Breiðablik og Víkingur fá ekki að fresta leikjum sínum í Bestu deildinni um helgina. Þau fengu neitun um það frá KSÍ eftir að hafa sent frá sér sameiginlegt skeyti til sambandsins.
Þessi lið spiluðu bæði í Evrópukeppni í gær og gera það aftur í næstu viku, og eru í býsna góðum möguleika á að komast áfram - möguleikinn væri þó meiri ef þau myndu fá hvíld um helgina. Víkingur vann 3-0 sigur á Bröndby og Breiðablik gerði 1-1 jafntefli gegn Zrinjski Mostar frá Bosníu á útivelli.
Þessi lið spiluðu bæði í Evrópukeppni í gær og gera það aftur í næstu viku, og eru í býsna góðum möguleika á að komast áfram - möguleikinn væri þó meiri ef þau myndu fá hvíld um helgina. Víkingur vann 3-0 sigur á Bröndby og Breiðablik gerði 1-1 jafntefli gegn Zrinjski Mostar frá Bosníu á útivelli.
Fyrirvarinn var víst of lítill fyrir Breiðablik og Víking til að fresta leikjum sínum um helgina að mati KSÍ. Breiðablik spilar við Val í titilbaráttuslag á sunnudag á meðan Víkingur mætir Stjörnunni á sama tíma. Þetta eru afar mikilvægir leikir þar sem bæði Breiðablik og Víkingur eru að berjast um Íslandsmeistaratitilinn.
Mikið undir
Það eru milljónir króna undir og íslensku félögin eru líka í baráttu um að halda sér á meðal efstu 33 á styrkleikalista UEFA.
33. sæti og ofar gefur:
Eitt lið í 1. umferð í forkeppni Meistaradeildarinnar
Eitt lið í 1. umferð í forkeppni Evrópudeildarinnar
Eitt lið í 2. umferð í forkeppni Sambandsdeildarinnar
Eitt lið í 1. umferð í forkeppni Sambandsdeildarinnar
Ef Ísland fellur í 34. sæti eða neðar þá gefur það:
Eitt lið í 1. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar
Þrjú lið í 1. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar.
Leiðin verður auðveldari fyrir íslensku félögin ef þau halda áfram að vinna leiki og einvígi. Með því að vinna þessa leiki og komast lengra í Evrópukeppnum koma talsvert meiri fjármunir inn í íslenskan fótbolta, og hann verður sterkari.
Ef Breiðablik slær út Zrinjski mætir liðið annað hvort Servette frá Sviss eða Utrecht frá Hollandi í einvígi um sæti í sjálfri Evrópudeildinni. Ef Víkingur slær út Bröndby mætir liðið franska liðinu Strasbourg í einvígi um sæti í Sambandsdeildinni. Það er vonandi fyrir íslenskan fótbolta að bæði þessi félög komist áfram.
Leikjaplanið
sunnudagur 10. ágúst
19:15 Víkingur R.-Stjarnan (Víkingsvöllur)
19:15 Valur-Breiðablik (N1-völlurinn Hlíðarenda)
fimmtudagur 14. ágúst
17:30 Breiðablik-Zrinjski (Kópavogsvöllur)
17:30 Bröndby IF-Víkingur R. (Bröndby Stadion)
Nei var svarið úr Fílbeinsturninum í Laugardal. Engin frestun engin hjálp fyrir íslenskan fótbolta.????
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) August 8, 2025
Athugasemdir