
Keflavík
0
0
Njarðvík

17.09.2025 - 16:45
HS Orku völlurinn
Lengjudeild karla - Umspil
Dómari: Twana Khalid Ahmed
HS Orku völlurinn
Lengjudeild karla - Umspil
Dómari: Twana Khalid Ahmed
Byrjunarlið:
Varamenn:
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
Fyrir leik
Á ekki að mæta á völlinn?
Það má vona að íbúar Reykjanesbæjar endurtaki leikinn frá Ljósanótt og fjölmenni á völlinn. Veðurspá er góð og reiknað með hægum vindi, sólskini og 10 gráðu hita á meðan á leik stendur.
Leiktíminn eflaust óhefðbundin í miðri viku en það er jú farið að hausta og degi tekið að halla. En afhverju ekki að brjóta upp vikuna og skemmta sér á vellinum?
Það má vona að íbúar Reykjanesbæjar endurtaki leikinn frá Ljósanótt og fjölmenni á völlinn. Veðurspá er góð og reiknað með hægum vindi, sólskini og 10 gráðu hita á meðan á leik stendur.
Leiktíminn eflaust óhefðbundin í miðri viku en það er jú farið að hausta og degi tekið að halla. En afhverju ekki að brjóta upp vikuna og skemmta sér á vellinum?
Fyrir leik
Dómarinn
Twana Khalid Ahmed leggur á brautina í dag til þess að dæma leikinn. Með honum í för verða þeir Þórður Arnar Árnason og Antoníus Bjarki Halldórsson. Arnar Þór Stefánsson tekur að sér hlutverk fjórða dómara og eftirlitsmaður KSÍ er Hjalti Þór Halldórsson
Twana Khalid Ahmed leggur á brautina í dag til þess að dæma leikinn. Með honum í för verða þeir Þórður Arnar Árnason og Antoníus Bjarki Halldórsson. Arnar Þór Stefánsson tekur að sér hlutverk fjórða dómara og eftirlitsmaður KSÍ er Hjalti Þór Halldórsson

Fyrir leik
Keflavík
Taflan lýgur aldrei en það er vel hægt að segja að Keflavík hafi slefað inn í umspilið á síðustu stundu. Lið ÍR sem lagði Keflavík sannfærandi 4-2 í 20.umferð þurfti aðeins eitt stig úr síðustu tveimur umferðunum til þess að skilja Keflvíkinga eftir með sárt ennið. Það gekk þó ekki hjá Breiðhyltingum þetta árið og töpuðu þeir gegn Grindavík og Fylki í lokaleikjum sínum og Keflavík gekk á lagið og hirti af þeim fimmta og síðasta sætið inní umspilið.
Keflvíkingar þekkja umspilið eftir að hafa farið í gegnum það í fyrra og þurft að lúta í lægra haldi fyrir liði Aftureldingar á Laugardalsvelli í úrslitaleiknum sjálfum. Það er spurning hvort sú reynsla nýtist Keflavík og þjálfara þess Haraldi Guðmundssyni í ár og hvort þeir fari skrefinu lengra og klári dæmið í þetta sinn. Það er allavega ljóst að lið Keflavíkur hefur engu að tapa enda á góðum stað þrátt fyrir að tímabilið sem heild hljóti að teljast vonbrigði til þessa.
16.09.2025 17:30
Fóru á Laugardalsvöll í fyrra - „Sömu verðlaun fyrir að lenda í öðru sæti eða því fimmta“
Keflvíkingar þekkja umspilið eftir að hafa farið í gegnum það í fyrra og þurft að lúta í lægra haldi fyrir liði Aftureldingar á Laugardalsvelli í úrslitaleiknum sjálfum. Það er spurning hvort sú reynsla nýtist Keflavík og þjálfara þess Haraldi Guðmundssyni í ár og hvort þeir fari skrefinu lengra og klári dæmið í þetta sinn. Það er allavega ljóst að lið Keflavíkur hefur engu að tapa enda á góðum stað þrátt fyrir að tímabilið sem heild hljóti að teljast vonbrigði til þessa.

Fyrir leik
Njarðvík
Annað sæti Lengjudeildarinnar og besti árangur félagsins frá upphafi varð hlutskipti Njarðvíkinga þetta sumarið eftir 22 umferðir og þurfa því að fara í gegnum umspilið til þess að tryggja sér sæti í Bestu deildinni að ári.
Liðið var í sannkölluðu dauðafæri á að vinna deildina og sat á toppnum eftir 17 umferðir með 4 stiga forskot á næstu lið en 3 töp í síðustu fimm leikjum liðsins reyndust dýr.
Það má vel spyrja hvort pressan sem fylgdi stöðu liðsins hafi náð tökum á því og verður því áhugavert að sjá hvernig grænir Njarðvíkingar mæta til leiks í dag.
Þeir munu í það minnsta vilja mæta og ná fram hefndum en Njarðvík tapaði fyrir Keflavík á HS Orkuvellinum í 21.umferð og misstu þar með af möguleikanum á að setjast í toppsætið fyrir lokaumferðina.
Liðið var í sannkölluðu dauðafæri á að vinna deildina og sat á toppnum eftir 17 umferðir með 4 stiga forskot á næstu lið en 3 töp í síðustu fimm leikjum liðsins reyndust dýr.
Það má vel spyrja hvort pressan sem fylgdi stöðu liðsins hafi náð tökum á því og verður því áhugavert að sjá hvernig grænir Njarðvíkingar mæta til leiks í dag.
16.09.2025 14:30
„Alveg sama í hvaða keppni og íþrótt liðin mætast, þetta eru alltaf hörkuleikir“
Þeir munu í það minnsta vilja mæta og ná fram hefndum en Njarðvík tapaði fyrir Keflavík á HS Orkuvellinum í 21.umferð og misstu þar með af möguleikanum á að setjast í toppsætið fyrir lokaumferðina.

Fyrir leik
Leiðin á Laugardalsvöll
Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu Fótbolta.net frá fyrri leik Keflavíkur í Njarðvíkur í umspili um sæti í Bestu deildinni að ári.
Flautað verður til leiks á HS Orkuvellinum í Keflavík á slaginu 16:45
14.09.2025 14:43
Leiðin úr Lengjunni: Til hamingju Þórsarar
Flautað verður til leiks á HS Orkuvellinum í Keflavík á slaginu 16:45

Byrjunarlið:
Varamenn:
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld: