Höjlund færist nær Milan - Ramsey á leið til Newcastle - Man City í viðræðum um Donnarumma
Valur
4
2
Stjarnan
Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir '24 1-0
1-1 Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir '40
1-2 Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir '46
Jordyn Rhodes '60 2-2
Jordyn Rhodes '78 3-2
Jordyn Rhodes '88 4-2
13.08.2025  -  18:00
N1-völlurinn Hlíðarenda
Besta-deild kvenna
Dómari: Brynjar Þór Elvarsson
Maður leiksins: Jordyn Rhodes
Byrjunarlið:
1. Tinna Brá Magnúsdóttir (m)
5. Bryndís Eiríksdóttir
7. Elísa Viðarsdóttir (f)
9. Jasmín Erla Ingadóttir ('80)
10. Berglind Rós Ágústsdóttir
14. Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir ('72)
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
23. Fanndís Friðriksdóttir ('85)
28. Kolbrá Una Kristinsdóttir
30. Jordyn Rhodes
- Meðalaldur 26 ár

Varamenn:
12. Esther Júlía Gustavsdóttir (m)
3. Sóley Edda Ingadóttir
4. Arna Sif Ásgrímsdóttir
13. Nadía Atladóttir ('85)
17. Arnfríður Auður Arnarsdóttir ('80)
27. Helena Ósk Hálfdánardóttir ('72)
- Meðalaldur 23 ár

Liðsstjórn:
Matthías Guðmundsson (Þ)
Jóhann Emil Elíasson
María Hjaltalín
Hallgrímur Heimisson
Fjalar Þorgeirsson
Jónas Breki Kristinsson
Daði Fannar Sverrisson

Gul spjöld:
Bryndís Eiríksdóttir ('73)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Valskonur fara af velli með stigin þrjú hér í kvöld og eiga ekkert minna skilið.

Hafa átt þennan seinni hálfleik skuldlaust og verið miklu betri

Snéru vondum kafla í lok fyrri hálfleiks í góðan sigur

Skýrsla og viðtöl á leiðinni
91. mín
Fjórum bætt við
90. mín
Vantar alla orku í þetta Stjörnulið núna Þær virka bara þreyttar ef ég á að segja eins og er
88. mín MARK!
Jordyn Rhodes (Valur)
Stoðsending: Helena Ósk Hálfdánardóttir
Þrennan komin Beint úr hornspyrnu, Jordyn sterkust í loftinu og kórónar flotta frammistöðu hér í kvöld

Tvöfaldar markareikninginn sinn í sumar í einum leik, fer úr þremur í sex mörk
87. mín
Inn:Sandra Hauksdóttir (Stjarnan) Út:Anna María Baldursdóttir (Stjarnan)
87. mín
Inn:Esther Rós Arnarsdóttir (Stjarnan) Út:Arna Dís Arnþórsdóttir (Stjarnan)
85. mín
Inn:Nadía Atladóttir (Valur) Út:Fanndís Friðriksdóttir (Valur)
80. mín
Inn:Arnfríður Auður Arnarsdóttir (Valur) Út:Jasmín Erla Ingadóttir (Valur)
78. mín MARK!
Jordyn Rhodes (Valur)
Stoðsending: Lillý Rut Hlynsdóttir
Þetta var einfalt Löng sending frá vinstri frá Lillý úr vörninni og sendingin er hárnákvæm og Jordyn Rhodes er sloppin ein í gegn og aftur afgreiðir hún snyrtilega framhjá Veru

Valur komið yfir og eiga það skilið meira að segja
73. mín Gult spjald: Bryndís Eiríksdóttir (Valur)
72. mín
Lítið að gerast núna Eftir jöfnunarmarkið hefur verið fátt um færi, það verður að segjast
72. mín
Inn:Helena Ósk Hálfdánardóttir (Valur) Út:Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir (Valur)
69. mín
Inn:Jana Sól Valdimarsdóttir (Stjarnan) Út:Gyða Kristín Gunnarsdóttir (Stjarnan)
66. mín
Jessica í dauðafæri Nýkominn inná og fær flotta stungu frá Betsy og er ein á móti Tinnu

En Tinna gerir vel í að koma út og loka markinu og Jessica skýtur beint á hana
64. mín
Inn:Jessica Ayers (Stjarnan) Út:Snædís María Jörundsdóttir (Stjarnan)
60. mín MARK!
Jordyn Rhodes (Valur)
Stoðsending: Jasmín Erla Ingadóttir
Virkilega snyrtilega gert Geggjuð stunga hjá Jasmín og hlaupið inn í teig er líka gott.

