
Á hverjum degi skoðum við helstu slúðurmolana í boði Powerade. BBC tekur saman það slúður sem er í umræðunni.
Arsenal er að velta fyrir sér að gera tilboð í enska miðjumanninn Morgan Rogers (23). Aston Villa mun þó einungis taka til greina tilboð í kringum 80 milljónir punda. (Sun)
RB Leipzig hefur komist að samkomulagi við Liverpool og Harvey Elliott (22), Á meðan virðist hollenski miðjumaðurinn Xavi Simons (22) nálægt því að klára skiptin yfir til Chelsea. (Florian Plettenberg)
Marseille hefur áhuga á að fá gríska vinstri bakvörðinn Kostas Tsimikas (29) sem líklega mun yfirgefa Liverpool í sumar. (Footmercato)
Danski sóknarmaðurinn Rasmus Höjlund (22) hjá Manchester United er á óskalistum Napoli, AC Milan og RB Leipzig. Ef hann fer á lán vill hann að félagið sé með ákvæði sem skyldar það til að kaupa hann eftir tímabilið. (Fabrizio Romano)
Nottingham Forest er í viðræðum um að fá spænska hægri bakvörðinn Jose Angel Carmona (23) frá Sevilla. (Sky Sports)
Forest skoðar einnig möguleikann á að fá pólska varnarmanninn Matty Cash (28) aftur frá Aston Villa. (Athletic)
Everton ætlar sér að bæta við leikmönnum áður en glugganum verður lokað. Kantmaður er efst á blaði og félagið gæti gert annað tilboð í Tyler Dibling (19) hjá Southampton. (Sky Sports)
Spænski vinstri bakvörðurinn Alex Moreno (32) hjá Aston Villa er á barmi þess að ganga í raðir Girona eftir að hafa samþykkt að lækka launin sín. (Athletic)
Tottenham hefur aukinn áhuga á að fá Nathan Collins (24), varnarmann Brentford og Írlands. Liverpool hefur einnig sýnt honum áhuga. (Caught Offside)
Bournemouth hefur hafið viðræður við Chelsea um lánssamning fyrir franska miðvörðinn Axel Disasi (27). (Sacha Tavolieri)
Athugasemdir