Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 22. maí 2005 18:31
Hafliði Breiðfjörð
Leikmenn FH fóru í "Steinn - Skæri - Blað" í leik
Tryggvi Guðmundsson fór í
Tryggvi Guðmundsson fór í "Steinn - Skæri - Blað" við Ólaf Pál Snorrason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leik FH og Grindavíkur í dag ákváðu Tryggvi Guðmundsson og Ólafur Páll Snorrason leikmenn FH á óvenjulegan hátt hvor þeirra skyldi taka hornspyrnu. Þeir fóru í leikinn vinsæla "Steinn - Skæri - Blað" og Tryggvi vann og fékk því að taka hornspyrnuna.

Við spurðum Tryggva Guðmundsson út í atvikið eftir leik og hann hafði þetta að segja ,,Þetta sýnir að það er góður andi í liðinu og við ákváðum það á þennan hátt hver ætti að taka hornið. En þetta var bara léttur djókur hjá okkur og er ekki alltaf svona."

Sinisa Mihajlovic og Adriano leikmenn Inter fóru sömu leið og Tryggvi og Ólafur Páll þegar að þeir þurftu að ákveða hvor fengi að taka aukaspyrnu í leik gegn Roma í vetur. Spennandi verður svo að sjá hvort fleiri lið fari að gera þetta til að ákveða hverjir taka hinar ýmsu spyrnur.

Sjá einnig:
Leiktími hjá Inter: Skæri - blað - steinn
Umfjöllun um Grindavík - FH
Viðtal við Tryggva Guðmunds eftir leik í dag
Athugasemdir
banner
banner