Frank vill endurnýja kynni sín við Schade - Guehi eftirsóttur - Upamecano til Liverpool?
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Tindastóll
LL 5
2
FHL
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Valur
LL 1
1
Breiðablik
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Stjarnan
LL 0
1
Þróttur R.
Besta-deild kvenna - Efri hluti
FH
LL 3
2
Víkingur R.
FH
3
2
Víkingur R.
Deja Jaylyn Sandoval '27 1-0
1-1 Linda Líf Boama '54 , víti
1-2 Bergdís Sveinsdóttir '57
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir '64 2-2
Thelma Lóa Hermannsdóttir '78 3-2
11.10.2025  -  14:00
Kaplakrikavöllur
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Dómari: Twana Khalid Ahmed
Byrjunarlið:
1. Macy Elizabeth Enneking (m)
4. Jónína Linnet
5. Birna Kristín Björnsdóttir
6. Katla María Þórðardóttir (f)
7. Thelma Karen Pálmadóttir
9. Berglind Freyja Hlynsdóttir ('61)
11. Thelma Lóa Hermannsdóttir
13. Maya Lauren Hansen ('80)
16. Margrét Brynja Kristinsdóttir ('76)
23. Deja Jaylyn Sandoval
29. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir
- Meðalaldur 22 ár

Varamenn:
3. Anna Heiða Óskarsdóttir
8. Valgerður Ósk Valsdóttir ('76)
12. Harpa Helgadóttir ('80)
21. Ingibjörg Magnúsdóttir ('61)
22. Hafrún Birna Helgadóttir
- Meðalaldur 18 ár

Liðsstjórn:
Guðni Eiríksson (Þ)
Hlynur Svan Eiríksson (Þ)
Hjörtur Hinriksson
Dagur Óli Davíðsson
Vigdís Edda Friðriksdóttir
Brynjar Sigþórsson
Harpa Finnsdóttir
Haraldur Sigfús Magnússon

Gul spjöld:
Deja Jaylyn Sandoval ('53)
Katla María Þórðardóttir ('59)
Margrét Brynja Kristinsdóttir ('65)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Twana flautar loksins og FH tryggja sér 2 sæti í deildinni. Flottur leikur með mikilli dramatík.

Viðtöl og skýrla koma inn seinna í dag, takk fyrir mig og góða helgi!
93. mín
Inn:Anika Jóna Jónsdóttir (Víkingur R.) Út:Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir (Víkingur R.)
Áslaug meiðist og þarf að fara útaf.
91. mín
FH mjög nálægt því að skora annað mark eftir skot frá bæði Thelmu Karen og Ingibjörgu.
90. mín
5+ til uppbótar.
90. mín
Bergdís er flögguð rangstöð, en rétt áður en Twana flautar þá sparkar Bergdís boltann í andlitið á Deja Jaylyn, sem liggur niðri og þarf aðhlynningu.
89. mín
Víkingur vinnur hornspyrnu.

Ekkert kemur úr þessu.
87. mín
FH vinnur hornspyrnu.
84. mín
FH vinnur horn.

Spyrnan endar beint ofan á markið.
82. mín
Inn:Arna Ísold Stefánsdóttir (Víkingur R.) Út:Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (Víkingur R.)
80. mín
Inn:Harpa Helgadóttir (FH) Út:Maya Lauren Hansen (FH)
78. mín MARK!
Thelma Lóa Hermannsdóttir (FH)
Stoðsending: Maya Lauren Hansen
FH KOMIN YFIR! Maya fær boltann á hættulega svæði inn í teig. Hún sér Thelmu á sinni hægri hlið og kemur boltanum á hana sem er alveg laus varnamönnum og kemur boltnaum inn í netið.
76. mín
Inn:Valgerður Ósk Valsdóttir (FH) Út:Margrét Brynja Kristinsdóttir (FH)
73. mín
Freyja Stefáns liggur eftir og það á aðhlyninngu að halda.
69. mín
FH að vinna hornspyrnu.

Boltinn fer yfir alla pakkann.
67. mín
FH vinna aftur hornspyrnu.

Margrét Brynja kemur við boltann inn í teig efti hornið en boltinn endar rétt framhjá. Hélt í smá að þessi var inni.
65. mín Gult spjald: Margrét Brynja Kristinsdóttir (FH)
64. mín MARK!
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir (FH)
BEINT ÚR HORNI! Mark beint úr hornspyrnu. Stórkostlega glæsilegt mark þarna og liðin aftur jöfn. Alvöru seinni hálfleikur hér í Kaplakrika.
63. mín
FH vinnur hornspyrnu.
61. mín
Inn:Ingibjörg Magnúsdóttir (FH) Út:Berglind Freyja Hlynsdóttir (FH)
61. mín
Inn:Ashley Jordan Clark (Víkingur R.) Út:Emma Steinsen Jónsdóttir (Víkingur R.)
61. mín
Inn:Jóhanna Elín Halldórsdóttir (Víkingur R.) Út:Dagný Rún Pétursdóttir (Víkingur R.)
59. mín Gult spjald: Katla María Þórðardóttir (FH)
57. mín MARK!
Bergdís Sveinsdóttir (Víkingur R.)
Stoðsending: Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir
Víkingur komnir yfir! Þordís með fyrirgjöf inn í teginn og Bergdís kemur boltanum inn í netið.

Þetta víti breytti alveg spilamennsku FH í þessum leik.
55. mín Gult spjald: Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir (Víkingur R.)
54. mín Mark úr víti!
Linda Líf Boama (Víkingur R.)
Linda jafnar! Frábærlega afgreitt víti fra Lindu í þessu marki!
53. mín Gult spjald: Deja Jaylyn Sandoval (FH)
Fyrir leik, í hálfleik og á meðan leik stendur

Pepsi Max - fyrir þorstann í meira!
52. mín
VÍKINGUR FÁ VÍTI! Er ekki sammála þessu dóm, en víti er svarið.
49. mín
Thelma Lóa með skot sem endar rétt framhjá markinu. FHingar að mæta í svakalegum gír í þen nan seinni hálfleik.
46. mín
FH fá hornspyrnu.

Boltinn fer í leikmann V'ikinga og útaf. FH fá annað horn.

Boltinn fer yfir alla í seinna horninu.
46. mín
Berglind Freyja með skot sem endar rétt framhjá markinu.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn FH sparkar þeim seinni í gang!
45. mín
Hálfleikur
Leikmenn fara inn í klefana þar sem FH leiða með einu marki. Mjög kaflaskiptur fyrri hálfleik. Það verður áhugavert að sjá hvernig liðin mæta svo í seinni hálfleik.
45. mín
+2 mínútur til uppbótar
45. mín
Thelma Karen með svaka skot frá löngu færi sem endar yfir markið.
44. mín
Það hefur heyrst mjög vel í nokkrum krakkökkum sem halda með Víking í þessum fyrst hálfleik. Þau hafa spilað á trommurnar og hafa látið í sér heyra stanslaust i 45 mínútur.
42. mín
Víkingur vinnur horn.

Linda Líf skallar boltanum yfir markið.
41. mín
FHingar komast í sókn sem endar á að leikmaður nær að sparka boltann útaf og FH vinnur horn

Ekkert kemur úr horninu, en FH ná að halda í boltann.
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
30. mín
Víkingar fá aukaspyrnu á vinstri kanti.

Boltinn er skallaður í burtu. Boltinn endar svo á Kristínu Erlu sem tekur skotið fyrir utan teig sem Macy nær að verja út. Víkingar fá horn.
28. mín
Thelma Karen komin ein í gegn en missir boltann allt of langt frá sér og Eva Ýr handsamar boltanum frá Thelmu.
27. mín MARK!
Deja Jaylyn Sandoval (FH)
Stoðsending: Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir
Deja brýtur ísinn! Þulurinn er einmitt að öskrá 'áfram FH' þegar þær skora svo!

Andrea með aukaspyrnu sem fer beint á Deja sem skallar svo beint inn í markið.
26. mín
Margrét svo nálægt því! Margrét Brynja er kominn vel í gegn. Eva Ýr kemur á móti en Margrét kemst léttilega framhjá henni. Margrét tekur skot þá í opið mark, en þá er varnamaður Víkinga mætt til að koma fyrir skotinu.
21. mín
Bergdís Sveins með skot sem endar framhjá markinu.
18. mín
Svakalegt tækifæri! Thelma Lóa komin ein í gegn eftir frábæra sendingu frá Maya Lauren. Eva gerir vel að verja boltann og FH á horn.
16. mín
FH fær hornspyrnu.

Ekkert kemur úr þessu horni.
14. mín
Þórdís tekur aukaspyrnu sem endar beint inn í teigin. Varnamður FHinga skalla frá og Víkingar fá hornspyrnu.

V'ikingar fá aðra hornspyrnu sem Macy grípur í loftinu.
9. mín
Thelma Karen með bolta inn í teig sem Emma Steinsen sparkar útaf. FH vinnur hornspyrnu.

Boltinn fer framhjá öllum frá horninu.
6. mín
Linda Líf með lága sendingu inn í teig sem varnamaður FHinga sparkar svo útaf og Víkingar fá hornspyrnu
4. mín
FH vinna hornspyrnu.

Boltinn fer inn í teig en Kata María skallar svo boltanum útaf.
1. mín
FH strax komnar í góða stöðu þegar Thelma Karen er kominn með boltann á hægri kanti og leggur boltann inn í teginn. En þar er enginn FHngur til þess að taka á móti sendingunni
1. mín
Leikur hafinn
Víkingur sparkar leiknum í gang!
Fyrir leik
Stórt hrós á Dominos! EIns og var nefnt hér áður þá er Dominos að bjoða öllum frítt á leikinn og svo er í boði Sominos pizza hér í fjölmiðlastúkunni. Ég kann að meta þetta!
Fyrir leik
Byrjunarlið komin inn! Guðni gerir engar breytingar í sínu liði eftir sigur gegn Þrótt í seinustu umferð.

Einar gerir eina breytingu eftir tap gegn Breiðablik í seinustu umferð.
Freyja Stefáns kemur inn í byrjunarliðið fyrir Ashley Jordan.
Dominos býður stuðningsmönnum frítt inn á leikinn!
Fyrir leik
Dómarateymið Aðaldómari leiksins er Twana Khalid Ahmed. Með honum til aðstoðar eru Bergur Daði Ágústsson og Óliver Thanh Tung Vú. Varadómari leiksins er Jovan Subic. Eftirlitsmaður frá KSÍ er Halldór Breiðfjörð Jóhannsson.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Stefnan sett á 4. sæti Víkingur komst í efri hluta deildarinnar í seinustu umferð fyrir skiptingu. Núna er liðið komin fyrir ofan Val og stefnir á að enda tímbilið í 4. sæti. Eftir erfiða byrjun á tímabilinu, þá urðu þjálfarabreytingar og gengi liðsins hefur batnað gríðilega eftir það.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Geta tryggt sér Evrópusæti Með sigri hér í dag geta FHingar tryggt sér sæti í Evrópu fyrir næsta tímabil. FH getur ekki verið Íslandsmeistarar í ár, en liðið hefur átt frábært tímabil í ár sem það mun aldrei gleyma.

Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Fyrir leik
Skemmtilegur leikur framundan! Góðan daginn gott fólk og verið hjartanlega velkomin á þessa þráð beinu textalýsingu frá Kaplakrika þar sem FH tekur á móti Víking.

Leikurinn hefst kl. 14:00.

Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið:
30. Eva Ýr Helgadóttir (m)
2. Gígja Valgerður Harðardóttir
3. Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir ('93)
5. Emma Steinsen Jónsdóttir ('61)
7. Dagný Rún Pétursdóttir ('61)
9. Freyja Stefánsdóttir
13. Linda Líf Boama
18. Kristín Erla Ó Johnson
20. Bergþóra Sól Ásmundsdóttir
26. Bergdís Sveinsdóttir
27. Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir ('82)
- Meðalaldur 24 ár

Varamenn:
1. Sigurborg K. Sveinbjörnsdóttir (m)
16. Jóhanna Elín Halldórsdóttir ('61)
24. Ashley Jordan Clark ('61)
28. Rakel Sigurðardóttir
34. Anika Jóna Jónsdóttir ('93)
35. Arna Ísold Stefánsdóttir ('82)
- Meðalaldur 20 ár

Liðsstjórn:
Einar Guðnason (Þ)
Jón Páll Pálmason (Þ)
Lisbeth Borg
Birta Birgisdóttir
Shaina Faiena Ashouri
Ingólfur Orri Gústafsson
Lára Hafliðadóttir
Valgerður Tryggvadóttir

Gul spjöld:
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir ('55)

Rauð spjöld: