Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
banner
   fim 02. maí 2024 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mörg stór félög reyna við leikmann Bournemouth
Mynd: Getty Images
Í slúðurpakkanum í morgun var sagt frá áhuga Tottenham á Lloyd Kelly varnarmanni Bournemouth. Samningur hans við enska félagið rennur út í sumar.

Umboðsaðilar Kelly hafa rætt við nokkur félög í Evrópu um möguleg félagaskipti í sumar. AC Milan, Juventus, Mónakó og þrjú ónefnd félög úr þýsku Bundesliga hafa sett sig í samband. Fyrr í vetur var Liverpool orðað við kappann. Stuttgart er talið vera eitt af þýsku félögunum sem hefur áhuga.

Sky Sports fjallar svo um það að Newcastle hafi einnig áhuga á leikmanninum. Newcastle og AC Milan hafa einnig áhuga á Tosin Adarabioyo sem er að renna út á samningi hjá Fulham.

Kelly, sem er 25 ára varnarmaður, hefur verið hjá Bournemouth síðan 2019 en hann er uppalinn hjá Bristol City.

Á þessu tímabili hefur hann byrjað 16 leiki og komið inn á 5 sinnum í úrvalsdeildinni. Hann hefur glímt við meiðsli sem hafa haldið honum frá því að spila enn fleiri leiki. Hann getur bæði spilað sem miðvörður og vinstri bakvörður.
Athugasemdir
banner