
Höjlund gæti snúið aftur í ítalska boltann, Newcastle er að styrkja sig Donnarumma gæti varið mark Manchester City. Þetta og fleira í slúðurpakka dagsins í boði Powerade.
Rasmus Höjlund færist nær AC Milan og viðræður eru í gangi. Danski sóknarmaðurinn er opinn fyrir því að fara til Milan sem vill fá hann á láni frá Manchester United, með klásúlu um möguleika á kaupum. (Fabrizio Romano)
Sóknarmiðjumaðurinn Jacob Ramsey (24) er á leið til Newcastle en viðræður við Aston Villa eru á lokastigi. (BBC)
Manchester City er í viðræðum við Paris Saint-Germain um mögulegan samning við ítalska markvörðinn Gianluigi Donnarumma (26). Persónuleg kjör virðast ekki vera hindrun í þessu máli. (RMC Sport)
Galatasaray hefur sett sig í samband við brasilíska markvörðinn Ederson (31) hjá Manchester City, sem gæti rutt brautina fyrir Donnarumma að fara til City. (Fabrizio Romano)
Southampton hefur hafnað fyrsta tilboði West Ham upp á 30 milljónir punda í portúgalska miðjumanninn Mateus Fernandes (21). (Athletic)
Real Madrid heldur áfram að fylgjast með framgangi Adam Wharton (21), miðjumanns Crystal Palace og enska landsliðsins. (Mail)
Aston Villa vonast eftir því að fá spænska miðjumanninn Marco Asensio (29) aftur frá Paris Saint-Germain eftir vel heppnaða lánsdvöl hans á síðasta tímabili. (Telegraph)
Liverpool hyggst ekki selja franska varnarmanninn Ibrahima Konate (26) í þessum félagaskiptaglugga, þrátt fyrir áætlanir um að styrkja liðið með tveimur nýjum miðvörðum. (Mail)
Bournemouth hefur náð samkomulagi við Bayer Leverkusen um marokkóska framherjann Amine Adli (25). (Footmercato)
Bayer Leverkusen hefur áhuga á argentínska vængmanninum Facundo Buonanotte (20) hjá Brighton sem er tilbúið að selja hann fyrir um 39 milljónir punda. (Kicker)
Borussia Dortmund hefur dregið sig út úr viðræðum um Fabio Silva eftir að Úlfarnir hækkuðu verðmiðann á portúgalska framherjanum (23). (TeamTalk)
Franski framherjinn Christopher Nkunku (27) hjá Chelsea er áhugasamur um að skipta yfir til Bayern München, og mögulegt er að af því verði. (Florian Plettenberg)
Athugasemdir