Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Afturelding
0
0
Vestri
19.10.2025  -  14:00
Malbikstöðin að Varmá
Besta-deild karla - Neðri hluti
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Byrjunarlið:

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Spáin Nik Chamberlain, þjálfari kvennaliðs Breiðabliks er spámaður okkar þessa vikuna. Nik gerði Blika að tvöföldum meistara í sumar en hann mun taka við Kristianstad í Svíþjóð eftir tímabilið.

Afturelding 0 - 1 Vestri
Vestri tekur risastórt skref í átt að öruggu sæti þökk sé svartagaldri frá Lord Voldemort (Guy Smit). Hann setur galdra á markið og einhvern veginn skorar Afturelding ekki og í hvert skipti sem þeir missa af boltanum heyrir maður hann hlæja „Híííííí“. Hann man líka að markverðir geta komið út og sótt fyrirgjafir sem hann gerir en samt missir hann boltann án nokkurar pressu. Smash og grab frá Vestra og Jeppe skorar magnað mark.
Fyrir leik
Dómarinn Ívar Orri Kristjánsson verður með flautuna í kvöld en honum til aðstoðar verða Birkir Sigurðarson og Gylfi Már Sigurðsson. Varadómari er Pétur Guðmundsson og eftirlitsmaður KSÍ er Gylfi Þór Orrason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Risa fallbaráttuslagur Afturelding situr í 11. sæti og Vestri er í 10. sæti þegar tveir leikir eru eftir af deildinni. Afturelding er tveimur stigum á eftir Vestra og geta því með sigri komist yfir Vestra og upp úr fallsæti. Vestri eru þó ekki alveg hólpnir ef þeir vinna í dag. KR er þremur stigum á eftir Vestra og með betri markatölu, þannig ef KR vinnur geta þeir ennþá farið upp fyrir Vestra í loka leiknum þegar þessi tvö lið mætast.
Mynd: fótbolti.net skjáskot
Fyrir leik
Besta deildin heilsar! Komið þið sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Aftureldingar og Vestra í 26. umferð Bestu deildar karla.

Leikurinn hefst klukkan 14:00 og verður spilaður á Malbikstöðinni að Varmá.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:

Varamenn:

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld: