Bayern hefur áhuga á Bruno - Man Utd ætlar að bjóða í Branthwaite - Frank og McKenna orðaðir við stjórastarfið á Old Trafford
   mán 29. apríl 2024 22:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Spánn: Lewandowski stórkostlegur í endurkomu Barcelona
Mynd: EPA

Barcelona 4 - 2 Valencia
1-0 Fermin Lopez Marin ('22 )
1-1 Hugo Duro ('27 )
1-2 Pepelu ('38 , víti)
2-2 Robert Lewandowski ('49 )
3-2 Robert Lewandowski ('82 )
4-2 Robert Lewandowski ('90 )
Rautt spjald: Giorgi Mamardashvili, Valencia ('45)


Það var magnaður leikur í Barcelona í kvöld þegar heimamenn fengu Valencia í heimsókn.

Fermin Lopez kom Barcelona yfir en Hugo Duro jafnaði metin eftir hræðileg mistök hjá Marc Andre ter Stegen. Duro komst einn í gegn en missti boltann langt frá sér, Ter Stegen komst í boltann og ætlaði að vippa honum yfir Duro en hitti boltann illa og Duro náði honum og skoraði í opið markið.

Valencia náði forystunni fyrir lok fyrri hálfleiks þegar Pepelu skoraði úr vítaspyrnu. Fjörinu var ekki lokið í fyrri hálfleiknum en Giorgi Mamardashvili markvörður Valencia fékk að líta rauða spjaldið undir lokin þegar hann fékk boltann í höndina fyrir utan vítateiginn eftir mikinn klaufagang.

Robert Lewandowski tók síðan yfir og skoraði þrennu og tryggði Barcelona endurkomusigur. Fyrstu tvö mörkin með skalla eftir hornspyrnu og það þriðja beint úr aukaspyrnu í uppbótatíma.


Athugasemdir
banner
banner
banner