Man Utd vill fá Watkins - Helmingslíkur á að Ten Hag verði áfram - PSG hefur áhuga á Mateta
   fim 29. febrúar 2024 23:09
Brynjar Ingi Erluson
Unnið að því að koma Dele Alli aftur á völlinn - „Það er það eina sem hann er að gera“
Mynd: Getty Images
Sean Dyche, stjóri Everton, segir að Dele Alli sé að leggja hart að sér að komast aftur á völlinn, en enginn tímarammi er kominn á endurkomu hans.

Alli hefur ekkert spilað á þessu tímabili en hann hefur verið að glíma við erfið meiðsli.

Englendingurinn spilaði síðast á láni hjá Besiktas á síðasta tímabili en meiddist þegar tveir mánuðir voru eftir af tyrknesku deildinni og hefur ekkert spilað síðan.

Dyche gat ekki gefið nákvæma dagsetningu á endurkomu Alli og bætti hann þá við að honum og félaginu væri í raun sama um það, heldur væri það mikilvægasta fyrir leikmanninn að koma sér í form.

„Einbeiting Dele er að koma sér í form og það er í raun ekkert annað í gangi. Það er augljóslega eitthvað í að hann snúi aftur en hann er bara að einbeita sér að því. Einhver spurði mig nýlega að þessu og ég sagði bara að við erum að vinna í því að koma honum í form. Við höfum ekki áhyggjur af því hvenær hann er klár, heldur segjum við bara „Byrjaðu á því að koma þér í form“. Það er það eina sem við viljum að hann geri og það er það eina sem hann er að vinna í,“ sagði Dyche á blaðamannafundi í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner