Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
banner
   lau 04. maí 2024 19:54
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Fall blasir við Köln
Mynd: EPA
Koln 0 - 0 Freiburg

Köln er svo gott sem fallið úr þýsku deildinni eftir að liðið gerði markalaust jafntefli við Freiburg í dag.

Það er ekkert launungarmál að Köln þurfti öll stigin í dag og gerði liðið allt sem það gat til að ná í þau.

Liðið skapaði sér mörg ákjósanleg færi en Noah Atubolu, markvörður Freiburg, var í stuði og varði allt sem kom í áttina að honum.

Köln hefur aðeins skorað 24 mörk á öllu tímabilinu og sást það oft á færanýtingunni.

Þetta jafntefli gerir lítið fyrir bæði lið. Köln er sex stigum frá öruggu sæti þegar liðið á tvo leiki eftir á meðan Freiburg varð af mikilvægum stigum í Evrópubaráttu.

Það er fátt sem kemur í veg fyrir fall Kölnar. Það gæti gerst á morgun ef Union Berlín og Bochum gera jafntefli en þá þyrfti Mainz að vinna Heidenheim.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leverkusen 33 27 6 0 87 23 +64 87
2 Bayern 33 23 3 7 92 41 +51 72
3 Stuttgart 33 22 4 7 74 39 +35 70
4 RB Leipzig 33 19 7 7 75 37 +38 64
5 Dortmund 33 17 9 7 64 43 +21 60
6 Eintracht Frankfurt 33 11 13 9 49 48 +1 46
7 Hoffenheim 33 12 7 14 62 64 -2 43
8 Freiburg 33 11 9 13 44 56 -12 42
9 Heidenheim 33 9 12 12 46 54 -8 39
10 Augsburg 33 10 9 14 49 58 -9 39
11 Werder 33 10 9 14 44 53 -9 39
12 Wolfsburg 33 10 7 16 40 53 -13 37
13 Gladbach 33 7 13 13 56 63 -7 34
14 Bochum 33 7 12 14 41 70 -29 33
15 Mainz 33 6 14 13 36 50 -14 32
16 Union Berlin 33 8 6 19 31 57 -26 30
17 Köln 33 5 12 16 27 56 -29 27
18 Darmstadt 33 3 8 22 30 82 -52 17
Athugasemdir
banner
banner
banner