Garnacho á leið til Chelsea - Milan hefur áhuga á Nkunku og Akanji - Newcastle gerir nýtt tilboð í Larsen
Forkeppni Sambandsdeildarinnar
Virtus
19:00 0
0
Breiðablik
Besta-deild kvenna
Tindastóll
44' 0
2
Víkingur R.
Besta-deild kvenna
FH
45' 1
0
Þróttur R.
Lengjudeild kvenna
KR
45' 1
2
Haukar
Lengjudeild kvenna
Afturelding
44' 0
0
Grótta
Lengjudeild kvenna
ÍBV
45' 2
1
ÍA
FH
1
0
Þróttur R.
Thelma Lóa Hermannsdóttir '43 1-0
28.08.2025  -  18:00
Kaplakrikavöllur
Besta-deild kvenna
Dómari: Hreinn Magnússon
Byrjunarlið:
73. Macy Elizabeth Enneking (m)
2. Birna Kristín Björnsdóttir
5. Arna Eiríksdóttir (f)
6. Katla María Þórðardóttir
7. Thelma Karen Pálmadóttir
8. Valgerður Ósk Valsdóttir
11. Thelma Lóa Hermannsdóttir
13. Maya Lauren Hansen
17. Elísa Lana Sigurjónsdóttir
23. Deja Jaylyn Sandoval
29. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir
- Meðalaldur 23 ár

Varamenn:
9. Berglind Freyja Hlynsdóttir
16. Margrét Brynja Kristinsdóttir
22. Hildur Þóra Hákonardóttir
33. Anna Heiða Óskarsdóttir
36. Harpa Helgadóttir
37. Jónína Linnet
41. Ingibjörg Magnúsdóttir
42. Hafrún Birna Helgadóttir
- Meðalaldur 18 ár

Liðsstjórn:
Guðni Eiríksson (Þ)
Hlynur Svan Eiríksson (Þ)
Hjörtur Hinriksson
Dagur Óli Davíðsson
Guðmundur Jón Viggósson
Vigdís Edda Friðriksdóttir
Brynjar Sigþórsson
Harpa Finnsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
45. mín
Hálfleikur
FH leiða hér mjög sanngjarnt 1-0, hafa átt hvert dauðafærið á fætur öðru ! Og ættu að vera svona 4-5 mörk yfir.

Það má þó ekki afskrifa Þróttara, ekki nema eitt mark sem skilur liðin að og allt getur gerst í þeirri stöðu
45. mín
Mist reynir hér fyrirgjöf frekar en skot langar mig að segja en Macy í markinu grípur þennan örugglega
43. mín MARK!
Thelma Lóa Hermannsdóttir (FH)
Stoðsending: Arna Eiríksdóttir
Það hlaut að koma að því! Arna með langan bolta úr vörninni sem dettur fyrir Thelmu Lóu hún tekur hann svo utanfótar á lofti yfir Mollee og inn í markið
42. mín
Maya brýtur á Maríu Evu, taka þetta stutt
41. mín
Katla með góðan bolta á Thelmu sem tekur hann með sér, reynir svo skot en Mollee að eiga frábæran leik í markinu
38. mín
Hörkuskot hjá Elísu Lönu sem virðist á leiðinni inn en Sæunn bjargar hér á línu
36. mín
Mist prjónar sig í gegn en fyrirgjöfin aðeins of föst
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
30. mín
Andrea Rán með hornspyrnu, beint á kollinn á Kötlu Maríu sem Mollee þarf að hafa sig allavið að verja
29. mín
Thelma Lóa með fyrirgjöf á nöfnu sína Thelmu Karen en hún þarf að teygja sig og hittir hann ekki nægjanlega vel
26. mín
Þróttarar með annað horn en brot dæmt inn í teig á sóknarmenn Þróttar
24. mín
Þróttarar fá horn, Sæunn liggur eftir
24. mín
FH halda áfram uppteknum hætti, Thelma Karen keyrir upp kantinn, setur hann svo fyrir á Valgerði en Mollee ver
23. mín
Andrea Rán með hornspyrnu, Mollee kýlir hann út í teiginn, þar ætlar Thelma Karen að negla í boltann en kicksarann
21. mín
Annað hörkufæri hjá FH, Elísa Lana með skot en framhjá
17. mín
Dauðafæææææriiii Elísa Lana í dauðafæææææri, sloppin ein í gegn en Mollee sér við henni og ver hann. Hornspyrna svo sem ekkert kemur úr
17. mín
Hörkufæri Þórdís Elva kemst í hörkufæri, er kannski á aðeins of mikilli ferð og nær ekki að stýra honum inn
13. mín
Fyrsta svona álitlega færið hjá Þrótti, Brynja Rán nær skoti á markið en það er bæði laust og vel framhjá
12. mín
Enn eitt hörkufærið hjá FH, Maya nær að stinga inn á Thelmu Lóu en Mollee ver
11. mín
Maya með hörkuskot í þverslánna! FH konur hafa verið með öll völdin á vellinum
10. mín
Thelma Lóa komin ein í gegn en Mollee vel vakandi í markinu, mætir henni út úr teignum og hefur betur
7. mín
úffffff Mollee Swift með hættuleg mistök í markinu, ætlar að halda boltanum inn á taka hann í fangið en missir hann, boltinn berst svo til Thelmu Karenar sem á skot á markið en Mollee staðin upp og bætir fyrir mistökin
6. mín
Thelma Karen með ágætis bolta upp á Mayu en réttilega dæmd rangstæð
4. mín
Hættulegt! Andrea með aðra hornspyrnu fyrir FH setur hann út á Elísa Lönu sem setur hann aftur á Andreu, hún leikur á varnarmann og setur hann fastan fyrir niðri þar er Deja mætt en boltinn hárfínt framhjá
2. mín
Andrea Rán tekur hornspyrnu fyrir FH en Kate kemur boltanum að endingu frá
1. mín
Leikur hafinn
Unnur Dóra sparkar þessu af stað fyrir gestina
Fyrir leik
Byrjunarliðin klár FH
Bræðurnir Guðni og Hlynur gera 1x breytingu á sínu liði frá 2-2 jafnteflinu gegn Stjörnunni í síðasta leik en Valgerður kemur inn fyrir Jónínu

