Man Utd vill fá Watkins - Helmingslíkur á að Ten Hag verði áfram - PSG hefur áhuga á Mateta
banner
   lau 07. apríl 2018 13:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Bragðdaufur nágrannaslagur í Liverpool
Þeir hafa oft verið skemmtilegri grannaslagirnir í Liverpool
Þeir hafa oft verið skemmtilegri grannaslagirnir í Liverpool
Mynd: Getty Images
Danny Ings kom inn í byrjunarlið Liverpool en náði ekki að setja mark.
Danny Ings kom inn í byrjunarlið Liverpool en náði ekki að setja mark.
Mynd: Getty Images
Liverpool er áfram í þriðja sæti deildarinnar. Everton er í því níunda.
Liverpool er áfram í þriðja sæti deildarinnar. Everton er í því níunda.
Mynd: Getty Images
Everton 0 - 0 Liverpool

Það var grannaslagur í Liverpool-borg í hádeginu á þessum fallega laugardegi. Liverpool heimsótti Everton á Goodison Park en fyrir leikinn hafði Everton ekki unnið Liverpool í 16 skiptum í röð. Það breyttist svo sem ekki í dag.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, gerði margar breytingar á byrjunarliði sínu frá 3-0 sigrinum á Manchester City í Meistaradeildinni í vikunni og voru Mohamed Salah og Roberto Firmino settir utan byrjunarliðsins. Danny Ings fékk að byrja, og sömuleiðis Dominic Solanke.

Liverpool var sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum en báðir markverðir, Jordan Pickford og Loris Karius, þurftu að taka á honum stóra sínum til þess að staðan var markalaus í hálfleik.

Liverpool hélt áfram að stjórna ferðinni framan af seinni hálfleiknum og leikmenn Everton voru ekki að gera mikið fram á við, þangað til rétt tæpar 10 mínútur voru eftir. Cenk Tosun fékk ágætis færi til að skora en hann og Theo Walcott voru ógnandi síðustu mínúturnar. Þeir náðu hins vegar ekki að skora.

Lokatölurnar 0-0 í þessum grannaslag sem hefur oft reynst skemmtilegri. Liðin gera jafntefli í báðum deildarleikjum sínum á tímabilinu. Þessi úrslit eru líklega bara nokkuð sanngjörn, þó Liverpool hafi heilt yfir verið sterkara liðið.


Liverpool er áfram í þriðja sæti deildarinnar, einu stigi á eftir Manchester United sem á tvo leiki til góða. Everton siglir lygnan sjó um miðja deild, með 41 stig eftir 33 leiki. Liverpool hefur nú ekki tapað í síðustu 17 leikjum sínum gegn Everton.


Athugasemdir
banner
banner