Man Utd vill fá Watkins - Helmingslíkur á að Ten Hag verði áfram - PSG hefur áhuga á Mateta
banner
   fim 02. maí 2024 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hin hliðin - Frosti Brynjólfsson (Haukar)
Frosti Brynjólfsson.
Frosti Brynjólfsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Tæki Stefán Ómar aftur í Hauka.
Tæki Stefán Ómar aftur í Hauka.
Mynd: Hulda Margrét
'Búi Vilhjálmur, þjálfaði mig í 3. flokki og svo fæ ég punkta í hverjum kaffitíma í vinnunni'
'Búi Vilhjálmur, þjálfaði mig í 3. flokki og svo fæ ég punkta í hverjum kaffitíma í vinnunni'
Mynd: Hulda Margrét
Finnst ekkert gaman að spila á móti honum.
Finnst ekkert gaman að spila á móti honum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ævar Daði og Frosti.
Ævar Daði og Frosti.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
'Ætli það sé ekki þegar ég fór á skeljarnar og bað Rúnar Pál um að giftast mér í æfingarferð á Spáni. Fékk lika grjóthart nei sem var vont'
'Ætli það sé ekki þegar ég fór á skeljarnar og bað Rúnar Pál um að giftast mér í æfingarferð á Spáni. Fékk lika grjóthart nei sem var vont'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daði Snær Ingason.
Daði Snær Ingason.
Mynd: Hulda Margrét
Haukum er spáð þriðja sæti.
Haukum er spáð þriðja sæti.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Það styttist í að 2. deild karla fari af stað og erum við á Fótbolta.net á fullu að birta spá þjálfara fyrir deildina. Í þriðja sæti í spánni eru Haukar.

Frosti Brynjólfsson sneri aftur í Hauka í vetur eftir að hafa leikið með Fylki í tvö tímabil. Það er mikill happafengur fyrir Hauka að fá Frosta aftur í sitt lið þar sem hann er frábær kantmaður. Frosti, sem er fæddur árið 2000, er uppalinn hjá KA en auk Hauka og Fylkis, þá hefur hann leikið með Magna Grenivík. Frosti á 121 KSÍ-leik og í þeim hefur hann skorað 26 mörk.

Frosti sýnir í dag á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Frosti Brynjólfsson

Gælunafn: Ofast kallaður Frozen annars dettur Frozone, Frodo og Naglinn oft inn

Aldur: 24 ára

Hjúskaparstaða: Sambandi

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnistætt úr leiknum: Fyrsti leikurinn var með Magna árið 2016 í 2.deild á móti KF. Ekkert minnisstætt úr leiknum svosem nema man ég kom inná fyrir Orra (afa) Hjáltalín

Uppáhalds drykkur: Vodka RedBull

Uppáhalds matsölustaður: Leirunesti á AK

Hvernig bíl áttu: Er með Suzuki Swift á leigu annars þarf ég nú að heyra í mínum manni Magga Anders að græja flottari bíl

Áttu hlutabréf eða rafmynt: Bæði, ekkert sérstaklega þungur inn samt

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Inbeetweeners

Uppáhalds tónlistarmaður: Paparnir, búnir að tróna á toppnum á Spotify wrapped síðustu 3 ár.

Uppáhalds hlaðvarp: Sem iðnaðarmaður þá þakka ég fyrir öll þessi hlaðvörp sem eru í dag en missi ekki af þætti af Gula spjaldinu, Steve dagskrá og Doc

Uppáhalds samfélagsmiðill: Eyði ansi miklum tíma á TikTok

Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: Það mun vera fotbolti.net

Fyndnasti Íslendingurinn: Get hlegið endalaust af Hjörvari Hafliðasyni og hans frösum

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: “Fuck that fáðu þér bara ölsen í þessu grilli, ég get pikkað þig upp. Legg bara bílnum einhver staðar niðri bæ.” Stefán Ómar vinnufélagi og leikmaður KFK að reyna draga mig í einhverja vitleysu

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: KF

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Það var einhver stór og sterkur Kani, aldrei verið jafn lítill eftir einn leik

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Búi Vilhjálmur, þjálfaði mig í 3.flokki og svo fæ ég punkta í hverjum kaffitíma í vinnunni

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Frændi, Ívar Örn Árnason finnst ekkert gaman að spila á móti honum

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Pabbi aka Billinn. Sjómaður af gamla, vel flúraður og komin með mullett. Var það skotfastur að hann mátti ekki dúndra.

Sætasti sigurinn: Sennilega með Fylki á móti Gróttu þegar við tryggðum okkur upp í Bestu. Það var síðan einhver hátíð þarna eftir leikinn, man minna eftir henni.

Mestu vonbrigðin: Ætli það hafi ekki verið að falla með Magna á Covid tímabilinu

Uppáhalds lið í enska: Liverpool, fékk mér YNWA tattoo í einhverju ölæði þegar ég fór á leik

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Stefán Ómar leikmann KFK. Markahæstur í 4. Deild í fyrra. Tekur 150kg í bekk og lítur út eins og prime Yakubu

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Guðmar Gauti leikmaður Fylkis á eftir að ná langt

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Unnar Steinn Ingvarsson, skemmir ekki að hann sé með mottu og mullett

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Skórnir fóru snemma á hilluna hjá Helenu Heiðdal en hún er með alvöru fótbolta gen

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Zlatan

Hver er mesti höstlerinn í­ liðinu: Ernest Slupski, maðurinn er með 3 síma

Uppáhalds staður á Íslandi: Grenívik eða Grenedorm eins og fólk kallar það fyrir norðan

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Kannski ekki skemmtilegt fyrir mig en klúðraði víti í 3.flokki og í einhverju reiðiskasti ákvað ég að sparka í stöngina og fór útaf meiddur

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Fer alltaf í sturtu fyrir leik og sötra á einum monster

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Fylgist mest með NFL. Læt samt sjá mig á landsmóti hestamanna í sumar með Ragnari Braga

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Phantom

Í hverju varstu/ertu lélegastur í­ skóla: Heimilisfræði, get hvorki eldað né bakað fyrir mitt litla líf

Vandræðalegasta augnablik: Ætli það sé ekki þegar ég fór á skeljarnar og bað Rúnar Pál um að giftast mér í æfingarferð á Spáni. Fékk lika grjóthart nei sem var vont

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Tæki smiðinn Fannar Óla og hans aðstoðarmann Daða Snæ, þeir myndu smíða einhvern fleka. Ég myndi síðan mála flekann og tæki síðan kusuna Sævar sem myndi útvega okkur mjólk og kjöti.

Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Væri til í að sjá Ævar Daða Segatta með bræðrum mínum, Patta Jaime, Binna Glee og Bassa Maraj í næstu seríu af Æði.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Gunnar Skírnir Brynjólfsson og Sæmundur Brynjólfsson eða Twins í raunveruleikaþáttunum Æði eru bræður mínir. Finnur sennilega ekki ólíkari albræður á Íslandi.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Ævar Daði Segatta. Þekki Segatta fjölskylduna ágætlega en Ævar kemur mér sífellt á óvart

Hverju laugstu síðast: Sennilega hvað ég væri búin með marga hvíta monster, sagði 2 en var búin með 4

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Upphitun

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spyrja Darwin Nunez hvort hann ætli að reima á sig markaskóna á næsta tímabili
Athugasemdir
banner
banner