Hallsson og Arnór Gauti Jónsson.
Fyrir leik
Markahæsti í Lengjudeildinni spáir í spilin
Adam Árni Róbertsson, skoraði þrennu gegn Leikni á föstudag og er nú jafnmarkahæsti leikmaður Lengjudeildarinnar með 10 mörk, ásamt þeim Degi Orra Garðarssyni og Omar Diouck. Adam spáir í stórleik kvöldsins.
Valur 3 - 2 Breiðablik
,,Þetta verður geggjaður og opinn leikur, Jónatan Ingi verður til mikilla vandræða fyrir Blika og skorar og leggur upp. Blikar koma til baka og jafna 2-2 en Patrick Pedersen skorar sigurmarkið úr víti eftir að nafni minn Adam Páls keyrir inn í teig og sækir víti, hann verður reyndar brjálaður að fá ekki að taka það en Hólmar nær að róa hann niður."
Valur 3 - 2 Breiðablik
,,Þetta verður geggjaður og opinn leikur, Jónatan Ingi verður til mikilla vandræða fyrir Blika og skorar og leggur upp. Blikar koma til baka og jafna 2-2 en Patrick Pedersen skorar sigurmarkið úr víti eftir að nafni minn Adam Páls keyrir inn í teig og sækir víti, hann verður reyndar brjálaður að fá ekki að taka það en Hólmar nær að róa hann niður."

Fyrir leik
Blikar fengu ekki frestun
Breiðablik gerði 1-1 jafntefli gegn Zrinjski Mostar frá Bosníu á útivelli síðastliðinn fimmtudag. Liðið óskaði, ásamt Víkingum sem léku Evrópuleik sama dag, eftir frestun á leik kvöldsins en var neitað.

Fyrir leik
Þriggja hesta kapphlaup
Toppbaráttan í Bestu-deildinni er heldur betur lífleg. Valur, Breiðablik og Víkingur bera af, en Valsmenn sitja á toppi deildarinnar með tveggja stiga forystu á Blika og Víkinga.
Sæti - Lið - Leikir - Mt. - Stig
1 - Valur - 17 - +21 - 34
2 - Víkingur R. - 17 - +11 - 32
3 - Breiðablik - 17 - +7 - 32
-------------------------------
4 - Fram - 17 - +4 - 25
5 - Stjarnan - 17 - +2 - 25
6 - Vestri - 17 - +1 - 23
Sæti - Lið - Leikir - Mt. - Stig
1 - Valur - 17 - +21 - 34
2 - Víkingur R. - 17 - +11 - 32
3 - Breiðablik - 17 - +7 - 32
-------------------------------
4 - Fram - 17 - +4 - 25
5 - Stjarnan - 17 - +2 - 25
6 - Vestri - 17 - +1 - 23

Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
6. Arnór Gauti Jónsson

7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
9. Óli Valur Ómarsson
('74)

15. Ágúst Orri Þorsteinsson
17. Valgeir Valgeirsson
21. Viktor Örn Margeirsson
29. Gabríel Snær Hallsson
('63)

44. Damir Muminovic


77. Tobias Thomsen
('74)
- Meðalaldur 27 ár

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
4. Ásgeir Helgi Orrason
('74)

10. Kristinn Steindórsson
11. Aron Bjarnason
18. Davíð Ingvarsson
('63)

19. Kristinn Jónsson
23. Kristófer Ingi Kristinsson
('74)

31. Gunnleifur Orri Gunnleifsson
39. Breki Freyr Ágústsson
- Meðalaldur 26 ár
Liðsstjórn:
Halldór Árnason (Þ)
Arnór Sveinn Aðalsteinsson
Særún Jónsdóttir
Eiður Benedikt Eiríksson
Helgi Jónas Guðfinnsson
Brynjar Dagur Sighvatsson
Dagur Elís Gíslason
Gylfi Berg Snæhólm
Gul spjöld:
Damir Muminovic ('74)
Arnór Gauti Jónsson ('79)
Rauð spjöld: