Man Utd vill fá Watkins - Helmingslíkur á að Ten Hag verði áfram - PSG hefur áhuga á Mateta
banner
   fim 02. maí 2024 14:30
Elvar Geir Magnússon
Þrjú líklegustu liðin til að vinna EM að mati Mourinho
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho telur að sínir menn í Portúgal séu líklegir til afreka á EM 2024 sem fram fer í Þýskalandi í sumar.

Hann telur að ásamt Portúgal séu það England og Frakkland sem séu líklegust til sigurs. Á eftir þessum þremur komi síðan heimamenn í Þýskalandi.

Mourinho hefur einnig greint frá því að sér hafi tvívegis verið boðið að taka við þjálfun portúgalska landsliðsins.

„Dyrnar varðandi Portúgal hafa tvisvar verið opnar. Í fyrra skiptið var ég hjá Real Madrid og hafði áhuga á að stýra portúgalska liðinu samhliða. Florentino Perez forseti Real Madrid sagði mér hinsvegar að það væri ómögulegt,“ segir Mourinho.

„Í hitt skiptið var ég rekinn frá Roma nokkrum mánuðum síðar. Ég sé samt ekki eftir neinu."

Roberto Martínez, fyrrum landsliðsþjálfari Belgíu, tók við portúgalska landsliðinu í fyrra.

„Það er frábær kynslóð leikmanna í portúgalska landsliðinu núna og þjálfarinn hefur gert góða hluti. Ég vona að liðið geri vel og vinni keppnina," segir Mourinho.
Athugasemdir
banner
banner
banner