Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   sun 22. maí 2005 18:03
Hafliði Breiðfjörð
Viðtal við Tryggva Guðmundsson framherja FH
Tryggvi glaðbeittur að leik loknum
Tryggvi glaðbeittur að leik loknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markamaskínan Tryggvi Guðmundsson er kominn heim í íslenska boltann á ný og leikur nú með Íslandsmeisturum FH. Hann skoraði þrennu fyrir FH gegn Grindavík í 5-1 sigri í dag og er þá kominn með fjögur mörk eftir fyrstu tvær umferðirnar. Við hittum hann eftir leikinn og skutum á hann nokkrum spurningum.

Þrjú mörk í þessum leik gegn Grindavík í dag, er þetta það sem koma skal?
Ég er nú ekki búinn að setja mér einhver ákveðin takmörk en þetta byrjar ágætlega.

Er ekki FH liðið yfirburðarlið í þessari deild, markatalan 8-1 í fyrstu tveimur leikjunum?
Ég get ekki dæmt um það því ég hef ekki séð öll liðin á Íslandi síðan ég kom heim. En vissulega byrjum við vel. Við unnum reyndar of stórt í Keflavík að mínu mati en tökum þrjú stig þar. Það er svolítið lítill fótbolti í þessu hér. Það er rokrassgat hérna og erfitt að gera eitthvað að viti en við gerðum fimm góð mörk og byrjum þetta verðskuldað. Þetta er klassalið og virkilega gaman.

Þú kemur með ansi skemmtilegt fagn hérna eftir eitt markanna þinna, eins og þú gerðir í Keflavík, hvað geturðu sagt okkur um það?
Ég gerði þetta á móti Keflavík líka afþví að ég skoraði með hægri. Þá strauk ég á mér hægri fótinn og skoraði núna aftur með hægri þannig að maður er farinn að efast um að maður sé örvfættur. Það er að koma í ljóst fyrst núna að ég virðist vera jafnfættur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner