Bayern hefur áhuga á Bruno - Man Utd ætlar að bjóða í Branthwaite - Frank og McKenna orðaðir við stjórastarfið á Old Trafford
„Æðislegt að vera kominn heim og æðislegt að fá traustið"
Stigið upp eftir lélegt tímabil í fyrra - „Mig langaði að spila í efstu deild"
Davíð Smári: Hefði kannski átt að sleppa því að tala um það
Gunnar stoltur þrátt fyrir tap: Að spila gegn besta liði landsins
Haddi: Frábært hversu fljótt hann er kominn inn í þetta
Birta Georgs: Við höfum allar óbilandi trú á þeim
John Andrews: Spiluðu með Víkingshjartanu
Óli Kristjáns: Slakasta frammistaða okkar í sumar
Guðni Eiríksson: Við vorum komin í ansi djúpa holu
Hannah Sharts: Þetta var einhver misskilingur, frá sjónarhorni dómarans allavega
Donni: Lítið annað hægt en að dást og læra af
Fanndís: Eigum bara ekki að þurfa að fá á okkur mark
Andrea Mist: Get ekki beðið, ég er að telja niður dagana
Var með í maganum fyrir leikinn - „Ekki mikið talað um þær"
Jonathan Glenn: Þegar það rignir þá hellirignir
Karen María: Loksins einhver önnur en Sandra
Úlfur: Attum að fara inn í hálfleik með forystu
Siggi Höskulds: Hann nær hámarkshraða sama hvaða tími er á klukkunni
Þorleifur: Vorum boðnar velkomnar í Lengjudeildina
Jón: Vildi óska að það væri annar leikur á morgun
   mið 03. apríl 2024 15:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fullfærir um að afsanna spána aftur - Bæði góð og slæm tíðindi af hópnum
Þjálfarinn fer yfir stöðuna.
Þjálfarinn fer yfir stöðuna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Atli lék 24 leiki í fyrra og skoraði sex mörk.
Atli lék 24 leiki í fyrra og skoraði sex mörk.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Umræðan síðustu daga og í vetur hefur verið þannig að það kom okkur ekki á óvart hvar okkur er spáð. Tímabilið leggst vel í mig, alveg eins og í fyrra. Ég tel okkur vera fullfæra um að afsanna þessa spá líkt og við gerðum á síðasta tímabili," sagði Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, við Fótbolta.net í gær.

HK er spáð botnsæti Bestu deildarinnar tímabilið 2024. Í fyrra var liðinu spáð falli en hélt sæti sínu í deildinni.

HK mætir KA í fyrstu umferð deildarinnar, sá leikur fer fram á Greifavellinum á Akureyri á sunnudag.

Fer maður pressulaus inn í mótið þegar manni er spáð 12. sætinu?

„Auðvitað er enginn pressulaus, við erum undir pressu frá sjálfum okkur um það að standa okkur betur en okkur er spáð. Ég held að það eigi við um töluvert fleiri lið en bara þau sem er spáð falli. Ég held að flest lið setji meiri pressu á sjálfan sig heldur en spárnar segja til um. Það leggst bara vel í mig að reyna standa undir því og pressan um það að gera vel kemur frá okkur í hópnum; teyminu og leikmannahópnum. Það er okkar vilji að gera betur en þetta og við setjum pressu á hvorn annan. Pressan kemur ekki neinstaðar annars staðar frá."

Eru allir í hópnum meiðslafríir?

„Við misstum Brynjar Snæ (Pálsson) í meiðsli í æfingaleik um daginn. Hann verður ekki með í fyrstu umferð og kannski fyrstu tveimur. En á móti er Atli Arnarson að koma til baka, hann hefur verið frá í allan vetur, fór í aðgerð. Hann er að byrja æfa á fullu núna. Hann ætti að vera að detta inn núna í fyrstu umferðunum," sagði Ómar.
Athugasemdir
banner
banner