Félög í Sádi-Arabíu vilja Casemiro og Bruno - Real vill fá Trent frá Liverpool - Alonso ætlar að stýra Liverpool, Real og Bayern
banner
   þri 30. janúar 2024 14:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Frank um Hákon: Fjórir mánuðir af lærdómi og aðlögun
Mynd: Brentford
Mynd: Brentford
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Thomas Frank, stjóri Brentford, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag fyrir leik liðsins gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld.

Danski stjórinn var spurður út í félagaskiptagluggann sem lokar á fimmtudag.

„Ég er ánægður með gluggann til þessa, Sergio Reguilon er mikilvægasta púslið því við þurftum vinstri bakvörð og fengum algjöran toppleikmann. Ég get ekki beðið eftir að sjá hann blómstra."

„Svo fórum við týpísku Brentford leiðina þegar við fengum tvo mjög góða og hæfileikaríka leikmenn í Yunus (Emre Konak) og Hákoni (Valdimarssyni), sem ég er mjög, mjög ánægður með."

„Við munum skoða hvort við getum fengið einn í viðbót í glugganum - gæti orðið erfitt - en við höfum einnig verið að vinna í mönnum sem gætu komið í sumar. Við sinnum alltaf okkar vinnu þegar við skoðum leikmenn og stundum tekur það tíma. Stundum þegar þú nærð ekki einhverju í fyrstu tilraun, þá reyniru aftur,"
sagði Frank.

Hann var svo spurður sérstaklega út í Hákon sem keyptur var frá Elfsborg í síðustu viku.

„Mér finnst við vera með mjög góðan hóp af markmönnum sem vinna hörðum höndum saman. Ég býst við að Hákon komist nokkuð þægilega inn í þann hóp og inn í félagið. Hann mun æfa vel og bæta sig. Þetta verða fjórir mánuðir af lærdómi og aðlögun, svo vonandi getur hann slegið í gegn þegar við byrjum aftur eftir sumarfrí. Ég er mjög ánægður að við náðum að fá hann í baráttu við önnur félög - önnur úrvalsdeildarfélög. Ég held þetta séu mjög góð kaup," sagði Frank.

Mark Flekken er aðalmarkvörður Brentford og Thomas Strakosha er varamarkvörður. Strakosha hefur verið orðaður í burtu en Frank býst ekki við öðru en að hann klári tímabilið hjá Brentford.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 37 27 7 3 93 33 +60 88
2 Arsenal 37 27 5 5 89 28 +61 86
3 Liverpool 37 23 10 4 84 41 +43 79
4 Aston Villa 37 20 8 9 76 56 +20 68
5 Tottenham 37 19 6 12 71 61 +10 63
6 Newcastle 36 17 6 13 79 57 +22 57
7 Chelsea 36 16 9 11 73 61 +12 57
8 Man Utd 36 16 6 14 52 56 -4 54
9 West Ham 37 14 10 13 59 71 -12 52
10 Brighton 36 12 12 12 54 58 -4 48
11 Bournemouth 37 13 9 15 53 65 -12 48
12 Crystal Palace 37 12 10 15 52 58 -6 46
13 Wolves 37 13 7 17 50 63 -13 46
14 Fulham 37 12 8 17 51 59 -8 44
15 Everton 37 13 9 15 39 49 -10 40
16 Brentford 37 10 9 18 54 61 -7 39
17 Nott. Forest 37 8 9 20 47 66 -19 29
18 Luton 37 6 8 23 50 81 -31 26
19 Burnley 37 5 9 23 40 76 -36 24
20 Sheffield Utd 37 3 7 27 35 101 -66 16
Athugasemdir
banner
banner