Arsenal hefur áhuga á Rogers - Elliott færist nær Leipzig - Forest hefur áhuga á Carmona og Cash
Stjarnan
2
2
FH
Birna Jóhannsdóttir '19 1-0
1-1 Arna Eiríksdóttir '76
Snædís María Jörundsdóttir '82 2-1
2-2 Berglind Freyja Hlynsdóttir '85
21.08.2025  -  18:00
Samsungvöllurinn
Besta-deild kvenna
Dómari: Ásmundur Þór Sveinsson
Maður leiksins: Arna Eiríksdóttir
Byrjunarlið:
13. Bridgette Nicole Skiba (m)
3. Arna Dís Arnþórsdóttir
4. Jakobína Hjörvarsdóttir
6. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir ('78)
8. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir ('84)
9. Birna Jóhannsdóttir
10. Anna María Baldursdóttir (f)
11. Betsy Doon Hassett
20. Jessica Ayers ('48)
23. Gyða Kristín Gunnarsdóttir ('78)
26. Andrea Mist Pálsdóttir
- Meðalaldur 27 ár

Varamenn:
12. Vera Varis (m)
14. Snædís María Jörundsdóttir ('78)
15. Hulda Hrund Arnarsdóttir ('78)
17. Fanney Lísa Jóhannesdóttir ('48)
18. Margrét Lea Gísladóttir ('84)
22. Esther Rós Arnarsdóttir
42. Sandra Hauksdóttir
- Meðalaldur 23 ár

Liðsstjórn:
Jóhannes Karl Sigursteinsson (Þ)
Jana Sól Valdimarsdóttir
Rajko Stanisic
Hilmar Þór Hilmarsson
Hulda Björk Brynjarsdóttir
Hrefna Jónsdóttir
Arnar Páll Garðarsson
Beka Kaichanidis

Gul spjöld:
Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir ('71)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
2-2 jafntefli staðan hér í kvöld, nokkuð sanngjarnt myndi ég segja

Takk fyrir samfylgdina í kvöld!
Skýrsla og viðtöl koma inn seinna í kvöld
93. mín
Andrea Mist tekur aukaspyrnu en þrumar honum í vegginn
92. mín
a.m.k. 4 mínútur í uppbótatíma
92. mín Gult spjald: Margrét Brynja Kristinsdóttir (FH)
88. mín
Það er allt í einu svakalegt líf hér! FH að pressa svakalega
85. mín MARK!
Berglind Freyja Hlynsdóttir (FH)
Stoðsending: Arna Eiríksdóttir
Fær sendingu yfir allan völlinn frá aftasta varnarmanni, Örnu að mér sýnist, er svo bara ein á auðum sjó, tekur touch og setur hann inn! svo auðvelt
84. mín
Inn:Margrét Lea Gísladóttir (Stjarnan) Út:Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir (Stjarnan)
82. mín MARK!
Snædís María Jörundsdóttir (Stjarnan)
Fanney Lísa á skot sem Enneking ver út í teiginn þar er lúrir Snædís María og leggur hann í netið
78. mín
Inn:Ingibjörg Magnúsdóttir (FH) Út:Elísa Lana Sigurjónsdóttir (FH)
78. mín
Inn:Anna Heiða Óskarsdóttir (FH) Út:Deja Jaylyn Sandoval (FH)
78. mín
Inn:Hulda Hrund Arnarsdóttir (Stjarnan) Út:Gyða Kristín Gunnarsdóttir (Stjarnan)
78. mín
Inn:Snædís María Jörundsdóttir (Stjarnan) Út:Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir (Stjarnan)
76. mín MARK!
Arna Eiríksdóttir (FH)
Stoðsending: Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir
Fyrirliðinn stangar boltann inn eftir hornspyrnu Andreu Ránar
73. mín
Inn:Berglind Freyja Hlynsdóttir (FH) Út:Thelma Lóa Hermannsdóttir (FH)
73. mín
VÁ Dauuuðafæri! Hættulegt færi sem Enneking ver vel
71. mín Gult spjald: Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir (Stjarnan)
68. mín Gult spjald: Thelma Karen Pálmadóttir (FH)
65. mín
Andrea Rán tekur hornspyrnu fyrir FH, góður bolti en 3 sóknarbrotið sem hefur verið dæmt hér í dag,
61. mín
Inn:Margrét Brynja Kristinsdóttir (FH) Út:Birna Kristín Björnsdóttir (FH)
60. mín
Enn eru stjörnukonur að komast í hörkufæri, Gyða Kristín fær hann inn í teig en Enneking ver
58. mín
Valgerður Ósk nær ágætis skalla inn í teig en boltinn framhjá
56. mín
úfffffffffff munaði svoooo litlu að Birna skoraði sitt annað mark í kvöld
53. mín
Gyða Kristín með skot en hann í varnarmann og útaf, Andrea með hornið sem ekkert kemur úr
51. mín
Annnnnað Dauuuuðafæriii Fanney Lísa allt í einu komin í góða stöðu hinum megin en boltinn hárfínt framhjá
50. mín
Daaaaauuuuuðafæri Maya Lauren Hansen komin ein gegn Bridgette en hún ver þetta ógeðslega vel!
49. mín
Úlfa með þrumuskot langt fyrir aftan teig en Enneking handsamar boltann
48. mín
Inn:Fanney Lísa Jóhannesdóttir (Stjarnan) Út:Jessica Ayers (Stjarnan)
47. mín
Jessica Ayers liggur eftir, haltrar hér útaf og hefur líklega lokið sínum leik hér í kvöld
46. mín
Inn:Valgerður Ósk Valsdóttir (FH) Út:Jónína Linnet (FH)
46. mín
Hálfleikur
Stjarnan leiðir hér í hálfleik 1-0! Hefur verið frekar lokaður leikur

