Félög í Sádi-Arabíu vilja Casemiro og Bruno - Real vill fá Trent frá Liverpool - Alonso ætlar að stýra Liverpool, Real og Bayern
   mán 29. apríl 2024 09:53
Elvar Geir Magnússon
„Ég trúi ekki að dómurunum líði vel með þetta“
Úr leik KR og Breiðabliks í gær.
Úr leik KR og Breiðabliks í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Halldór Árnason.
Halldór Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks telur að dómarar séu að gera mistök og taka rangar ákvarðanir í risastórum atriðum í leikjum því einbeiting þeirra sé á öðrum hlutum.

Dómgæslan hefur verið mikið til umræðu í byrjun Bestu deildarinnar. Gulu spjöldin hafa verið gríðarlega mörg enda dómararnir verið með stranga línu þegar kemur að orðbragði og látbragði.

„Það er búið að setja þeim einhverjar línur, þeir eru rosa mikið að spá í því hversu margir standa á bekknum, hvað menn segja eða hvernig menn sveifla höndum. Fókusinn fer af því sem skiptir mestu máli, sem er að dæma leikinn,“ sagði Halldór í viðtali við Fótbolta.net eftir 3-2 sigur Blika gegn KR í gær.

Línan kemur einverstaðar að ofan
„Ég ætla ekki að setja út á dómarana sjálfa því það er alveg ljóst að línan kemur einverstaðar að ofan. Ég er ekki að tala bara um leikinn í kvöld heldur flesta leiki sem hafa verið spilaðir í þessum fjórum umferðum. Þetta er skrítin lína, ég trúi ekki að dómurunum líði vel með þetta því þetta setur þá í óþægilega stöðu. Áhorfendur eru ekki hrifnir af þessu og ekki heldur leikmenn. Þetta er skrítið."

Sjálfur fékk Halldór að líta gula spjaldið og hann lýsir því hversu ströng línan er hjá dómurunum varðandi ummæli á bekk.

„Mér var tilkynnt snemma í seinni hálfleik að ef einhver á bekknum myndi segja eitthvað, sama hver það væri, þá myndi ég fá spjald. Ég geri ráð fyrir að einhver hafi sagt eitthvað sem Jóhanni mislíkaði," segir Halldór.

Stjórnunin á leiknum var ömurleg
Kollegi hans, Jón Þór Hauksson, lét líka óánægju sína með línu Helga Mikaels dómara í ljós eftir að ÍA tapaði gegn FH í gær. Það þótti ekki vera mikill hiti í leiknum en samt sem áður fóru fjölmörg gul spjöld á loft.

„Ég var virkilega ósáttur með dómgæsluna í dag, mér fannst hún alveg galin. Bara hræðileg. Stjórnunin á leiknum var ömurleg og frammistaðan bara mjög slæm. Spjaldagleði og algjörlega úr takt við leikinn," sagði Jón Þór.

„Mér leið eins og hann væri búinn að spjalda okkur alla áður en FH-ingarnir fengu spjald. Mér fannst ekkert samræmi í því. En auðvitað sér maður það kannski ekki alveg í réttu ljósi á hliðarlínunni. Þessi leikur var alls ekki vel dæmdur."
Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Athugasemdir
banner
banner