Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
banner
   fös 18. febrúar 2005 16:32
Leiktími hjá Inter: Skæri - blað - steinn
Það má með sanni segja að strákrnir í Inter og reyndar víðar láti eins og skólastrákar í Serie-A deildinni á Ítalíu. Fyrr á tímabilinu bjó Simone Inzaghi leikmaður Lazio sig undir að taka vítaspyrnu þegar Paulo Di Canio stal boltanum af honum, hljóp að vítapunktinum, tók spyrnuna og skoraði.

Í síðustu viku fundu Inter menn upp nýjan leik til að koma í veg fyrir allan ágreining um hver á að taka aukaspyrnur liðsins, nefnilega skæri - blað - steinn leikinn sívinsæla.

Inter fengu aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig Roma og Sinisa Mihajlovic og Adriano vildu báðir taka spyrnuna. Þeir tóku því þennan skemmtilega leik upp á hvort skildi taka spyrnuna og Adriano vann. Hann tók spyrnuna en tókst ekki að skora.

Mihajlovic gerði sér aftur á móti lítið fyrir og skorað bæði mörk liðsins í 2-0 sigri, bæði úr aukaspyrnum! "Ég hefði örugglega skorað þrennu ef ég hefði verið heppinn á móti Adriano" sagði Mihajlovic skælbrosandi.

"En sannleikurinn er sá að við eigum marka góða spyrnumenn og ég þurfti að rífast aðeins við Ze Maria áður en ég tók spyrnuna sem ég skoraði seinna markið mitt úr" bætti Mihajlovic við.

Roberto Mancini stjóra liðsins fannst þetta ekki alveg jafn sniðugt: "Ég held að skæri - blað - steinn sé ekki besta leiðin til að ákvarða hver tekur aukaspyrnur liðsins" sagði Mancini.
Athugasemdir
banner
banner