FH liðið hefur verið ólíkt sjálfu sér, spurning hvort það sé einhver þreyta eftir bikarleikinn?

Stjörnukonur hafa hins vegar verið þéttar varnarlegar og lokað vel á lykil leikmenn FH
44. mín
Arna Dís með hörkuskot en framhjá
43. mín
Andrea tekur hornspyrnu en Enneking í markinu grípur þetta örugglega
40. mín
Katla eltir bolta alla leið út fyrir endalínu og endar svo á að keyra Jakobínu niður, dómarinn sleppir henni með tiltal þetta var skrítið? Ekki einu sinni brot dæmt
38. mín
Andrea Mist tekur hornspyrnu alls konar vandræði í teignum en FH konur koma þessu svo frá
34. mín
Dauðafæri hérna hjá Elísu Lönu, fær góða fyrirgjöf frá Thelmu Karen inn í teig en hreinlega hittir ekki boltann
33. mín
Mikill darraðardans í teig FH í kjölfar horns en þær koma boltanum þó á endingu í burtu
33. mín
Andrea Rán klaufsk og dettur 2x með boltan
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
31. mín
Mikið miðjumoð hérna síðustu mínútur og ekki mikið um opin færi
29. mín
Birna Kristín tekur horn fyrir FH, Bridgette ver en það skiptir þó ekki máli þar sem dæmt er brot á FH
22. mín
Önnur stórhættuleg sókn hjá Stjörnukonum en Thelma Lóa mætt alla leið aftur og bægir hættunni frá
19. mín MARK!
Birna Jóhannsdóttir (Stjarnan)
Stoðsending: Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir
Úlfa Dís gerir vel kemst framhjá varnarmanni setur boltann út í teig þar sem Birna kemur og hamrar honum inn
17. mín
Thelma Karen nær fyrirgjöf inn í en Jakobína vel á verði og kemur þessu frá
15. mín
Alvöru fight á milli Örnu Dísar og Thelmu Lóu um að halda boltanum inn á sem Arna vinnur rétt svo og kemur boltanum frá. Stjörnukonur verið þéttar varnarlega
13. mín
Úlfa Dís með hörkuskot en rétt framhjá
12. mín
Katla María með sendingu upp í horn á Thelmu Karen en hún missir hann frá sér og út fyrir endalínu
11. mín
Andrea Mist með góða hreyfingar inn á miðjunni, reynir svo að stinga boltanum upp í hornið en boltinn of fastur
9. mín
Brot dæmt á Stjörnukonur í teignum í horninu
9. mín
Úlfa Dís fær boltann út á kant, reynir við skotið en það í varnarmann og út fyrir endalínu
8. mín
Katla María liggur hér eftir og fær aðhlynningu
6. mín
Andrea Rán með sendingu inn á Kötlu Maríu en boltinn í varnarmann og útaf, ekkert verður svo úr horninu
4. mín
Ekki mikið að gerast hér fyrstu mínúturnar, þetta fer rólega af stað
1. mín
Leikur hafinn
Elísa Lana sparkar þessu af stað fyrir heimakonur
Fyrir leik
Katla María fær líka dauðafæri en sama upp á teningnum hjá henni, hún bara nær ekki boltanum með sér
Fyrir leik
Byrjunarliðin klár! Jóhannes Karl þjálfari Stjörnunar gerir 3x breytingar á sínu liði en Bridgette Nicole fer í markið í stað Veru Varis, Ingibjörg og Jessica Ayers koma einnig inn í liðið fyrir Snædísi Maríu og Fanney Lísu

