Napoli vill kaupa Dragusin - Greenwood kostar 50 milljónir punda - Man Utd vill Frenkie de Jong - Arsenal setur sjö leikmenn á sölu - Mbappe kynntur í...
   sun 28. apríl 2024 11:30
Brynjar Ingi Erluson
Segir Tuchel í viðræðum við Man Utd
Mynd: Getty Images
Santi Aouna, blaðamaður á FootMercato, segir INEOS, nýjan hluteiganda í Manchester United, í viðræðum við þýska þjálfarann Thomas Tuchel.

Tuchel hættir með Bayern München eftir tímabilið og er hann sagður áhugasamur um að snúa aftur til Bretlandseyja.

Þjóðverjinn varð Evrópumeistari með Chelsea árið 2021 en var látinn fara einu og hálfu ári síðar.

Samkvæmt blaðamanninum Santi Aouna er Tuchel sagður í viðræðum INEOS, sem á 27,7 prósent hlut í Manchester United, um að taka við enska félaginu.

INEOS er í eigu breska auðkýfingsins Sir Jim Ratcliffe, en það á einnig franska félagið Nice.

Enskir miðlar eru nokkuð sannfærðir um að Erik ten Hag verði ekki áfram hjá United á næsta tímabili, þó svo hann vinni enska bikarinn á Wembley í næsta mánuði.

United verður líklega ekki með í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Það er ljóst að liðið mun ekki ná fjórða sætinu, en þó er enn örlítill möguleiki á að fá aukasæti fyrir England.

Til þess að það sé möguleiki verður Aston Villa að vinna báða leiki sína í undanúrslitum Sambandsdeildarinnar og vinna síðan úrslitaleikinn og þá þurfa Bayer Leverkusen, Borussia Dortmund og Bayern München öll að tapa báðum leikjum sínum í undanúrslitunum í Evrópukeppnunum. Stjarnfræðilegar líkur semsagt.
Athugasemdir
banner
banner