Bayern hefur áhuga á Bruno - Man Utd ætlar að bjóða í Branthwaite - Frank og McKenna orðaðir við stjórastarfið á Old Trafford
banner
   mán 29. apríl 2024 10:59
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir 
„Eftir að hafa skoðað mörkin aftur verð ég að taka ábyrgð“
Guy Smit í leiknum í gær.
Guy Smit í leiknum í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Guy Smit hefur verið mjög ósannfærandi í sínum aðgerðum í síðustu tveimur leikjum KR og gerði dýrkeypt mistök í 2-3 tapinu gegn Breiðabliki í gær.

„Guy Smit gerir aulaleg mistök sem leiða til þriðja marks Breiðabliks. Markmannsmistök eru oft þau dýrustu í boltanum. Spurning hvort Ryder kalli í Sam Blair eða Sigurpál Sören fyrir næsta leik?" skrifaði Sæbjörn Steinke í skýrslu sinni um leikinn.

Í þriðja marki Blika var boltinn hirtur af hollenska markverðinum fyrir utan teiginn.

„Eftir að hafa skoðað mörkin aftur verð ég að taka ábyrgð. Ég held samt að annað markið, ég var nær þessu en allir, veit ekki hvernig það leit út í sjónvarpi eða frá hliðarlínunni en mér fannst hann ekki fara allur inn," sagði Guy í viðtali við Vísi eftir leikinn.

„Í þriðja markinu hefði ég ekkert átt að fara út úr markinu, ég hélt að ég næði til boltans en ef ég hefði sparkað hefði ég bara tekið manninn held ég. Röng ákvörðun af minni hálfu og ég tek fulla ábyrgð."

Guy tefldi á tæpasta vaði í nokkur skipti gegn Fram í þriðju umferðinni en slapp þá með skrekkinn.

„Þetta er nýtt fyrir mér að vera svona ofarlega, við spilum hátt og ég kemst mikið á boltann. Eftir Fram leikinn töluðu þjálfararnir við mig og sögðu bara ‘skjóttu þessu burt’. En ég held að ef ég hefði gert það þarna hefði ég tekið manninn og verið sendur af velli. Þess vegna segi ég, það var röng ákvörðun að fara í úthlaupi," segir Guy í viðtalinu við Vísi.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 6 5 0 1 14 - 6 +8 15
2.    Breiðablik 6 4 0 2 15 - 9 +6 12
3.    FH 6 4 0 2 10 - 9 +1 12
4.    Valur 6 3 2 1 9 - 5 +4 11
5.    Fram 6 3 2 1 7 - 4 +3 11
6.    Stjarnan 6 3 1 2 8 - 7 +1 10
7.    ÍA 6 3 0 3 14 - 9 +5 9
8.    KR 6 2 1 3 11 - 11 0 7
9.    HK 6 2 1 3 6 - 10 -4 7
10.    Vestri 6 2 0 4 4 - 12 -8 6
11.    KA 6 0 2 4 7 - 13 -6 2
12.    Fylkir 6 0 1 5 5 - 15 -10 1
Athugasemdir
banner
banner