Þróttur
Óli Kristjáns gerir 3x breytingar á sínu liði, Sóley María og Mist koma inn eftir að hafa verið í banni í síðasta leik auk Brynju en á bekkinn setjast Lea Björt, Kayla Marie og Sigríður
Fyrir leik
Hörkuleikur framundan og það er markaleikur í kortunum. Bæði lið skora og yfir 2.5 mörk er á stuðlinum 1.80 og það hlýtur að detta.
Viktor Ingi Valgarðsson
Fyrir leik
Þróttur Þróttarar sitja í 3. sæti deildarinnar með 29 stig, 3 stigum á eftir andstæðingum þeirra í kvöld, FH og 5 stigum á undan Val í 4. sætinu sem hafa leikið einum leik fleiri.

Þróttur hefur verið að tapa stigum í síðustu leikjum sínum en þær töpuðu síðasta leik sínum á heimavelli gegn Val 0-2 og hafði þar áður gert 1-1 jafntefli gegn Tindastóli.

Það ætti því að fíra vel upp í þeim í kvöld að mæta FH og freistast til að jafna þær að stigum með sigri!

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
FH FH konur sitja í 2. sæti deildarinnar, 8 stigum á eftir toppliði Breiðabliks en með leik til góða. Þá eru þær 3 stigum fyrir ofan Þrótt sem sitja í 3. sætinu.

FH rétt marði fram jafntefli í síðasta leik gegn Stjörnunni 2-2 en það sást að leikmenn voru þreyttir eftir að hafa spilað 4 leiki á 12 dögum.

Nú hafa þær hins vegar fengið viku hvíld! Þær ættu því að mæta ferskar til leiks í kvöld og klárar í að halda Þrótti fyrir neðan sig á töflunni!

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Dómarar kvöldsins Á flautunni í kvöld verður Hreinn Magnússon og honum til halds og traust verða Eysteinn Hrafnkelsson og Jón Reynir Reynisson aðstoðardómarar.

Eftirlitsmaður er Þórður Ingi Guðjónsson og varadómari í kvöld er Reynir Ingi Finnsson

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu þráðbeint frá Kaplakrika þar sem FH tekur á móti Þrótti í 15. umferð Bestu deildarinnar.

Leikurinn hefst á slaginu 18:00!

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Mollee Swift (m)
2. Sóley María Steinarsdóttir
3. Mist Funadóttir
5. Jelena Tinna Kujundzic
7. Brynja Rán Knudsen
8. Álfhildur Rósa Kjartansdóttir
10. Kate Cousins
16. María Eva Eyjólfsdóttir
23. Sæunn Björnsdóttir
26. Þórdís Elva Ágústsdóttir
27. Unnur Dóra Bergsdóttir
- Meðalaldur 24 ár

Varamenn:
20. Hafdís Hafsteinsdóttir (m)
11. Lea Björt Kristjánsdóttir
14. Sierra Marie Lelii
15. Ísabella Anna Húbertsdóttir
17. Emma Sóley Arnarsdóttir
21. Kayla Marie Rollins
22. Sigríður Theód. Guðmundsdóttir
- Meðalaldur 22 ár

Liðsstjórn:
Ólafur Helgi Kristjánsson (Þ)
Guðrún Þóra Elfar
Freyja Karín Þorvarðardóttir
Sara Ó. Þrúðmarsdóttir Finnsson
Gísli Þór Einarsson
Tiago J, Mota Da Pena Ferreira

Gul spjöld:

Rauð spjöld: