Man Utd vill fá Watkins - Helmingslíkur á að Ten Hag verði áfram - PSG hefur áhuga á Mateta
   mán 29. apríl 2024 16:30
Elvar Geir Magnússon
Ensku úrvalsdeildarfélögin samþykkja eyðsluþak
Mynd: Chateau
Félögin í ensku úrvalsdeildinni hafa samþykkt hugmyndur um að setja eyðsluþak frá og með 2025.

Sextán af tuttug félögum samþykktu þessar hugmyndir en Manchester United, Manchester City og Aston Villa kusu gegn þeim. Chelsea sat hjá.

Hugmyndin er að eyðsluþakið ráðist af þeirri fjárhæð sem tekjulægsta félagið í úrvalsdeildinni aflar sér í gegnum sjónvarpsréttarsamninga. Kerfið verður fullmótað á næstu vikum og kynnt í sumar.

Það er því útlit fyrir að þetta nýja kerfi muni taka við af núgildandi reglum sem miða við sjálfbærni og hagnað í rekstri.

Fjárhagsmál félaga í ensku úrvalsdeildinni hafa verið mikið í umræðu á þessu tímabili en dregin voru stig af Everton og Nottingham Forest fyrir brot á fjárhagsreglum.
Athugasemdir
banner
banner
banner