Bayern hefur áhuga á Bruno - Man Utd ætlar að bjóða í Branthwaite - Frank og McKenna orðaðir við stjórastarfið á Old Trafford
   mið 01. maí 2024 22:55
Brynjar Ingi Erluson
Lengjubikarinn: Árborg C-deildarmeistari eftir sigur á Ými
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Ýmir 0 - 3 Árborg
0-1 Þorsteinn Daníel Þorsteinsson ('24 )
0-2 Sveinn Kristinn Símonarson ('53 )
0-3 Kristinn Sölvi Sigurgeirsson ('82 )
Rautt spjald: ,Guðmundur Axel Blöndal , Ýmir ('60)Óliver Úlfar Helgason , Ýmir ('71)

Árborg er C-deildarmeistari Lengjubikars karla eftir að hafa unnið þægilegan 3-0 sigur á Ými í Kórnum í dag.

Þorsteinn Daníel Þorsteinsson skoraði eina mark Árborgar í fyrri hálfleiknum, en það átti eftir að færast hiti í leikinn í þeim síðari.

Sveinn Kristinn Símonarson tvöfaldaði forystuna á 53. mínútu en sjö mínútum síðar var Guðmundur Axel Blöndal rekinn af velli í liði Ýmis.

Óliver Úlfar Helgason, liðsfélagi Guðmundar, var einnig sendur í sturtu, aðeins ellefu mínútum síðar, en hann var að vísu kominn á bekkinn eftir að hafa verið skipt af velli.

Kristinn Sölvi Sigurgeirsson skoraði þriðja og síðasta markið á 82. mínútu og Árborg því C-deildarmeistari árið 2024.

Árborg vann sex leiki í Lengjubikarnum og gerði eitt jafntefli, en liðið skoraði samtals 34 mörk í þessum sjö leikjum sínum.
Athugasemdir
banner
banner