Man Utd vill fá Watkins - Helmingslíkur á að Ten Hag verði áfram - PSG hefur áhuga á Mateta
   lau 07. apríl 2018 12:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Crouch til í að hjálpa Ronaldo fyrir næstu hjólhestaspyrnu
Crouch skorar hér með hjólhestaspyrnu.
Crouch skorar hér með hjólhestaspyrnu.
Mynd: Getty Images
Peter Crouch er tilbúinn að veita Cristiano Ronaldo hjálparhönd ef hann vill bæta tækni sína í hjólhestaspyrnum.

Cristiano Ronaldo skoraði eitt af betri mörkum í sögu Meistaradeildarinnar þegar hann skoraði með hjólhestaspyrnu í 3-0 útisigri Real Madrid á Juventus á þriðjudag.

Sjá einnig:
Ronaldo tók hjólhestaspyrnuna í 2,41 metra hæð

En Crouch, sem skoraði með hjólhestaspyrnu í Meistaradeildinni með Liverpool tímabilið 2006/07, telur Ronaldo geta gert betur.

Í pistli sínum fyrir Daily Mail skrifar Crouch í léttum dúr:„Þetta er hluti af leik hans sem hann getur bætt."

„Aðeins nokkrir vel valdir hafa skorað með hjólhestaspyrnu í Meistaradeildinni og mark hans gegn Juventus var flott, en ef hann vill gera betur næst þá er ég til í að miðla visku minni."

Crouch, 37 ára, er í dag á mála hjá Stoke.


Athugasemdir
banner
banner
banner