Man Utd vill fá Watkins - Helmingslíkur á að Ten Hag verði áfram - PSG hefur áhuga á Mateta
   fim 02. maí 2024 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Óljóst hvort Werner verði keyptur
Mynd: Getty Images
Óvíst er hvort Tottenham ætli sér að kaupa Timo Werner frá RB Leipzig í sumar en þetta sagði Ange Postecoglou, stjóri félagsins, á blaðamannafundi í gær.

Tottenham fékk Werner á láni frá RB Leipzig í janúar glugganum en enska félagið er með kaupákvæði í samningnum.

Werner kom að fimm mörkum í þrettán leikjum með Tottenham á tímabilinu áður en hann meiddist en hann verður ekki meira með á tímabilinu.

Postecouglou er ekki viss hvort hann verði keyptur til félagsins.

„Þetta snýst ekki um það sem er að gerast á þessari stundu, heldur um heildaráætlun. Ég er að tala um hvar ég vil að við séum á næstu sex mánuðum og að það sé betri staður en við erum á í dag. Timo gerði lánssamning út tímabilið og hann er hluti af áætlun þar sem við munum sjá hvað við þurfum að gera í sumar og hvort við getum gert það.“

„Verða einhver önnur göt í hópnum og hvar passar Timo inn í þá áætlun? Við erum með plan, sem var alveg óháð þessum skiptum. Hann hefur verið mjög góður og kom inn á mikilvægum tíma í janúar þegar Sonny [Heung-Min Son] var frá og Richy [Richarlison] meiddist. Okkur vantaði menn á köntunum, þannig það var mikil hjálp í því að fá hann inn. Hann hefur verið áhrifamikill en fyrst þarf ég meiri skýrleika á það sem við höfum fyrir hjá félaginu,“
sagði Postecoglou.
Athugasemdir
banner
banner
banner