Bayern hefur áhuga á Bruno - Man Utd ætlar að bjóða í Branthwaite - Frank og McKenna orðaðir við stjórastarfið á Old Trafford
   mán 29. apríl 2024 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Búnir að jafna okkur á því og teljum okkur vel tilbúna"
Haraldur Freyr Guðmundsson - Keflavík
Lengjudeildin
Haraldur Freyr stýrir Keflavík.
Haraldur Freyr stýrir Keflavík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík féll úr Bestu deildinni í fyrra.
Keflavík féll úr Bestu deildinni í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík er spáð þriðja sæti í Lengjudeildinni en markmið liðsins er einfalt: Að fara beint aftur upp.
Keflavík er spáð þriðja sæti í Lengjudeildinni en markmið liðsins er einfalt: Að fara beint aftur upp.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tímabilið leggst vel í okkur og við hlökkum til að byrja deildina næstkomandi föstudag þegar við tökum á móti ÍR í fyrsta leik," segir Haraldur Freyr Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur í samtali við Fótbolta.net.

Keflavík er spáð þriðja sæti Lengjudeildarinnar í sumar en liðið féll úr Bestu deildinni síðasta sumar. Haraldur segir að spáin komi ekki sérlega mikið á óvart.

„Nei, myndi ekki segja að spáin komi mér eitthvað sérstaklega á óvart. Held að þetta sé nokkuð sanngjörn spá."

Teljum okkur vel tilbúna
Haraldur var aðstoðarþjálfari Sigurðar Ragnars Eyjólfssonar fyrri hluta tímabilsins í fyrra en tók svo liðinu fyrir síðustu leikina. Eftir tímabilið tók hann alfarið við liðinu. Tímabil var afar erfitt og Keflavík átti ekki mikinn möguleika á því að halda sér uppi.

„Já, tímabilið í fyrra var erfitt þar sem okkur gekk illa að ná í sigra og því fór sem fór að við féllum að lokum í Lengjudeildina, en við erum búnir að jafna okkur á því og teljum okkur vel tilbúna í Lengjudeildina," segir Haraldur.

„Ég tek við sem aðalþjálfari um mitt mót á síðasta tímabili og það var verðugt verkefni að reyna bjarga okkur frá falli en það tókst ekki. Mér finnst þetta að sjálfsögðu skemmtilegt, því annars væri ég ekki í þessu. Verkefnið núna er að koma Keflavík aftur í deild þeirra bestu."

Breytingar á hópnum talsverðar
Haraldur segir að veturinn hafi verið fínn heilt yfir, en það hafa verið talsverðar breytingar á hópnum í vetur.

„Veturinn heilt yfir hefur verið fínn hjá okkur. Við höfum spilað æfingaleiki og tekið þátt að sjálfsögðu í deildarbikarnum þar sem við vorum nálægt því að fara í undanúrslit. Svo fórum við í góða æfingaferð til Spánar og höfum leikið tvo bikarleiki síðan við komum heim og náð að sigra þá báða," segir Haraldur.

„Breytingar á hópnum eru talsverðar sem oft gerist við fall; það eru margar og mismunandi ástæður fyrir breytingunum - einhverjir hætta, aðrir fara til baka eftir lán og svo eru einhverjir sem fá ekki samning áfram. En við erum nokkuð sáttir við hópinn eins og hann er núna, en við erum alltaf með augun opin fyrir nýjum leikmönnum líka."

Markmiðið skýrt
Markmiðið hjá Keflavík fyrir sumarið er skýrt.

„Ég held að deildin verði jöfn og spennandi, mörg lið sem gera tilkall til þess að fara upp um deild. Ég sé ekki endilega eitthvað eitt lið stinga af."

„Markmiðin okkar eru að fara upp um deild eins og ég sagði áðan er að koma Keflavík aftur í deild þeirra bestu."

Eitthvað að lokum?

„Okkur hlakkar til mótsins og vonandi getum við boðið upp á skemmtilegan fótbolta á HS Orku vellinum og við vonumst eftir að stuðningsmenn mæti á völlinn í sumar og styðji við bakið á liðinu."
Athugasemdir
banner