Man Utd vill fá Watkins - Helmingslíkur á að Ten Hag verði áfram - PSG hefur áhuga á Mateta
banner
   fim 02. maí 2024 11:00
Elvar Geir Magnússon
Rangnick sagði nei við Bayern - Áfram með Austurríki (Staðfest)
Ralf Rangnick landsliðsþjálfari Austurríkis.
Ralf Rangnick landsliðsþjálfari Austurríkis.
Mynd: EPA
Hver tekur við Harry Kane og félögum?
Hver tekur við Harry Kane og félögum?
Mynd: Getty Images
Ralf Rangnick hefur staðfest að hann muni vera áfram landsliðsþjálfari Austurríkis. Rangnick, sem er fyrrum stjóri Manchester United, hefur verið í viðræðum við Bayern München.

Búist var við því að hann myndi taka við fyrrum Þýskalandsmeisturunum af Thomas Tuchel sem lætur af störfum eftir tímabilið.

„Ég er landsliðsþjálfari Austurríkis af öllu mínu hjarta. Ég myndi ekki segja að ég væri að hafna Bayern heldur frekar að ákveða að sýna mínu liði hollustu og þeim markmiðum sem við eigum saman," segir Rangnick.

Rangnick stýrir Austurríki á EM í Þýskalandi en samningur hans við austurríska sambandið er til 2026.

Hann var sex mánuði sem bráðabirgðastjóri Manchester United tímabilið 2021-22 og hefur einnig stýrt Ulm, Stuttgart, Hannover, Hoffenheim, Schalke og RB Leipzig.

Bayern er ekki í viðræðum við neinn annan stjóra í augnablikinu og Rangnick er ekki sá fyrsti sem hafnar félaginu. Xabi Alonso stjóri Bayer Leverkusen var áður orðaður við starfið og einnig Julian Nagelsmann landsliðsþjálfari Þýskalands
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leverkusen 33 27 6 0 87 23 +64 87
2 Bayern 33 23 3 7 92 41 +51 72
3 Stuttgart 33 22 4 7 74 39 +35 70
4 RB Leipzig 33 19 7 7 75 37 +38 64
5 Dortmund 33 17 9 7 64 43 +21 60
6 Eintracht Frankfurt 33 11 13 9 49 48 +1 46
7 Hoffenheim 33 12 7 14 62 64 -2 43
8 Freiburg 33 11 9 13 44 56 -12 42
9 Heidenheim 33 9 12 12 46 54 -8 39
10 Augsburg 33 10 9 14 49 58 -9 39
11 Werder 33 10 9 14 44 53 -9 39
12 Wolfsburg 33 10 7 16 40 53 -13 37
13 Gladbach 33 7 13 13 56 63 -7 34
14 Bochum 33 7 12 14 41 70 -29 33
15 Mainz 33 6 14 13 36 50 -14 32
16 Union Berlin 33 8 6 19 31 57 -26 30
17 Köln 33 5 12 16 27 56 -29 27
18 Darmstadt 33 3 8 22 30 82 -52 17
Athugasemdir
banner
banner
banner