Þá gera Guðni og Hlynur 1x breytingu á sínu liði frá bikarleiknum en Jónína Linnet kemur inn en Valgerður Ósk sest á bekkinn
Fyrir leik
Fjörugur nágrannaslagur í kortunum hér ì Garðabæ. Yfir 3.5 mörk og bæði lið skora er á stuðlinum 2.20 og ratar eflaust í einhverja seðla
Fyrir leik
Spámaður 14. umferðar Bestudeildar kvenna Katla Guðmundsdóttir, sem hefur skorað níu mörk í 15 leikjum í Lengjudeildinni með KR í sumar, spáir í leikina að þessu sinni.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir


Stjarnan 1 - 4 FH
FH spilar frábæran fótbolta og þrátt fyrir tapið í bikarnum held ég að þetta verði þægilegur leikur fyrir þær.

Sjá nánar hér

Fyrir leik
FH FH konur hins vegar eru í toppbaráttu og sitja í 2. sæti með 31 stig, 6 stigum á eftir toppliði Breiðablik og 2 stigum á eftir Þrótti sem bæði hafa þó spilað einum fleiri leik.

Í síðustu umferð Bestu deildarinnar sigraði FH Þór/KA 5-3 en síðustu helgi töpuðu þær úrslitaleik Mjólkurbikarsins 2-3 gegn Breiðablik eftir framlengingu.

Þær hljóta því að mæta dýrvitlausar í þennan leik og ná svekkjandi tapinu úr systeminu!

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Stjarnan Stjörnukonur sitja eins og er í 6. sæti deildarinnar með 15 stig, líkt og Fram sem situr í 7. sæti og 3 stigum á eftir Þór/KA í 5. sætinu.

Stjarnan tapaði síðasta leik sínum 4-2 gegn Val á Hlíðarenda. Þær vilja eflaust rétta úr kútnum eftir það tap og sækja stigin þrjú í kvöld!

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Dómarar kvöldsins Á flautunni í kvöld verður Ásmundur Þór Sveinsson og honum til halds og traust verða Kristofer Bergmann og Elías Baldvinsson aðstoðardómarar.

Eftirlitsmaður er Oddur Helgi Guðmundsson og varadómari í kvöld er Hallgrímur Viðar Arnarson

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Velkomin á Samsungvöllinn Verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu þráðbeint frá Samsungvellinum þar sem Stjarnan tekur á móti FH í 14. umferð Bestu deildarinnar.

Fyrri leikur liðanna endaði með 2-1 sigri FH og er því von á fjörugum leik í kvöld

Leikurinn hefst á slaginu 18:00!

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
73. Macy Elizabeth Enneking (m)
2. Birna Kristín Björnsdóttir ('61)
5. Arna Eiríksdóttir (f)
6. Katla María Þórðardóttir
7. Thelma Karen Pálmadóttir
11. Thelma Lóa Hermannsdóttir ('73)
13. Maya Lauren Hansen
17. Elísa Lana Sigurjónsdóttir ('78)
23. Deja Jaylyn Sandoval ('78)
29. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir
37. Jónína Linnet ('46)
- Meðalaldur 23 ár

Varamenn:
8. Valgerður Ósk Valsdóttir ('46)
9. Berglind Freyja Hlynsdóttir ('73)
16. Margrét Brynja Kristinsdóttir ('61)
33. Anna Heiða Óskarsdóttir ('78)
36. Harpa Helgadóttir
41. Ingibjörg Magnúsdóttir ('78)
- Meðalaldur 19 ár

Liðsstjórn:
Guðni Eiríksson (Þ)
Hlynur Svan Eiríksson (Þ)
Hjörtur Hinriksson
Dagur Óli Davíðsson
Guðmundur Jón Viggósson
Brynjar Sigþórsson
Harpa Finnsdóttir

Gul spjöld:
Thelma Karen Pálmadóttir ('68)
Margrét Brynja Kristinsdóttir ('92)

Rauð spjöld: