Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 02. október 2016 14:45
Fótbolti.net
Úrvalslið Pepsi-deildarinnar 2016
Draumurinn er í úrvalsliðinu.
Draumurinn er í úrvalsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Hilmar Árni var stoðsendingahæstur.
Hilmar Árni var stoðsendingahæstur.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Martin Lund Pedersen.
Martin Lund Pedersen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net hefur valið úrvalslið Pepsi-deildarinnar fyrir sumarið 2016. Íslandsmeistarar FH eiga flesta fulltrúa í liðinu eða fjóra. Kristinn Freyr Sigurðsson var í gær útnefndur leikmaður ársins af Fótbolta.net.



Gunnar Nielsen - FH
Fyrsti erlendi markvörðurinn til að verða Íslandsmeistari. Gunnar átti margar gríðarlega mikilvægar vörslur fyrir FH-inga í sumar. Þegar vörnin brást var hann sem veggur fyrir aftan.

Morten Beck - KR
Besti leikmaður KR í sumar og sá jafnasti þegar heildartímabilið er skoðað. Tók virkan þátt í sóknarleiknum og skilaði fimm stoðsendingum úr hægri bakverðinum.

Damir Muminovic - Breiðablik
Var einnig í úrvalsliðinu í fyrra. Damir og Elfar Freyr Helgason hafa myndað gríðarlega öflugt miðvarðateymi.

Kassim Doumbia - FH
Draumurinn var í úrvalsliðinu 2014. Þessi umtalaði miðvörður á það til að vera villtur en hann er hrikalega öflugur í báðum vítateigum og erfiður viðureignar.

Böðvar Böðvarsson - FH
Valinn besti ungi leikmaður tímabilsins af Fótbolta.net. Var á bekknum í liði ársins í fyrra en er nú kominn í byrjunarliðið eftir mjög gott sumar í Krikanum.

Davíð Þór Viðarsson - FH
Þriðja árið í röð í úrvalsliði deildarinnar. Fyrirliði FH-inga er gríðarlegur leiðtogi innan sem utan vallar og skilar ótrúlega mikilvægu starfi á miðjunni.

Kristinn Freyr Sigurðsson - Valur
Leikmaður ársins 2016. Þessi frábæri miðjumaður endaði með silfurskóinn eftir að hafa skorað þrettán mörk í deildinni. Líklegt að atvinnumennskan erlendis taki nú við.

Hilmar Árni Halldórsson - Stjarnan
Stoðsendingakóngur deildarinnar en föstu leikatriðin voru gríðarlega öflugt vopn hjá Garðabæjarliðinu. Alls níu stoðsendingar hjá Hilmari sem labbar inn í úrvalsliðið.

Martin Lund Pedersen - Fjölnir
Daninn endaði meðal markahæstu leikmanna deildarinnar. Þegar Fjölnismenn voru í stuði var Martin Lund mjög áberandi. Flott fyrsta tímabil í Pepsi-deildinni.

Óskar Örn Hauksson - KR
Leikmaður sem andstæðingurinn þarf alltaf að hafa góðar gætur á. Hann reis mikið eftir að Willum Þór Þórsson tók við stjórnartaumunum hjá KR.

Garðar Gunnlaugsson - ÍA
Skagamaðurinn tók gullskóinn með því að skora 14 mörk. Skoraði helming marka ÍA. Hann var valinn leikmaður umferða 1-11 og sagði þá í viðtali að hann hefði hugsað vel um sig, æft aukalega og sleppt áfengi.

Varamenn:
Þórður Ingason - Fjölnir
Viðar Ari Jónsson - Fjölnir
Elfar Freyr Helgason - Breiðablik
Hafsteinn Briem - ÍBV
Emil Pálsson - FH
Baldur Sigurðsson - Stjarnan
Sigurður Egill Lárusson - Valur

Sjá einnig:
Lið ársins 2015
Lið ársins 2014
Lið ársins 2013
Lið ársins 2012
Lið ársins 2011
Athugasemdir
banner
banner
banner