Jordyn Rhodes sem er líklegast að eiga sinn besta leik í sumar afgreiðir boltann snyrtilega framhjá Veru í markinu
56. mín
Fanndís aftur í dauðfæri Sú er því miður fyrir Val að fara illa með góð færi í leiknum

Aftur er hún frí inni í teig og aftur er skotið beint á Veru, hún þarf að byrja að láta Veru alla veganna hafa fyrir því að verja skotin frá sér
52. mín
Ragnheiður í góðu færi Aftur er það Jordyn sem á flotta sendingu á Ragnheiðu sem er opin inni í teig og er í góðri stöðu.

Hún ákveður að skjóta úr jafnvægi að manni fannst og skotið í samræmi við það, laust og beint á Veru
50. mín
Berglind Rós með hörkuskot Góður undirbúningur hjá Jordyn sem er búin að vera fín hér í kvöld

Góð sending út í teig á Berglindi sem á hörkuskot, fast en rétt yfir.

Flott sókn hjá Valskonum
46. mín
Seinni hefst Valskonur byrjar með boltann
46. mín
Hálfleikur
Úlfa Dís með sýningu hér tvö mörk í blálok fyrri hálfleiks

Valskonur ráða ekkert við hana og þá sérstaklega Elía Viðarsdóttir sem er að eiga skelfilegan dag í vörn Vals

Tökum okkur 15
46. mín MARK!
Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Betsy Doon Hassett
Þetta var rosalegt mark!! Þetta var rosalegt skot alveg í bláhornið, þetta er eitt af mörkum sumarsins ekki spurning.

Færa boltann úr innkasti og aftur er Elísa að horfa á hana og fer ekki út í hana.

Úlfa Dís ákveður að skrúfa boltanum af 25 metra færi vinstri megin við teiginn og boltinn fer rakleiðis í bláhornið, gjörsamlega óverjandi fyrir Tinnu

Elísa er brjáluð þarna og vill meina að Ragnheiður hafi átt að gera betur en ég er algjörlega ósammála, ein er 18 ára en hin er margreynd landsliðskona
44. mín
Jasmín í hörkufæri Klaufalegt hjá Birnu sem missir boltann á mjög vondum stað rétt fyrir utan teig.

Jasmín fær boltann og skýtur en yfir markið
40. mín MARK!
Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Arna Dís Arnþórsdóttir
Glæsileg fyrirgjöf frá Örnu Dís sem gerir virkilega vel þarna og skallar boltanum af afli í netið óverjandi fyrir Tinnu.

En hvað er Elísa að gera í vörninni í dag, hún er aftur að láta Úlfu Dís fara illa með sig

Hún er með hana inni í teig en horfir bara á Úlfu fara framhjá henni og skalla í markið
36. mín
Fanndís aftur í góðu færi Hún er eflaust svekkt með að hafa ekki nýtt alla veganna eitt færi hér í kvöld.

Góður undirbúningur hjá Jordyn sem kemur boltanum frá hægri í lappirnar á Fanndísi og það er nóg pláss og frítt skot af 15 metra færi eða svo.

Skotið er fast en rétt framhjá, Vera hefði sennilega ekki varið þennan á ramma.
36. mín
Úlfa Dís hættuleg Fer þarna illa með Elísu sem hefur átt í basli varnarlega gegn henni hér í kvöld.

Kemst í ágæta stöðu inni í teig en færið þröngt og Tinna ver þægilega
34. mín
Valskonur miklu betri núna Valur er að stjórna leiknum núna og eru trekk í trekk að komast í góðar stöður og fín færi
33. mín
Geggjaður varnarleikur hjá Örnu Dís Náði að stöðva Fanndísi inni í teig ein á móti henni með alveg crucial tæklingu.

Annars hefði Fanndís komist ein í gegn á móti Veru
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
30. mín
Snædís með fínt skot Fín sending frá Birnu sem finnur Snædísi í lappirnar, henni tekst að snúa sér og skjóta en beint á Tinnu sem grípur boltann
24. mín MARK!
Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir (Valur)
Stoðsending: Elísa Viðarsdóttir
Valskonur gerðu virkilega vel þarna.

Flott sókn sem fer manna á milli og boltinn hjá Fanndísi sem finnur Elísu úti hægr megin og engin nálægt henni.

Hún á flotta fyrirgjöf inn í teig og Jakobína nær smá snertingu en ekki hreinsun og síðan kemur Ragnhildur Þórunn askvaðandi frá vinstri og skallar boltanum í autt markið

Þetta var ekki góður varnarleikur hjá Betsy sem gleymdir sér alveg og er að horfa á Fanndísi í stað þess að dekka Elísu á hægri kantinum
20. mín
Flott sókn hjá Stjörnunni Hröð og öflu sókn sem byrjar á góðri snertingu hjá Gyðu sem flikkar boltanum áfram á Snædísi.

Hún finnur Úlfu vinstra megin sem gerir vel og fer framhjá Elísu og á fastann bolta inn í teig.

En því miður fyrir gestina nær engin til boltans og þetta fjarar út
17. mín
Fanndís með besta færið í leiknum og dauðfæri í raun Færa boltann úr innkasti hægra megin og gerir virkilega vel í kjölfarið, fer framhjá tveimur varnarmönnum Stjörnunnar.

Kemur sér í frábæra stöðu af 10 metra færi og skýtur með vinstri, en því miður er skotið beint á Veru
14. mín
Raghneiður Þórunn með fína tilraun Fær boltann rétt fyrir utan teig vinstra megin og hún er ekki lengi að hugsa heldur veður bara í skotið með vinstri.

Alls ekki galið og rétt yfir markið.
12. mín
Úlfa Dís með fyrsta færi leiksins Löng sending frá Örnu úr vinstri bakverðinum og Úlfa gerir vel og nær til boltans.

Skýtur síðan með vinstri en hittir boltann illa og vel framhjá
10. mín
Mjög róleg byrjun Þetta byrjar mjög rólega, ekkert um færi eða skot ennþá

Bara barátta um boltann á miðjunni fyrst og fremst
8. mín
Lið Vals Tinna
Elísa - Málfríður - Lillý - Bryndís
Ragga - Berglind - Kolbrún - Fanndís
Jordyn - Jasmín
5. mín
Lið Stjörnunar Vera
Arna - Anna - Jakobína - Betsy
Fanney - Birna - Andrea - Úlfa
Gyða - Snædís
1. mín
Leikur hafinn
Það eru gestirnir sem sparka leiknum í gang
Fyrir leik
Styttist í fjörið Liðin eru að labba inn á völlinn
Fyrir leik
Geggjað fótboltaveður Það er sól og 14 stiga hiti, fullkomið fótboltaveður

Stúkan á Hlíðarenda snýr í suður og vestur átt eða þannig að áhorfendur geta verið í sólbaði og horft á leikinn

Er hægt að biðja um meira?
Fyrir leik
Heimakonur sigurstranglegri Hér mætast tvö lið sem hafa verið í smá brekku í sumar. Á pappír er Valur sterkara lið og ættu undir eðlilegum kringumstæðum að sigra þennan leik nokkuð örugglega. -1.5 á Valskonur gefur 2,80 í stuðul hjá Epic og ratar eflaust í einhverja seðla í kvöld.
Fyrir leik
Breytingar Stjarnan Kalli þjálfari Stjörnukvenna gerir einungis eina breytingu á sínu liði frá sigurleiknum á móti Tindastóli í síðustu umferð.

Í byrjunarliðið kemur Snædís María Jörundsdóttir og Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir er utan hóps.
Fyrir leik
Breytingar Valur Matthías þjálfari Vals var greinilega það sáttur með leikinn síðast gegn Þór/KA að hann gerir nákvæmlega engar breytingar á byrjunarliðinu sínu.

Ef það virkar til hvers breyta, virkaði 2-1 síðast svo verður kvöldið að fá að koma í ljós.
Fyrir leik
Spákona vikunnar Spákona vikunnar
Fótbolti.net leitaði til Guðnýjar Geirsdóttur markvarðar ÍBV sem troppir á toppi Lengjudeildar kvenna.
Hún spáir stelpurnar úr Garðabænum taki stigin þrjú.

Valur 2 - 3 Stjarnan
Erfitt að spá í þennan leik. Langar að segja pass en þetta verður ekki leiðinlegur 0-0 leikir heldur verður þetta skemmtilegur leikur þar sem Ingibjörg Lucia hendir í glæsilegt sigurmark.

Fyrir leik
Markahæstar í sínu liði Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir er markhæst í Stjörnunni með 5 mörk í Bestu deildinni í sumar

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úlfa Dís er hættulegasti sóknarmaður liðsins

Hjá Val hins vegar eru þrjár markahæstar í liðinu þær Jordyn Rhodes, Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir.


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragnhildur Þórunn Jónsdóttir er mjög efnileg
Fyrir leik
Fyrri viðureign liðanna Þessi tvö lið mættust í 4. umferð Bestu deildar á Samsungvellinum þar sem Stjarnan hafði betur 1-0 með marki frá Jakobínu Hjörvarsdóttur.

Þess má geta að Valur hefur spilað einum leik fleira en Stjarnan þar sem leik Breiðabliks og Vals var flýtt vegna þáttöku þessara liða í Evrópukeppni.

Þannig að takist Stjörnunni að vinna hér í kvöld þá jafna þær Val að stigum en eiga leik til góða. Þannig að það er mikið í húfi hér í kvöld.

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Úr leik liðanna í fyrra en Katie Cousins hér á mynd er nú leikmaður Þróttar
Fyrir leik
Stjarnan Gengið hjá Stjörnunni hefur verið upp og ofan í sumar, þær hafa unnið flotta sigra á móti Val og Þrótti en svo tapað tvívegis á móti Víkingi sem er í bullandi fallbaráttu.

Mótið byrjaði alls ekki vel þar sem varnarleikur liðsins var í bölvuðu basli og þær fengu á sig 12 mörk í fyrstu tveimur leikjunum.
En hafa síðan bara fengið á sig 12 mörk í næstu 10 leikjum.

Í síðustu umferð vann Stjarnan sterkan heimasigur á móti Tindastól 3-0 með mörkum frá Ingibjörgu Lúcíu Ragnarsdóttur, Úlfu Dís Kreye og Jönu Sól Valdimarsdóttur.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þær mun eflaust spila í hvítum lit á útivelli í kvöld
Fyrir leik
Valur Það er engin vafi á mestu vonbrigðum sumarsins í Bestu deild kvenna en það Valur. Liðið er núverandi bikarmeistari og margfaldur Íslandsmeistari og munaði einungis einu stigi á þeim og Breiðablik í Bestu deildinni í fyrra.

Staðan í ár er því miður allt önnur og liðið hangir um miðja deild 19 stigum á eftir Breiðablik en að vísu með leik til góða.

Valskonur sigruðu Þór/KA í Boganum í síðustu umferð 2-1 með mörkum frá Ragnheiði Þórunni Jónsdóttur og Jordyn Rhodes.

Þær geta með sigri hér í kvöld lyft sér upp í 4. sætið en samt langt frá toppbaráttunni.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Dómarar í kvöld Brynjar Þór Elvarsson Dómari
Smári Stefánsson Aðstoðardómari 1
Eydís Ragna Einarsdóttir Aðstoðardómari 2
Þórður Ingi Guðjónsson Eftirlitsmaður
Elmar Svavarsson Varadómari

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Besta deildin heilsar Góðan dag kæru áhorfendur

Verið velkomin í beina textalýsingu þegar Valur fær Stjörnuna í heimsókn í 13. umferð Bestu deildar.

Leikurinn fer fram á Hlíðarenda og hefst á slaginu 18

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
12. Vera Varis (m)
3. Arna Dís Arnþórsdóttir ('87)
4. Jakobína Hjörvarsdóttir
6. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir
9. Birna Jóhannsdóttir
10. Anna María Baldursdóttir (f) ('87)
11. Betsy Doon Hassett
14. Snædís María Jörundsdóttir ('64)
17. Fanney Lísa Jóhannesdóttir
23. Gyða Kristín Gunnarsdóttir ('69)
26. Andrea Mist Pálsdóttir
- Meðalaldur 26 ár

Varamenn:
13. Bridgette Nicole Skiba (m)
18. Margrét Lea Gísladóttir
20. Jessica Ayers ('64)
22. Esther Rós Arnarsdóttir ('87)
37. Jana Sól Valdimarsdóttir ('69)
42. Sandra Hauksdóttir ('87)
- Meðalaldur 24 ár

Liðsstjórn:
Jóhannes Karl Sigursteinsson (Þ)
Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir
Rajko Stanisic
Benjamín Orri Hulduson
Hulda Björk Brynjarsdóttir
Hrefna Jónsdóttir
Arnar Páll Garðarsson
Beka Kaichanidis

Gul spjöld:

Rauð spjöld: