Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
   mán 05. febrúar 2018 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Graham Poll: Dómarateymið stóð sig vel á Anfield
Mynd: Getty Images
Graham Poll er goðsögn innan dómgæsluheimsins eftir farsæl ár sem einn besti dómari í sögu enskrar knattspyrnu.

Liverpool gerði 2-2 jafntefli við Tottenham í gær og eru margir stuðningsmenn Liverpool brjálaðir yfir dómgæslunni í leiknum, þar sem Jurgen Klopp var brjálaður að leikslokum og hraunaði rækilega yfir dómarana.

„Línuvörðurinn Eddie Smart átti stóran þátt í báðum vítaspyrnudómunum og hafði rétt fyrir sér í bæði skipin," skrifar Poll í pistli sínum á Daily Mail.

„Í fyrri vítaspyrnunni ríkti óvissa því Harry Kane var í rangstöðu þegar boltinn lagði af stað. Knötturinn hafði þó viðkomu í varnarmanni Liverpool og Kane því réttstæður.

„Í seinni dómnum var það línuvörðurinn Smart sem sá manna best hvað gerðist og var staðfastur á því að gestirnir ættu að fá aðra vítaspyrnu.

„Þetta var óviljaverk hjá Virgil van Dijk en þetta var klunnalegt hjá honum og ekkert annað en vítaspyrna."

Athugasemdir
banner
banner
banner