Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Lengjudeild karla - Umspil
HK
17' 0
0
Þróttur R.
Lengjudeild karla - Umspil
Keflavík
LL 1
2
Njarðvík
Keflavík
1
2
Njarðvík
0-1 Oumar Diouck '20
0-2 Tómas Bjarki Jónsson '32 , víti
Stefan Ljubicic '68 1-2
Oumar Diouck '94
17.09.2025  -  16:45
HS Orku völlurinn
Lengjudeild karla - Umspil
Aðstæður: Sólin skín, smá gola en farið að kólna
Dómari: Twana Khalid Ahmed
Áhorfendur: 1500
Byrjunarlið:
21. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
4. Nacho Heras
6. Sindri Snær Magnússon ('82)
7. Kári Sigfússon ('64)
10. Stefan Ljubicic
11. Muhamed Alghoul
20. Marin Brigic
22. Ásgeir Páll Magnússon
23. Eiður Orri Ragnarsson ('82)
25. Frans Elvarsson (f) ('90)
27. Viktor Elmar Gautason ('64)
- Meðalaldur 27 ár

Varamenn:
12. Rúnar Gissurarson (m)
3. Axel Ingi Jóhannesson ('64)
5. Stefán Jón Friðriksson ('90)
8. Ari Steinn Guðmundsson ('82)
14. Marin Mudrazija ('64)
18. Ernir Bjarnason ('82)
24. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
- Meðalaldur 28 ár

Liðsstjórn:
Haraldur Freyr Guðmundsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Hólmar Örn Rúnarsson
Luka Jagacic
Ásgeir Orri Magnússon
Guðmundur Árni Þórðarson
Óskar Ingi Víglundsson

Gul spjöld:
Marin Brigic ('30)
Sindri Kristinn Ólafsson ('32)
Viktor Elmar Gautason ('35)
Frans Elvarsson ('66)
Muhamed Alghoul ('79)

Rauð spjöld:
Leik lokið!

Njarðvíkingar hefna ósigursins á dögunum og fara með eins marks forystu heim á JBÓ völlinn í síðari leikinn sem fram fer á sunnudaginn.

Viðtöl og skýrsla væntanleg.
94. mín Rautt spjald: Oumar Diouck (Njarðvík)
Óvæntu tíðindi dagsins mætt í hús
Tekur boltann eftir að Njarðvíkingar eru dæmdir brotlegir og sækir þetta seinna gula spjald.

Kemur það einhverjum á óvart?
90. mín
Fimm mínútur í uppbótartíma
90. mín
Inn:Stefán Jón Friðriksson (Keflavík) Út:Frans Elvarsson (Keflavík)
89. mín
Inn:Símon Logi Thasaphong (Njarðvík) Út:Valdimar Jóhannsson (Njarðvík)
88. mín Gult spjald: Valdimar Jóhannsson (Njarðvík)
83. mín
Oumar fór hér út að hliðarlínu og fékk einhver skilaboð frá Gunnari Heiðari. Er hann á leið að sækja sér annað spjald á næstu mínútum?
82. mín
Inn:Arnar Helgi Magnússon (Njarðvík) Út:Freysteinn Ingi Guðnason (Njarðvík)
82. mín
Inn:Ernir Bjarnason (Keflavík) Út:Sindri Snær Magnússon (Keflavík)
82. mín
Inn:Ari Steinn Guðmundsson (Keflavík) Út:Eiður Orri Ragnarsson (Keflavík)
80. mín
Keflvíkingar eru brjálaðir!
Boltinn innfyrir á Stefán sem er á undan Aroni sem mætir langt út úr markinu í boltann. Hann leikur í átt að teignum og er tekinn niður en Twana lætur sér fátt um finnast.

Ég skal ekki segja sá þetta alls ekki nægilega vel en það var lykt af þessu.
79. mín Gult spjald: Muhamed Alghoul (Keflavík)

Stöðvar skyndisókn Njarðvíkur.
77. mín
Eiður Orri reynir skot. Boltinn af varnarmanni og yfir markið.

Keflavík fær horn.
73. mín
Stefán Ljub að detta í hörkufæri en Aron Snær ver.

