Barcelona í baráttuna um Guehi - Man Utd reynir aftur við Baleba á næsta ári - Muniz fær nýjan samning
   lau 06. september 2025 10:26
Brynjar Ingi Erluson
Liverpool fær samkeppni um Guehi - Man Utd ekki hætt að eltast við Baleba
Powerade
Hvert fer Guehi?
Hvert fer Guehi?
Mynd: EPA
Man Utd er ekki hætt við Baleba
Man Utd er ekki hætt við Baleba
Mynd: EPA
Barcelona er komið í baráttuna um Marc Guehi, Man Utd ætlar aftur á eftir Carlos Baleba á næsta ári og þrír leikmenn eru að renna út á samningi hjá Everton. Þetta og margt fleira í Powerade-slúðurpakka dagsins.

Barcelona er reiðubúið að skrá sig í kapphlaupið um Marc Guehi (25), fyrirliða Crystal Palace, fyrir næsta sumar, en hann verður samningslaus eftir tímabilið. Hann var nálægt því að ganga í raðir Liverpool undir lok gluggans. (Sport)

Brighton og Crystal Palace höfðu bæði áhuga á að fá Joe Gomez (28), varnarmann Liverpool, fyrir gluggalok, en ekkert varð úr því eftir að Liverpool mistókst að sækja Guehi. (Football Insider)

Everton mun skoða framtíð þeirra James Tarkowski (31), Vitalii Mykolenko (26) og James Garner (24) á næstu vikum og mánuðum, en þeir renna allir út á samningi hjá Everton næsta sumar. (Times)

Manchester United gæti farið aftur á eftir kamerúnska miðjumanninum Caros Baleba (21) á næsta ári eftir að hafa mistekist að sækja hann í sumarglugganum. (GiveMeSport)

Fulham mun bjóða brasilíska framherjanum Rodrigo Muniz (24) nýjan og endurbættan samning. Atalanta reyndi að fá hann í sumar. (GiveMeSport)

Emiliano Martínez (33), markvörður Aston Villa og argentínska landsliðsins, verður tekinn aftur inn í hópinn hjá Villa eftir að hafa mistekist að koma skiptum sínum til Manchester United í gegn á síðasta degi gluggans. (Athletic)

Martínez er reiðubúinn að hafna tilboðum frá Sádi-Arabíu og Tyrklandi til þess að vera áfram hjá Villa. (Football Insider)

Tottenham ætlar að reyna fá Jan Paul van Hecke (25) sem hefur sett samningaviðræður á Brighton á ís. Samningur hans rennur út sumarið 2027. (GiveMeSport)

Rangers gæti komið með annað tilboð í Jesurun Rak-Sakyi (22), leikmann Crystal Palace eftir að hafa rétt misst af honum í sumarglugganum. (Football Insider)

Wolves hefur sett klásúlu í lánssamning Sasa Kalajdzic (28) til LASK Linz um að félagið geti ekki kallað hann til baka í janúar. Ekkert kaupákvæði er í samningnum. (Express & Star)
Athugasemdir