Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
   fös 17. október 2025 08:10
Elvar Geir Magnússon
Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verð á Bruno
Powerade
Spænski landsliðsmaðurinn Nico Williams er sagður efstur á óskalista Liverpool.
Spænski landsliðsmaðurinn Nico Williams er sagður efstur á óskalista Liverpool.
Mynd: EPA
Vlahovic er orðaður við Barcelona og Bayern.
Vlahovic er orðaður við Barcelona og Bayern.
Mynd: EPA
Williams og Schlotterbeck orðaðir við Liverpool, Þýskalandsmeistararnir vilja Bruno og Barcelona horfir til sóknarmanns Juventus. Það er komið að slúðurpakkanum á föstudegi. Góða helgi!

Liverpool undirbýr 78 milljóna punda tilboð í Nico Williams (23), sóknarleikmann Spánar og Athletic Bilbao. (Fichajes)

Einnig er búist við því að Liverpool muni reyna að fá þýska varnarmanninn Nico Schlotterbeck (25) frá Borussia Dortmund næsta sumarglugga. (Sports Illustrated)

Manchester United myndi vilja um 40 milljónir punda ef fyrirliðinn Bruno Fernandes (31) yrði seldur í annað evrópskt félag. Portúgalski miðjumaðurinn hefur verið orðaður við Bayern München. (Teamtalk)

Barcelona íhugar að reyna að fá serbneska sóknarmanninn Dusan Vlahovic (25) en samningur hans við Juventus rennur út næsta sumar. (AS)

Bayern München sýnir Vlahovic einnig áhuga. Þýsku meistararnir vita að annað félag gæti virkjað riftunarákvæði og keypt enska framherjann Harry Kane (32) frá þeim. (Mirror)

Newcastle vill kaupa Elliot Anderson (22) aftur til félagsins frá Nottingham Forest. Óskalisti Newcastle fyrir næsta sumar er sagður langur. (Mail)

Real Madrid fylgist gannt með Dayot Upamecano (26), varnarmanni Bayern München, en samningur franska landsliðsmannsins rennur út næsta sumar. (Fichajes)

Real Madrid gæti lánað Endrick (19) í janúar en telur að West Ham sé ekki álitlegur áfangastaður fyrir brasilíska sóknarleikmanninn. (TeamTalk)

Real Madrid býr sig undir tilboð í framherjann Gonzalo Garcia (21) í janúar. Hann lék vel á HM félagsliða en hefur færst aftar í goggunarröðina. (Marca)

Barcelona fylgist með framherjanum Fisnik Asllani (23), landsliðsmanni Kósovó. Asllani gæti yfirgefið þýska félagið Hoffenheim næsta sumar. (Sky Þýskalandi)

Boby Clark (20), miðjumaður Red Bull Salzburg, mun væntanlega skipta yfir til Skotlandsmeistara Celtic í janúar. Hann er núna hjá Derby í Championship á lánssamningi. (Times)
Athugasemdir
banner