Man Utd vill fá Watkins - Helmingslíkur á að Ten Hag verði áfram - PSG hefur áhuga á Mateta
   mán 13. nóvember 2023 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eiður Atli framlengir við HK (Staðfest) - Leiknir hafði áhuga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Atli Rúnarsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við HK. Fyrri samningur var að renna út.

„Eiður er fæddur árið 2002 og er uppalinn HK-ingur. Eiður spilaði 17 leiki í Bestu Deild karla með félaginu í sumar auk þess var hann einnig í æfingahóp U-21 landsliðs Íslands fyrr á árinu," segir í tilkynningu HK.

Leiknir hafði áhuga á því að fá varnarmanninn í sínar raðir en hann ákvað á endanum að endursemja við HK.

Komnir
Hjörvar Daði Arnarsson frá Hetti (var á láni)
Ólafur Örn Ásgeirsson frá ÍR (var á láni)

Farnir
Ahmad Faqa til AIK (var á láni)
Örvar Eggertsson í Stjörnuna
Sigurbergur Áki Jörundsson í Stjörnuna (var á láni)

Samningslausir
Hassan Jalloh (1998) - 16.10
Arnþór Ari Atlason (1993) - 16.10
Leifur Andri Leifsson (1989) - 16.10
Kristján Snær Frostason (2005) - 31.12
Tumi Þorvarsson (2005) - 31.12


Athugasemdir
banner
banner