Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
banner
   þri 30. apríl 2024 13:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaraspáin - Verður að klára einn titil í ár
Ingólfur Sigurðsson og Viktor Unnar Illugason spá í leikina.
Ingólfur Sigurðsson og Viktor Unnar Illugason spá í leikina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skorar Kane í kvöld?
Skorar Kane í kvöld?
Mynd: Getty Images
Undanúrslitin í Meistaradeild Evrópu fara af stað í kvöld þegar Bayern München og Real Madrid eigast við í Þýskalandi.

Meistaraspáin er skemmtileg keppni sem er spiluð meðfram útsláttarkeppninni hér á Fótbolta.net.

Sérfræðingar í ár eru Ingólfur Sigurðsson, fótboltamaður og þjálfari, og Viktor Unnar Illugason, þjálfari hjá Val. Starfsfólk Fótbolta.net spáir einnig í leikina.

Spáð er um úrslit allra leikja í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Fyrir hárréttar lokatölur fást þrjú stig en eitt stig ef rétt tákn er á leiknum.

Ingólfur Sigurðsson

Bayern München 1 - 1 Real Madrid
Toni Kroos skorar með 30 metra sleggju í byrjun leiks og Kane jafnar í seinni. Allt í járnum fyrir seinni leikinn.

Viktor Unnar Illugason

Bayern München 2 - 1 Real Madrid
Sigur Bayern. Óvænt gætu einhverjir hugsað en Kane er 'man on a mission' og VERÐUR að klára einn titil í ár. Tuchel ætlar sér líka að kveðja með stóru eyrunum. Real Madrid ekki tapað leik síðan 18. janúar svo þetta verður óvænt.

Fótbolti.net - Kári Snorrason

Bayern München 1 - 1 Real Madrid
Carlo Ancelotti gegn Tomma taktík, þetta er lesið jafntefli. Bayern kemst yfir með marki frá Musiala. Real ógna meira en það verður óvæntur markaskorari hjá þeim sem jafnar leikinn.

Staðan í heildarkeppninni:
Viktor Unnar Illugason - 20
Fótbolti.net - 17
Ingólfur Sigurðsson - 12
Athugasemdir
banner