Augnablikið allt með Keflavík sem stendur.
71. mín
Inn:Kenneth Hogg (Njarðvík) Út:Joao Ananias (Njarðvík)

Joao er brjálaður vegna einhvers sem gerðist þegar hann er tekinn af velli.
71. mín
Keflavík vinnur horn eftir sprett Stefáns.
68. mín MARK!
Stefan Ljubicic (Keflavík)
Stoðsending: Eiður Orri Ragnarsson
Hér er leikur! Hornspyrnan frá hægri tekin á nærstöng. Þar sýnist mér það vera Stefán sem rekur ennið í boltann og í netið fer hann.

Þetta gætu orðið rosalegar lokamínútur.
66. mín Gult spjald: Frans Elvarsson (Keflavík)
Það er að hitna í kolunum.
64. mín Gult spjald: Joao Ananias (Njarðvík)
Fyrir hörkutæklingu á miðjum vellinum.
64. mín
Inn:Marin Mudrazija (Keflavík) Út:Kári Sigfússon (Keflavík)
64. mín
Inn:Axel Ingi Jóhannesson (Keflavík) Út:Viktor Elmar Gautason (Keflavík)
64. mín
Orrahríð að marki Keflavíkur en Sindri Kristinn ver glæsilega í tvígang!
61. mín
Boltinn í þverslánna á marki Njarðvíkur
Nacho Heras reynir fyrirgjöf frá hægri sem dettur ofan á slánna á marki Njarðvíkur.
59. mín
Keflavík fær hornspyrnu.

Spyrnan slök og ekkert verður úr.
56. mín
Njarðvík að taka yfir leikinn á ný.
Sækja hér hornspyrnu.
55. mín
Dominik Radic í hörkufæri fyrir Njarðvík en skallar boltann framhjá markinu.
52. mín
Keflvíkingar skora
Stefán Ljub setur boltann í netið en flaggið er á lofti.
49. mín
Muhamed Alghoul með skot að marki en setur boltann yfir.

Keflvíkingar að byrja þetta af talsverðum krafti.
47. mín
Viktor Elmar þrumar að marki úr teignum en boltinn vel framhjá.
46. mín
Keflavík sækir hornspyrnu strax í upphafi.

Græn treyja fyrst á boltann og skallar frá.
46. mín
Síðari hálfleikur hafinn
Heimamenn rúlla boltanum af stað í þessum síðari hálfleik.
45. mín
Hafliði Breiðfjörð fangar leikinn á filmu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

45. mín
Hálfleikur
Mjög svo áhugaverðum fyrri hálfleik lokið. Skortir alls ekki á dramatísk augnablik hér og vonandi fáum við fleiri slík í síðari hálfleik.
45. mín
Tvær mínútur að lágmarki í uppbótartíma
45. mín
Eiður Orri leikur inn á völlinn og reynir að snúa boltann í hornið en Aron sér við honum og ver í horn.
43. mín
Keflvíkingar sækja
Uppskera horn.
37. mín
Vítadómurinn hjá Twana upp á 10 Af endursýningum að dæma sparkar Marin til leikmanns Njarðvíkur í teignum án bolta og fellir hann.

Þetta sér Twana og dæmir réttilega víti. Frábær dómur!

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

35. mín Gult spjald: Viktor Elmar Gautason (Keflavík)
34. mín Gult spjald: Oumar Diouck (Njarðvík)
Fær fyrir það gult og verður því í banni í úrslitaleiknum nema hann fái rautt hér í dag.


KSÍ plís breytið þessum rugl reglum fyrir næsta ár.

Sækir hann rautt seint í leiknum?
33. mín
Freysteinn með skot sem Sindri ver. Sindri reynir að koma boltanum í leik en Oumar hindrar hann.
32. mín Gult spjald: Sindri Kristinn Ólafsson (Keflavík)
32. mín Mark úr víti!
Tómas Bjarki Jónsson (Njarðvík)
Öruggt. Sindri leggur af stað og Tómas setur hann í gagnstætt horn.

Sindri ósáttur að Tómas hafi farið af stað í tilhlaup en bakkað svo en markið stendur.
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
30. mín Gult spjald: Marin Brigic (Keflavík)
Njarðvík er að fá vítaspyrnu! Hvað er Twana að dæma?

Það skilur engin neitt í blaðamannaboxinu en Twana er að dæma vítaspyrnu.

Á hvað hef ég ekki hugmynd.

Spald á loft í þokkabót.
29. mín
Njarðvík í færi
Freysteinn í hörkufæri úti til hægri. Nær fínu skoti en Sindri sér við honum og ver í horn.
26. mín
Ágæt hugmynd
Eiður Orri reynir að lyfta boltanum yfir vörn Njarðvíkur á Stefán en setur ögn mikið púður í sendinguna og fer boltinn yfir Stefán og afturfyrir.
24. mín
Sindri Snær! Fær boltann óvænt í teignum ögn fyrir framan markteig til hægri. Reynir að rífa netið með skotinu en setur boltann hárfínt framhjá samskeytunum fjær.
22. mín
Keflvíkingar reyna að svara strax.

Tæta í sundur vörn Njarðvíkur úti til hægri. Boltinn þvert í gegnum teiginn fyrir sætur Sindra Snæs sem á hörkuskot í varnarmann sem kastar sér fyrir.
20. mín MARK!
Oumar Diouck (Njarðvík)
Njarðvíkingar eiga fyrsta höggið!
Aukaspyrna tekinn inn á teiginn frá vinstri. Boltinn hrekkur þar á milli manna uns hann fellur fyrir fætur Oumar sem nær að pota honum yfir línuna.
16. mín
Fram og til baka gengur boltinn.

Viktor Elmar finnur svæði úti til vinstri í teignum og á skot en Aron Snær í marki Njarðvíkur vandanum vaxinn.
16. mín
Njarðvík vinnur horn. Spyrnan slök og beint í fang Sindra.
15. mín
Marin Brigic í óvæntu færi eftir darraðardans við teig Njarðvíkur. Nær að fleygja sér á boltann og nær fínu skoti en Aron Snær ekki í teljandi vandræðum.
11. mín

Ásgeir Páll skautar framhjá hverjum Njarðvíkingum á fætur öðrum á miðjum vellinum áður en hann þræðir Stefán Ljub í gegn. Stefán grunsamlega einn en flaggið er niðri og hann keyrir í átt að marki. Velur að reyna senda boltann á samherja í teignum frekar en að skjóta og ekkert verður úr.
10. mín
Arnleifur reynir skotið að marki fyrir utan teig. Auðvelt viðureignar fyrir Sindra í marki Keflavíkur.
7. mín
Ágeir Páll fær boltann í teignum. Leggur hann fyrir markið á Kára sem reynir skot úr þröngu færi en framhjá fer boltinn.
6. mín
Keflavík brunar upp og sækir horn.
6. mín
Freysteinn með lagleg tilþrfi úti á hægri væng og fer illa með Ásgeir Pál. Kemur boltanum fyrir þar sem Valdimar nær til hans en setur boltann framhjá.
3. mín
Eiður Orri með hættulegan bolta fyrir markið frá hægri en Njarðvíkingar koma boltanum í horn.

Gestirnir skalla frá, boltinn fellur fyrir Nacho sem lætur vaða af einhverjum 35 metrum. Engin sannfærandi í slöku skoti hans sem fer hættulaust framhjá.
1. mín
Leikur hafinn

Gestirnir úr Njarðvík sparka okkur af stað í þessu umspili.
Fyrir leik
Epískur slagur framundan
Allt undir, nágrannaslagur og spennustigið hátt. Tveggja leikja einvígi og því fara liðin varkega inn í þennan leik. Undir 3.5 mörk á epic er á stuðlinum 1.80 sem, af framansögðu, er ansi vel boðið
Fyrir leik
Leikurinn er í beinni útsendingu á Livey


Fyrir leik
Á ekki að mæta á völlinn?
Það má vona að íbúar Reykjanesbæjar endurtaki leikinn frá Ljósanótt og fjölmenni á völlinn. Veðurspá er góð og reiknað með hægum vindi, sólskini og 10 gráðu hita á meðan á leik stendur.

Leiktíminn eflaust óhefðbundin í miðri viku en það er jú farið að hausta og degi tekið að halla. En afhverju ekki að brjóta upp vikuna og skemmta sér á vellinum?
Fyrir leik
Dómarinn
Twana Khalid Ahmed leggur á brautina í dag til þess að dæma leikinn. Með honum í för verða þeir Þórður Arnar Árnason og Antoníus Bjarki Halldórsson. Arnar Þór Stefánsson tekur að sér hlutverk fjórða dómara og eftirlitsmaður KSÍ er Hjalti Þór Halldórsson

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Keflavík Taflan lýgur aldrei en það er vel hægt að segja að Keflavík hafi slefað inn í umspilið á síðustu stundu. Lið ÍR sem lagði Keflavík sannfærandi 4-2 í 20.umferð þurfti aðeins eitt stig úr síðustu tveimur umferðunum til þess að skilja Keflvíkinga eftir með sárt ennið. Það gekk þó ekki hjá Breiðhyltingum þetta árið og töpuðu þeir gegn Grindavík og Fylki í lokaleikjum sínum og Keflavík gekk á lagið og hirti af þeim fimmta og síðasta sætið inní umspilið.

   16.09.2025 17:30
Fóru á Laugardalsvöll í fyrra - „Sömu verðlaun fyrir að lenda í öðru sæti eða því fimmta“


Keflvíkingar þekkja umspilið eftir að hafa farið í gegnum það í fyrra og þurft að lúta í lægra haldi fyrir liði Aftureldingar á Laugardalsvelli í úrslitaleiknum sjálfum. Það er spurning hvort sú reynsla nýtist Keflavík og þjálfara þess Haraldi Guðmundssyni í ár og hvort þeir fari skrefinu lengra og klári dæmið í þetta sinn. Það er allavega ljóst að lið Keflavíkur hefur engu að tapa enda á góðum stað þrátt fyrir að tímabilið sem heild hljóti að teljast vonbrigði til þessa.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Njarðvík Annað sæti Lengjudeildarinnar og besti árangur félagsins frá upphafi varð hlutskipti Njarðvíkinga þetta sumarið eftir 22 umferðir og þurfa því að fara í gegnum umspilið til þess að tryggja sér sæti í Bestu deildinni að ári.

Liðið var í sannkölluðu dauðafæri á að vinna deildina og sat á toppnum eftir 17 umferðir með 4 stiga forskot á næstu lið en 3 töp í síðustu fimm leikjum liðsins reyndust dýr.

Það má vel spyrja hvort pressan sem fylgdi stöðu liðsins hafi náð tökum á því og verður því áhugavert að sjá hvernig grænir Njarðvíkingar mæta til leiks í dag.

   16.09.2025 14:30
„Alveg sama í hvaða keppni og íþrótt liðin mætast, þetta eru alltaf hörkuleikir“


Þeir munu í það minnsta vilja mæta og ná fram hefndum en Njarðvík tapaði fyrir Keflavík á HS Orkuvellinum í 21.umferð og misstu þar með af möguleikanum á að setjast í toppsætið fyrir lokaumferðina.

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Fyrir leik
Leiðin á Laugardalsvöll Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu Fótbolta.net frá fyrri leik Keflavíkur í Njarðvíkur í umspili um sæti í Bestu deildinni að ári.

   14.09.2025 14:43
Leiðin úr Lengjunni: Til hamingju Þórsarar


Flautað verður til leiks á HS Orkuvellinum í Keflavík á slaginu 16:45
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Aron Snær Friðriksson (m)
2. Davíð Helgi Aronsson
3. Sigurjón Már Markússon
6. Arnleifur Hjörleifsson
7. Joao Ananias ('71)
9. Oumar Diouck
10. Valdimar Jóhannsson ('89)
11. Freysteinn Ingi Guðnason ('82)
13. Dominik Radic
19. Tómas Bjarki Jónsson (f)
23. Thomas Boakye
- Meðalaldur 26 ár

Varamenn:
31. Andrés Már Kjartansson (m)
5. Arnar Helgi Magnússon ('82)
8. Kenneth Hogg ('71)
17. Símon Logi Thasaphong ('89)
18. Björn Aron Björnsson
21. Viggó Valgeirsson
29. Ali Basem Almosawe
- Meðalaldur 25 ár

Liðsstjórn:
Gunnar Heiðar Þorvaldsson (Þ)
Arnar Freyr Smárason
Sigurður Már Birnisson
Viktor Þórir Einarsson
Jaizkibel Roa Argote
Gabríel Sindri Möller

Gul spjöld:
Oumar Diouck ('34)
Joao Ananias ('64)
Valdimar Jóhannsson ('88)

Rauð spjöld:
Oumar Diouck ('94)