Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
   mán 29. apríl 2024 23:13
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Aðeins þrír leikmenn sem Man Utd er ekki tilbúið að selja
Þeir eru öruggir
Þeir eru öruggir
Mynd: EPA

Það stefnir í allsherjar hreinsun á leikmannahópi Manchester United í sumar en enskir fjölmiðlar greina frá því að aðeins þrír leikmenn séu ósnertanlegir.


Það eru þeir Rasmus Höjlund, Alejandro Garnacho og Kobbie Mainoo. Félagið mun ætla að byggja upp lið í kringum þá.

Félagið mun ekki bjóða öðrum félögum að kaupa leikmann á borð við Marcus Rashford en mun hins vegar vera tilbúið til að selja hann ef það fær rétt tilboð.

Félagið neyðist til að fara í róttækar aðgerðir vegna fjármálareglna ensku deildarinnar ef liðinu mistekst að tryggja sér sæti í Evrópukeppni á næstu leiktíð.

Mirror greindi frá því í síðustu viku að tólf leikmenn liðsins gætu yfirgefið félagið og þá voru nefndir menn á borð við Rashford, Casemiro, Raphael Varane og Harry Maguire.


Enski boltinn - Ef ég tala, þá er ég í miklum vandræðum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner