Höjlund færist nær Milan - Ramsey á leið til Newcastle - Man City í viðræðum um Donnarumma
Valur
0
0
Stjarnan
13.08.2025  -  18:00
N1-völlurinn Hlíðarenda
Besta-deild kvenna
Dómari: Brynjar Þór Elvarsson
Byrjunarlið:

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Markahæstar í sínu liði Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir er markhæst í Stjörnunni með 5 mörk í Bestu deildinni í sumar

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úlfa Dís er hættulegasti sóknarmaður liðsins

Hjá Val hins vegar eru þrjár markahæstar í liðinu þær Jordyn Rhodes, Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir.


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragnhildur Þórunn Jónsdóttir er mjög efnileg
Fyrir leik
Fyrri viðureign liðanna Þessi tvö lið mættust í 4. umferð Bestu deildar á Samsungvellinum þar sem Stjarnan hafði betur 1-0 með marki frá Jakobínu Hjörvarsdóttur.

Þess má geta að Valur hefur spilað einum leik fleira en Stjarnan þar sem leik Breiðabliks og Vals var flýtt vegna þáttöku þessara liða í Evrópukeppni.

Þannig að takist Stjörnunni að vinna hér í kvöld þá jafna þær Val að stigum en eiga leik til góða. Þannig að það er mikið í húfi hér í kvöld.

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Úr leik liðanna í fyrra en Katie Cousins hér á mynd er nú leikmaður Þróttar
Fyrir leik
Stjarnan Gengið hjá Stjörnunni hefur verið upp og ofan í sumar, þær hafa unnið flotta sigra á móti Val og Þrótti en svo tapað tvívegis á móti Víkingi sem er í bullandi fallbaráttu.

Mótið byrjaði alls ekki vel þar sem varnarleikur liðsins var í bölvuðu basli og þær fengu á sig 12 mörk í fyrstu tveimur leikjunum.
En hafa síðan bara fengið á sig 12 mörk í næstu 10 leikjum.

Í síðustu umferð vann Stjarnan sterkan heimasigur á móti Tindastól 3-0 með mörkum frá Ingibjörgu Lúcíu Ragnarsdóttur, Úlfu Dís Kreye og Jönu Sól Valdimarsdóttur.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þær mun eflaust spila í hvítum lit á útivelli í kvöld
Fyrir leik
Valur Það er engin vafi á mestu vonbrigðum sumarsins í Bestu deild kvenna en það Valur. Liðið er núverandi bikarmeistari og margfaldur Íslandsmeistari og munaði einungis einu stigi á þeim og Breiðablik í Bestu deildinni í fyrra.

Staðan í ár er því miður allt önnur og liðið hangir um miðja deild 19 stigum á eftir Breiðablik en að vísu með leik til góða.

Valskonur sigruðu Þór/KA í Boganum í síðustu umferð 2-1 með mörkum frá Ragnheiði Þórunni Jónsdóttur og Jordyn Rhodes.

Þær geta með sigri hér í kvöld lyft sér upp í 4. sætið en samt langt frá toppbaráttunni.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Dómarar í kvöld Brynjar Þór Elvarsson Dómari
Smári Stefánsson Aðstoðardómari 1
Eydís Ragna Einarsdóttir Aðstoðardómari 2
Þórður Ingi Guðjónsson Eftirlitsmaður
Elmar Svavarsson Varadómari

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Besta deildin heilsar Góðan dag kæru áhorfendur

Verið velkomin í beina textalýsingu þegar Valur fær Stjörnuna í heimsókn í 13. umferð Bestu deildar.

Leikurinn fer fram á Hlíðarenda og hefst á slaginu 18

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: