Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
   fös 03. maí 2024 16:00
Brynjar Ingi Erluson
Greenwood tilnefndur í lið ársins í La Liga
Mynd: Getty Images
Enski sóknarmaðurinn Mason Greenwood hefur verið tilnefndur í lið ársins í La Liga á Spáni.

Greenwood, sem er á láni hjá Getafe frá Manchester United, hefur komið að fjórtán mörkum í deildinni á tímabilinu og verið með allra bestu leikmönnum liðsins.

Framtíð hans hjá Manchester United er óljós en félagið mun taka ákvörðun eftir tímabilið.

Barcelona og Juventus eru sögð á eftir honum en United er sagt reiðubúið að samþykkja 40 milljóna punda tilboð í kappann.

Frammistaða Greenwood með Getafe hefur ekki farið framhjá neinum, en hann hefur nú verið tilnefndur í lið ársins hjá La LIga og tölvuleikjaframleiðandanum, EA Sports, en stuðningsmenn og áhugamenn um tölvuleikinn EAFC 24 geta kosið í tenglinum sem fylgir X-færslunni hér fyrir neðan.

Átta leikmenn Real Madrid eru tilnefndir og þá eru Barcelona og Girona með sex fulltrúa. Þar á meðal má finna þá Jude Bellingham, Vinicius Junior, Artem Dovbyk, Ilkay Gündogan og Joao Cancelo, svo einhverjir séu nefndir.


Athugasemdir
banner
banner
banner