Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
banner
   þri 30. apríl 2024 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Framtíð stjóra Alberts í óvissu eftir frábæran árangur
Mynd: Getty Images

Alberto Gilardino stjórii Genoa hefur náð stórkostlegum árangri með liðið eftir að hafa tekið við því í desember árið 2022.


Hann var áður með unglingalið félagsins en Genoa vann sér sæti í Seríu A eftir að hafa lent í 2. sæti í Seríu B á síðustu leiktíð. Í gær var það síðan ljóst að liðið tryggði sér áframhaldandi veru í efstu deild eftir sigur á Cagliari þar sem Albert Guðmundsson innsiglaði sigurinn.

Gilardino er himinnlifandi með tímabilið en er ekki viss hvað framtíðin ber í skauti sér.

„Það var erfitt að giska á að þetta myndi fara svona eftir byrjunina hjá okkur. Þrátt fyrir nokkur hikst enduðum við frábærlega. Ég var þjálfari unglingaliðsins þar til fyrir einu og hálfu ári síðan. Ég hef tekið risa skref og vil halda áfram á þeirri braut," sagði Gilardino.

„Við munum hittast á næstu dögum og ræða það. Ég hef mikið dálæti á félaginu og stuðningsmönnunum sem elska mig."

Alberto Zangrillo forseti Genoa vonast til að hann verði áfram.

„Það væri sárt að missa hann þar sem ég held að við séum með allt til að plana framtíðina með honum," sagði Zangrillo.


Athugasemdir
banner
banner
banner