
Fylkir
1
2
Völsungur

Benedikt Daríus Garðarsson
'26
1-0
1-1
Elfar Árni Aðalsteinsson
'74
1-2
Gestur Aron Sörensson
'76
06.09.2025 - 16:00
tekk VÖLLURINN
Lengjudeild karla
Dómari: Gunnar Freyr Róbertsson
tekk VÖLLURINN
Lengjudeild karla
Dómari: Gunnar Freyr Róbertsson
Byrjunarlið:
1. Ólafur Kristófer Helgason (m)
2. Ásgeir Eyþórsson (f)
3. Arnór Breki Ásþórsson
5. Orri Sveinn Segatta
7. Tumi Fannar Gunnarsson
('67)

9. Eyþór Aron Wöhler
10. Benedikt Daríus Garðarsson

13. Þórður Ingi Ingimundarson
17. Birkir Eyþórsson
80. Halldór Jón Sigurður Þórðarson
('85)

88. Emil Ásmundsson
- Meðalaldur 26 ár

Varamenn:
12. Hilmar Þór Kjærnested Helgason (m)
6. Þorkell Víkingsson
19. Arnar Númi Gíslason
23. Máni Austmann Hilmarsson
('85)

33. Magnús Daði Ottesen
34. Guðmar Gauti Sævarsson
70. Guðmundur Tyrfingsson
('67)
- Meðalaldur 20 ár

Liðsstjórn:
Kristófer Sigurgeirsson (Þ)
Arnar Grétarsson (Þ)
Daði Ólafsson
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Arnór Gauti Brynjólfsson
Ágúst Aron Gunnarsson
Ólafur Engilbert Árnason
Gul spjöld:
Emil Ásmundsson ('83)
Rauð spjöld:
Skýrslan: Völsungur heldur sér uppi en Fylkir enn í fallhættu
Hvað réði úrslitum?
Fylkismenn voru alltaf líklegri til þess að vinna þennan leik og voru þeir með góð tækifæri til þess að klára leikinn. Völsungur gerðu ekki mikið allan leik en nýttu sér þennan tveggja mínútna kafla til þess að skora tvö. Vörn Fylkis var alveg sofandi í þessum tveimur mörkum eins og ég er búin að vera segja í textalýsingunni, hornið þar sem fyrsta mark Völsungs kom var ekki gott og fór bara í gegnum alla vörn Fylkis þar sem Elfar Árni skoraði með galopið markið.
Bestu leikmenn
1. Gestur Aron Sörensson (Völsungur)
Alvöru innkoma hjá honum, mark og stoðsending í dag, hann breytti leiknum og kláraði færið sitt mjög vel.
2. Bendikt Daríus Garðarsson (Fylkir)
Með mark í dag og var hættulegur á kantinum hefði átt að fá stoðsendingu en Fylkir nýtti ekki færin sem þeir fengu.
Atvikið
Fyrsta og seinna mark Völsungs breytti leiknum alveg, Fylkismenn áttu erfitt með að brjóta vörn Völsungs og voru þeir alveg ráðalausir. Eftir að hafa komist yfir þá pökkuðu þeir í vörn og Fylkir gat ekki neitt. Fylkismenn voru líka mjög tregir að koma með fyrirgjafir inn í teiginn og voru frekar að senda á milli og reyna að teygja vörn Völsungs sem virkaði ekki.
|
Hvað þýða úrslitin?
Völsungur eru ekki að falla í ár en Fylkir geta samt fallið. Fylkir sitja núna í 9. sæti með 21 stig, Leiknir með 20 stig og Selfoss með 19 stig eru fyrir neðan þá, Grindavík er fyrir ofan Fylki með 21 stig. Fylkir tekur á móti ÍR á útivelli og þurfa þeir að vinna ef önnur úrslit falla ekki með þeim.
Vondur dagur
Sóknarleikur Fylkis var ekki upp á marga fiska í dag. Áttu þrjú góð tækifæri þar sem þeir hefðu átt að skora. Fyrir utan það gerðu þeir ekki mikið og voru þeir sérstaklega ráðalausir eftir seinna mark Völsungs eins og þeir voru hræddir. Benedikt Daríus var samt góður punktur hjá þeim en þeir gerðu ekki neitt við fyrirgjafirnar hans. Hornin hjá Fylki voru líka ekki góð þar sem þeir fengu fullt af hornum en gerðu ekki neitt við þau og svo var fyrsta mark Völsungs sem kom úr horni alveg hræðileg vörn hjá Fylki. Beint á æfingasvæðið með þetta.
Dómarinn - 7
Fínn í dag, eitt atvik þar sem það leit út fyrir að leikmaður Völsungs fær boltann í hendina í vítateig Völsungs en endursýning hjá Livey sýndi að það var ekki víti.
|
Byrjunarlið:
1. Ívar Arnbro Þórhallsson (m)
4. Elvar Baldvinsson
5. Arnar Pálmi Kristjánsson (f)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson

10. Bjarki Baldvinsson
('72)

11. Rafnar Máni Gunnarsson
16. Jakob Héðinn Róbertsson
21. Sergio Parla Garcia
('72)


22. Ismael Salmi Yagoub
23. Elmar Örn Guðmundsson
39. Gunnar Kjartan Torfason
- Meðalaldur 26 ár
Varamenn:
88. Einar Ísfjörð Sigurpálsson (m)
7. Steinþór Freyr Þorsteinsson
('72)

8. Ólafur Jóhann Steingrímsson
12. Gestur Aron Sörensson
('72)


15. Tómas Bjarni Baldursson
17. Aron Bjarki Kristjánsson
30. Aron Bjarki Jósepsson
- Meðalaldur 25 ár
Liðsstjórn:
Aðalsteinn Jóhann Friðriksson (Þ)
Róbert Ragnar Skarphéðinsson
Jón Smári Hansson
Gul spjöld:
Sergio Parla Garcia ('51)
Rauð spjöld: