Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
Víkingur R.
0
0
Stjarnan
18.10.2025  -  14:00
Víkingsvöllur
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Dómari: Ásmundur Þór Sveinsson
Byrjunarlið:

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Jóhannes Karl tók við Stjörnuliðinu á miðju tímabili 2024 og tók með þeim efsta sætið í neðra hluta deildarinnar á því ári. Eftir það tímabil fékk hann 2 ára framlengingu á samning sínum og mun þá stýra Stjörnuliðinu á næsta ári
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Einar Guðna tók við af John Andrews og Birni Sigurbjörnssyni eftir að þeim var sagt upp í lok júní. Hann hefur náð ótrúlegum árangri á þessu tímabili frá því hann tók við, en Víkingar sátu í næstneðsta sæti Bestu Deildarinnar þegar hann tók við. Í seinustu 5 leikjum af venjulega tímabilinu náðu þær 5 sigrum og tryggðu sér í efri hlutann með 5. sætinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Gengi Stjörnunnar í efri hlutanum Stjarnan hefur í sínum fjórum leikjum sótt tvo sigra á útivelli, 1-2 á Kópavogsvelli gegn Breiðablik og á 1-3 á Hlíðarenda gegn Valskonum. Þær hafa svo tapað rest, 3-4 tap á heimavelli gegn FH og naumt 0-1 tap á heimavelli gegn Þrótti. Spurning hvort þær nái að sigra enn annan útileikinn í dag
Fyrir leik
Gengi Víkings í efri hlutanum Víkingskonur hafa verið óheppnar að ná ekki sigrum hér en hafa bara náð einum sigri gegn Val sem fór 3-0 á heimavelli. Þær töpuðu hinum leikjunum 3-2 gegn Þrótti, Breiðablik og FH svo í seinasta leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Eins og ég nefndi er þetta lokaleikur beggja liða en það er svosem í raun ekkert mikið til þess að spila fyrir.

Víkingur geta komist upp úr botnsæti efri hlutans og lent í 4. sæti ef þær sigra Stjörnuna og Valur tapar sínum leik gegn Þrótti.

Stjarnan getur ekki farið upp um sæti en með tapi gegn Víking og ef Valskonur sigra Þrótt, gætu þær fallið niður í 6. sæti Bestu Deildarinnar og klárað tímabilið þar.
Fyrir leik
Dómaratríó dagsins Dómarinn að þessu sinni er hann Ásmundur Þór Sveinsson, en honum til halds og trausts eru Jovan Subic og Guðmundur Valgeirsson.

Þórður Ingi Guðjónsson er síðan eftirlitsmaður og varadómari er hún Bergrós Lilja Unudóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Góðann daginn kæru lesendur og verið velkomin í textalýsingu á Víking á móti Stjörnunni, seinasta leik beggja liða á þessu tímabili í efri hlutar Bestu Deildar kvenna!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: